Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 21

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 21
aðstöðu fyrir flugfarþega og hefur verið unnið að undirbúningi á byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar sem myndi jafnframt þjóna sem aðstaða fyrir flugfarþega. Við hjá Flugfélagi Íslands bindum miklar vonir við að úrbætur verði í þessum málum á allra næstu misserum því að við óbreytt ástand verður ekki unað. Vaxandi fjöldi þeirra farþega sem fara um flugstöðina sýnir best hversu brýnt er að bæta úr aðstöðunni, en nú fara tæplega 400 þúsund farþegar í gegnum þessa 1200 fermetra byggingu á ári. Til samanburðar má nefna að árið 1987, þegar flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð, fóru þar í gegn rúmlega 500 þúsund farþegar. Stöðin var þá 22.000 fermetrar, eða hátt í tuttugu sinnum stærri en flugstöðin á Reykjavíkurflugvelli. Starfsfólk okkar í farþegaþjónustu er að vinna kraftaverk á hverjum degi með því að koma öllum þessum fjölda í gegnum húsnæðið sem við höfum. Það er ljóst að sífellt fleiri eru á því að flugsamgöngur, einu almenningssamgöngurnar sem eru vaxandi í landinu, þurfa að hafa viðunandi aðstöðu og svigrúm til að vaxa. Ef ekki verður viðunandi aðstaða fyrir áætlunarflug mun það hafa veruleg áhrif á landsbyggðina og einnig má ekki vanmeta jákvæð áhrif flugsins á Reykjavíkurborg. Flugið er okkar járnbrautakerfi og ef það legðist niður myndu fleiri ferðast um á þjóðvegum landsins og ég er viss um að það er ekki æskileg þróun því að þjóðvegakerfi okkar er nú þegar yfirhlaðið. Samgönguráðherrar, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa lýst yfir fullum stuðningi við það að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni og er það mikilvægt í ljósi framangreindra umræðna. Við höfum því fulla trú á því að úr rætist á næstu misserum.“ DASH 8 vélar hafa reynst vel „Flugfélagið réðst í miklar fjárfestingar á síðasta ári þegar keyptar voru tvær flugvélar af DASH 8 tegund en þær hefur félagið ekki áður haft í rekstri. Þessar vélar hafa sæti fyrir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, fagnar góðu gengi félagsins og segir forkólfa flugs á Íslandi telja flugvöllinn eiga framtíð fyrir sér í Vatnsmýrinni. 37 farþega og eru þeim eiginleikum gæddar að geta notast við mjög stuttar flugbrautir, mun styttri en Fokker 50 vélarnar okkar, og henta því vel til flugs á stuttar flugbrautir á Íslandi en þó sérstaklega á Grænlandi. Við hefðum t.d. ekki getað flogið til Nuuk á Fokker 50. Farþegar hafa tekið DASH- vélunum ákaflega vel og þykja þær ekki síður farþegavænar en Fokker 50. Þar sem DASH- vélar eru ennþá framleiddar en Fokker 50 ekki, má gera ráð fyrir að DASH vélar verði fyrir valinu þegar endurnýja þarf vélaflotann. Það má búast við að það gerist á næstu 5-7 árum en flugvélakaup þarf ávallt að undirbúa með löngum fyrirvara. Almennt séð er því bjart framundan; mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustu okkar og samkvæmt könnunum eru farþegar okkar mjög ánægðir. Við getum því horft björtum augum fram á veginn.“ sky, ský 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.