Ský - 01.08.2007, Page 37

Ský - 01.08.2007, Page 37
 ský 37 Lúxemborg er miðsvæðis í Evrópu, fjölskyldunni líður vel og ég er með gott æfingaumhverfi og helsti bakhjarl minn, Kaupþing banki, er með starfsstöðvar í landinu. Það er því allt sem hjálpar til að gott er að vera þar. Tók þátt i tveimur mótum á Íslandi Birgir Leifur tók þátt í tveimur mótum á Íslandi í sumar, Landsmótinu og Sveitakeppni í golfi: „Landsmótið olli mér vonbrigðum og ég náði mér aldrei á strik en í sveitakeppninni í Vestmannaeyjum náði ég mér betur á strik og ég og félagar mínir í GKG unnum það mót. Birgir Leifur er spurður hvort hann stressist nokkuð upp þegar hann er að spila með þeim þekktustu í golfinu: „Alls ekki. Það er í mínum huga mjög spennandi að spila með mönnum sem taldir eru betri en ég og bera saman leikinn okkar. Hluti af slíku samspili er að fleiri áhorfendur fylgja okkur og það er góð reynsla út af fyrir sig. Ég neita því ekki að spennustigið getur hækkað en þá er bara að læra að hafa stjórn á spennunni enda er spennan hluti af leiknum og ef henni er rétt stjórnað bætir það árangurinn.“ Á mörg ár eftir sem keppnismaður Birgir Leifur er búinn að vera tíu ár í atvinnumennskunni, hefur það aldrei hvarflað að honum að hætta? „Það hafa komið stundir þar sem ég efast um að ég hafi verið að gera rétt í að halda þessu áfram, sérstaklega þegar ég var á mörkum þess að komast inn á Evr- óputúrinn en sat eftir. Þegar þú veist að þú ert að spila gott golf en ekkert er að gerast hjá þér, á meðan meðspilarinn spilar alls ekki betra golf en allt gengur upp hjá honum, þá er ekki laust við sú hugsun setjist í mann hvort þetta sé þess virði og hvort draumurinn eigi aldrei eftir að rætast. Sem betur fer hverfur þessi hugsun fljótt og ég held ótrauður áfram. Það sem skiptir máli er að hafa góða í kringum sig eins og Elísabetu eiginkonu mína sem hefur staðið við hlið mér þegar á móti blæs og hvatt mig áfram. Ég er einnig með góðan þjálf- ara, Andrés Davíðsson, sem hjálpar mér og hvetur mig. Fleiri hafa gert það sama og þegar maður á slíka vini er baráttuandinn fljótur að koma aftur.“ Ferill kylfings í atvinnumennskunni getur spannað áratugi og Bir- gir er spurður að lokum hvort hann sjái sig á byrjunarreit, nú þegar hann er kominn á Evrópumótaröðina. „Ég er að að hefja minn feril á þessu stigi, eftir að hafa verið í nokkur ár að komast þangað, og ég sé mig sem keppnismann í golfi eins lengi og ég hef gaman af að leika það. Um að gera að halda jafn- vægi, taka eitt mót í einu og sjá hvað það leiðir af sér og fara síðan að hugsa um það næsta. Ég á marga vini í fótboltanum og segi oft við þá í gamni að nú sé þeirra ferill að enda og minn að byrja.“ sky, „Ég er að að hefja minn feril á þessu stigi, eftir að hafa verið í nokkur ár að komast þangað, og ég sé mig sem keppnismann í golfi eins lengi og ég hef gaman af að leika það.“

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.