Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 37

Ský - 01.08.2007, Blaðsíða 37
 ský 37 Lúxemborg er miðsvæðis í Evrópu, fjölskyldunni líður vel og ég er með gott æfingaumhverfi og helsti bakhjarl minn, Kaupþing banki, er með starfsstöðvar í landinu. Það er því allt sem hjálpar til að gott er að vera þar. Tók þátt i tveimur mótum á Íslandi Birgir Leifur tók þátt í tveimur mótum á Íslandi í sumar, Landsmótinu og Sveitakeppni í golfi: „Landsmótið olli mér vonbrigðum og ég náði mér aldrei á strik en í sveitakeppninni í Vestmannaeyjum náði ég mér betur á strik og ég og félagar mínir í GKG unnum það mót. Birgir Leifur er spurður hvort hann stressist nokkuð upp þegar hann er að spila með þeim þekktustu í golfinu: „Alls ekki. Það er í mínum huga mjög spennandi að spila með mönnum sem taldir eru betri en ég og bera saman leikinn okkar. Hluti af slíku samspili er að fleiri áhorfendur fylgja okkur og það er góð reynsla út af fyrir sig. Ég neita því ekki að spennustigið getur hækkað en þá er bara að læra að hafa stjórn á spennunni enda er spennan hluti af leiknum og ef henni er rétt stjórnað bætir það árangurinn.“ Á mörg ár eftir sem keppnismaður Birgir Leifur er búinn að vera tíu ár í atvinnumennskunni, hefur það aldrei hvarflað að honum að hætta? „Það hafa komið stundir þar sem ég efast um að ég hafi verið að gera rétt í að halda þessu áfram, sérstaklega þegar ég var á mörkum þess að komast inn á Evr- óputúrinn en sat eftir. Þegar þú veist að þú ert að spila gott golf en ekkert er að gerast hjá þér, á meðan meðspilarinn spilar alls ekki betra golf en allt gengur upp hjá honum, þá er ekki laust við sú hugsun setjist í mann hvort þetta sé þess virði og hvort draumurinn eigi aldrei eftir að rætast. Sem betur fer hverfur þessi hugsun fljótt og ég held ótrauður áfram. Það sem skiptir máli er að hafa góða í kringum sig eins og Elísabetu eiginkonu mína sem hefur staðið við hlið mér þegar á móti blæs og hvatt mig áfram. Ég er einnig með góðan þjálf- ara, Andrés Davíðsson, sem hjálpar mér og hvetur mig. Fleiri hafa gert það sama og þegar maður á slíka vini er baráttuandinn fljótur að koma aftur.“ Ferill kylfings í atvinnumennskunni getur spannað áratugi og Bir- gir er spurður að lokum hvort hann sjái sig á byrjunarreit, nú þegar hann er kominn á Evrópumótaröðina. „Ég er að að hefja minn feril á þessu stigi, eftir að hafa verið í nokkur ár að komast þangað, og ég sé mig sem keppnismann í golfi eins lengi og ég hef gaman af að leika það. Um að gera að halda jafn- vægi, taka eitt mót í einu og sjá hvað það leiðir af sér og fara síðan að hugsa um það næsta. Ég á marga vini í fótboltanum og segi oft við þá í gamni að nú sé þeirra ferill að enda og minn að byrja.“ sky, „Ég er að að hefja minn feril á þessu stigi, eftir að hafa verið í nokkur ár að komast þangað, og ég sé mig sem keppnismann í golfi eins lengi og ég hef gaman af að leika það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.