Ský - 01.06.2007, Page 6
6 sk‡
Útgefandi:
heimur hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Benedikt jóhannesson
og jón G. hauksson
Útlitshönnun:
heimur hf.
Ljósmyndir:
Páll kjartansson,
Páll stefánsson og fleiri
Blaðamenn/greinarhöfundar:
ágúst Borgþór sverrisson
Benedikt jóhannesson
Brynhildur Björnsdóttir
einar Örn Gunnarsson
erla Gunnarsdóttir
hilmar karlsson
hrund hauksdóttir
huldar Breiðfjörð
Páll ásgeir ásgeirsson
Páll stefánsson
sigrún Davíðsdóttir
sigurður Bogi sævarsson
svavar jónsdóttir
Auglýsingastjóri:
Vilhjálmur kjartansson
Prentun:
Oddi hf.
Heimur hf. – Öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
heimur hf.
Borgartúni 23
105 reykjavík.
sími: 512-7575
Hvað gefur lífinu lit?
Framan af sumri var veður með eindæmum gott hér á landi. Allir kætast yfir því nema laxveiðimenn og bændur. Úrkoman er nefnilega ágæt inn á milli. Þó að almenningur gleðjist þegar sólin skín þá er það ótrúlega fljótt
að gleymast. Minni manna á veður er enn gloppóttara en pólitískt minni þeirra.
Ef hann rignir þrjá daga í röð fjasa menn endalaust um að ekki sé búandi á þessu
landi og síminn þagnar ekki hjá ferðaskrifstofum. En það er misskilningur að
rigningin sé leiðinleg. Ég var svo heppinn að fara til Bretlandseyja nú í sumar
og þar rigndi upp á hvern einasta dag. Mér fannst það skemmtilegustu hlutar
dagsins þegar maður þurfti að hlaupa á harðaspretti gegnum skýfallið. Einu sinni
fór ég í sundlaugarnar hér í bænum og veðrið var svo brjálað að öldurnar risu og
brotnuðu í lauginni. Þetta var eftirminnilegasta sundferðin þann áratuginn. Ég
get reyndar játað það að mér finnst svolítið skemmtilegt hvað það hefur rignt
mikið annars staðar en hér á landi en best er að hafa hæfilegt jafnvægi. Endalaust
sólskin er fullbragðlítið fyrir minn smekk.
Í þessu tölublaði Skýja er að venju komið víða við en það er sumarstemmning
í loftinu. Sumir telja að á sumrin eigi að fleygja bókunum út í horn en fátt styttir
mönnum betur stundir í fríinu en góð bók. Þeir feðgar Bragi Kristjónsson og
Ari sonur hans selja gamlar bækur, en bóksalan er næstum í aukahlutverki því
að búð þeirra er menningarmiðstöð í besta skilningi orðsins. Þar koma ekki bara
saman bækur frá öllum heimshornum heldur líka fólk af öllu tagi. Það er gaman
að spjalla við þá feðga og þeir sem kíkja í búðina þeirra fara þaðan ríkari, jafnvel
þó að þeir hafi ekkert keypt. Við skoðum fleiri þekkta feðga úr þjóðlífinu og
rifjum meira að segja upp gamla flökkusögu um eitt þjóðskáld Íslendinga, sögu
sem hefur kannski helst gildi fyrir það að hafa orðið til.
Tveir rithöfundar heiðra blaðið með sögum að þessu sinni. Einar Örn
Gunnarsson rifjar upp skemmtilegar minningar og Ágúst Borgþór Sverrisson
skrifar sögu úr nútímanum. Tónlist, íþróttir og stjórnmál skipa einnig
hefðbundinn sess í Skýjum. Það er í raun og veru ótrúlegt úr hve mörgu er að
velja þegar verið er að ákveða efni í blaðið. Sumir blaðamenn og ritstjórar segja
reyndar að það sé miklu meira gaman að vinna blöðin en að lesa þau. Við hjá
Skýjum erum þó ekki í þeim hópi því að blaðið er svo skemmtilegt að það vinnur
á við hvern einasta lestur. sky
,
Benedikt Jóhannesson
sky
,
4.tbl.2005
PUNKTAÐU NIÐUR FERÐALAGIÐ
UM 6.000 KRÓNUR
*Gildir til 1. apríl 2007.
Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt
10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í
flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair, fyrir hvern
sem er og hvenær sem er.*
+ Fáðu nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is
FYRIR HANDHAFA VILDARKORTA VISA OG ICELANDAIR:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
59
07
0
1/
07
Vildarkort
5. september 2007