Ský - 01.06.2007, Síða 10

Ský - 01.06.2007, Síða 10
 10 sk‡ héraðasögu og þjóðlegan fróðleik. Nokkuð góð eftirspurn er eftir íslenskum ævisögum. Til dæmis seljast ævisögur íslenskra listamanna frá ýmsum tímum ágætlega en ævisögur íslenskra stjórnmálamanna seljast einna lakast. Enda ansi rík tilhneiging til sannleikshagræðingar hjá þessari stétt manna. Eldri skáldsögur íslenskra höfunda eru lítt eftirsóttar, nema Kiljan, Þórbergur og Gunnar. Hinir virðast nánast flestum gleymdir. Eldri skáldkonur seljast þó betur en karlarnir. Yngri skáldin, eftir 1950, seljast bara ljómandi vel og vaxandi áhugi er seinni árin fyrir íslenskum ljóðabókum frá öllum tímum,“ svarar Bragi. Brossaga Björns Bjarna Neðan úr loftinu hanga veggspjöld af Stalín, Jóhannesi Páli II, Marilyn Monroe og Kristjáni Eldjárn. Og í búðinni hrærir saman allskyns gömlum munum og myndum frá öllum tímum. Enda segir Bragi að búðin sé líka sýningahús þar sem í gangi sé fjöldi lítilla sýninga af ýmsu tagi. „Þetta er einskonar tjáningarform, sagan sem hangir hér á veggjum og loftum, pínulítill pólitískur áróður í gangi - þannig. Við erum þó ekki með myndir af Stalín, Lenín og Hitler vegna aðdáunar, heldur vegna fyrirferðar þeirra í sögunni. Við erum líka með margar myndir af íslenskum stjórnmálamönnum hangandi uppi við, lifandi og látnum. Stundum vegna skondins myndefnis, sögulegs gildis eða hreinlega vegna aðdáunar á viðkomandi. Til dæmis erum við hér með brossögu Björns Bjarnasonar ráðherra, hvernig hann lærði að brosa. Hér eru líka margar myndir af Davíð Oddssyni, hreinlega vegna aðdáunar viðkomandi upphengjara á skapandi stjórnmálamanni, en einnig myndir af Ingibjörgu Sólrúnu. Nú verðum við að fara að finna góðar myndir af Geir Haarde, hann er jú aðalmaðurinn þessi árin“ Ungur maður með tvo plastpoka úttroðna af bókum gengur inn í verslunina og býður til sölu. En Bragi segir honum að hann hafi tekið 20 kassa inn í búðina deginum áður og eigi von á 40 til viðbótar um kvöldið. Maðurinn fer aftur en Bragi horfir hugsi yfir búðina. „Það er verst hvað þjófahornið er lélegt á þessum stað. Mér hefur alltaf þótt við hæfi að hafa sérstakt horn í búðinni sem kalla mætti „þjófahorn“. Í þessum þjófahornum hef ég komið fyrir allskyns uppbyggilegum ritum um trú og siðferði, sjálfshjálparbókum og ritum um annað líf. En síðari árin hefur verið minna um stuldi úr þjófahornunum. Nú hverfur stundum bók og bók úr glugganum en ekki er það mikið umfram eðlilega sjálfsbjargarviðleitni. Þó hefur komið fyrir að mjög dýrum og fágætum bókum hefur verið stolið.“ Þegar hópur af útlendingum gengur inn í búðina og spyr um erlend rit um Íslendingasögurnar stingur Bragi upp á að ég kíki inn í „bókaathvarf“ og spjalli við Ara Gísla. Því næst skiptir hann yfir í ensku og leiðir hina erlendu viðskiptavini inn í eitt horn búðarinnar og byrjar að sýna þeim rit um fornsögurnar. Í bókaathvarfinu „Bókaathvarfið“ er nokkrum hæðum ofar í húsinu og reynist sambræðingur af skrifstofu verslunarinnar og bókalager. Í hillum meðfram öllum veggjum bíða bækur sem virðast vandlega flokkaðar því upp úr þeim standa númeraðir sneplar. Ari Gísli situr við skrifborð í miðju herberginu og rýnir í tölvuskjá ásamt þrekvöxnum manni á svipuðum aldri. „Þetta er sjálfur Eiríkur Ágúst Guðjónsson,“ segir Ari Gísli. „Hann er umsjónarmaður vefsíðunnar okkar sem fer ört hægvaxandi.“ Eiríkur Ágúst heilsar en Ari Gísli tekur upp stóra bók af borðinu og blaðar varlega í henni. „Ég keypti þessa á uppboði núna um daginn í Svíþjóð þar sem ég var staddur til að kaupa Heimskringlu frá 1650. En þessi bók er síðan 1517. Mér sýnist þetta vera Mattheusarguðspjall en við erum að láta rannsaka hvað nákvæmlega er á ferðinni.“ Hvernig er ástandið á fornbókamarkaðnum í dag? „Hann virðist frekar í uppsveiflu,“ svarar Ari Gísli. „Það varð niðursveifla í kringum 1980 en ég hef tekið eftir því að undanfarið hafa íslensk raritet verið að hækka á uppboðunum hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fræðilegur áhugi á íslensku og norrænu virðist fara vaxandi. Enda er hvorutveggja kennt orðið í háskólum um allan heim.“ Eru margir á Íslandi að safna þessum gömlu og dýru bókum? „Það eru til alvöru safnarar á Íslandi en það er nú alveg pláss fyrir fleiri,“ svarar Ari Gísli. „Algengast er að menn sérhæfi sig í einhverju einu frekar en að vera endilega á höttunum eftir dýrum bókum. Sumir safna eingöngu fyrstu útgáfum ljóðabóka, Eddutengdu efni, rúnatengdu efni, ferðasögum eða jafnvel bókum sem eru tengdar ákveðnum prenstöðum. Til dæmis því sem var prentað á Akureyri fyrir 1900.“ Guðbrandsbiblíur Ari Gísli segir að Guðbrandsbiblíur í upprunalegu Hólabandi séu verðmætustu bækurnar sem fyrirtækið versli með. Enda séu aðeins 80 þesskonar biblíur til í heiminum og af þeim séu 50 á söfnum en 30 í einkaeigu. Hann bætir við að nýlega hafi hann haft milligöngu um að koma seljanda og kaupanda Guðbrandsbiblíu saman. „Sú bók fannst erlendis. Sá sem fann hana vissi að ég var að leita að eintaki fyrir aðila hér heima og setti sig í samband við mig. Ég hafði svo milligöngu um söluna. Þannig að það eru til safnarar hér heima sem eiga flottan Guðbrand. Á sínum tíma var alltaf talað um Guðbrandsbiblía væri andvirði 2ja herbergja íbúðar. Mér sýnist það verð hafa uppfærst nokkuð rétt.“ „Þetta er líka merkilegasta bók sem hefur verið gefin út á Íslandi,“ skýtur Eiríkur Ágúst inn í. „Það má færa rök fyrir því að hefði hún ekki verið prentuð töluðum við dönsku í dag.“ „Hvaða rök færirðu fyrir því?“ spyr Ari Gísli. „Allar guðþjónustur hefðu farið fram á dönsku,“ svarar Eiríkur Ágúst. Ari Gísli hugsar sig um en brosir svo og segir: „Það eru gild rök.“ Hvernig ákveðið þið hvað 3-400 ára gömul bók sem hugsanlega er hvergi fáanleg annarsstaðar á að kosta? feðgar mér hefur alltaf þótt við hæfi að hafa sérstakt horn í búðinni sem kalla mætti „þjófahorn“. Í þessum þjófahornum hef ég komið fyrir allskyns uppbyggilegum ritum um trú og siðferði, sjálfshjálparbókum og ritum um annað líf.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.