Ský - 01.06.2007, Page 20

Ský - 01.06.2007, Page 20
Bjarni Benediktsson 20 sk‡ hafi þá strax verði mjög dugandi þingmaður. Hafi þar bæði komið til frábær þekking hans og málafylgja auk þess sem ræður hans hafi verið efnismiklar og rökfastar. Eðlilega var Bjarni því kallaður til frekari trúnaðarstarfa og 1947 yfirgaf hann borgarmálin og settist í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Tók þar við embætti utanríkisráðherra og varð sem slíkur meginarkitektinn að þeirri utanríkisstefnu sem Íslendingar hafa fylgt allt til þessa. Áður hafði Bjarni raunar látið til sín taka í umræðum um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fræg varð ræða sem Bjarni flutti á Þingvöllum í júlí 1943, eða um það leyti sem hillti undir stofnun lýðsveldis á Íslandi. „Stígum þess vegna á stokk og strengjum þess heit, að við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þá er sólin rennur upp hinn 18. júní 1944 skuli Ísland vera lýðveldi,“ segir Bjarni í niðurlagsorðum ræðu sinnar sem hafði mikil áhrif á lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar. Herverndarsamningurinn hafði áhrif Agnar Klemens Jónsson sendiherra, sem lengi var ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir í bókinni um Bjarna Benediktsson, sem fyrr er vitnað til, að þegar Sovétmenn hófu landvinninga sína í Evrópu á eftirstríðsárunum hafi það valdið „ ... miklum ótta meðal hinna friðsömu lýðræðisríkja í Vestur-Evrópu. Hér á landi fylgdust menn með þeim atburðum sem voru að gerast í hálfunni og það var ekki síst Bjarni Benediktsson sem gerði sér ljóst að þessi þróun gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland,“ kemst Agnar að orði. Því hafi flokkarnir, sem þá áttu aðild að ríkisstjórn, ákveðið að gerast stofnaðilar að NATO. Sósíalistaflokkurinn hafi hins vegar snúist öndverður fyrirætlunum þeim „... en þó mun fáa hafa grunað að deilurnar yrðu jafn ofsalegar og þær urðu þegar málið kom fyrir Alþingi,“ segir Agnar og á við skálmöldina á Austurvelli 30. mars 1949, daginn sem þingheimur samþykkti að Ísland skyldi ganga í Atlantshafsbandalagið. En hvað réð stuðingi Bjarna við Bandaríkjamenn þegar kom að varnarmálum? Matthías Johannessen veltir þessari spurningu upp í bókinni Fé­lag­i orð­ sem út kom 1982 og segir þar að sig gruni að herverndarsamningurinn sem Íslendingar gerðu við Bandaríkin árið 1941 haft haft mikil áhrif; það er að Bandaríkjamenn tóku að sér að tryggja öryggi Íslands í heimsstyrjöldinni, aukinheldur sem þeir voru Íslendingum betri en engir þegar kom að því að taka af skarið í sjálfstæðisbaráttunni og segja endanlega skilið við Dani. Ritstjóri í stjórnarandstöðu Bjarni Benediktsson sat í 28 ár á Alþingi. Í tuttugu ár gegndi hann ráðherraembætti, eða samfleytt frá 1947 til dánardægurs 1970, að frátöldum um þremur árum sem vinstri stjórn Hermanns Jónassonar var við völd undir lok sjötta áratugarins. Á þeim tíma var hann „ ... í raun aðalforingi stjórnarandstöðunnar, harður, miskunnarlaus, sífellt fundvís á snögga bletti andstæðingsins og stundum ofsafenginn eða svo fannst okkur þá að minnsta kosti,“ segir Hannibal Valdimarsson í minningarorðum. Bætir við að Bjarni hafi verið maður mikilla geðbrigða, skapstór, skapbráður einkum á fyrri árum „ ... en mildaðist og kyrrðist með árum og aldri. Þó var ávallt stutt ofan í eldlega glóð skapsmunanna.“ Jafnhliða þingmennsku á vinstristjórnarárunum var Bjarni ritstjóri Morg­unblað­sins og í minningabók sinni Eins og­ é­g­ man það segir Elín Pálmadóttir að hún hafi á tilfinningunni að Bjarni hafi kunnað vel við sig í blaðamennsku og gott hafi verið að vinna undir hans stjórn. Bæði fyrir og eftir ritstjórnartíð sína skrifaði Bjarni mikið í Morg­unblað­ið­ og það var opinbert þjóðarleyndarmál að hann var höfundur Reykjavíkurbréfanna sem birtust í blaðinu sérhvern sunnudag. Þetta var mörgum ómissandi lesning og þegar Sverrir Hermannsson fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi árið 1963 lét hann binda Reykjavíkurbréfin inn fyrir sig og notaði doðrantinn sem handbók á kosningafundum. „Ég fletti alltaf upp í Bjarna,“ segir Sverrir í bókinni Skýrt og­ skorinort. Vegsemd í Viðreisnarstjórn Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks tóku höndum saman um samstarf um myndun ríkisstjórnar haustið 1959; Viðreisnarstjórnarinnar sem svo var nefnd. Saman fóru þessir flokkar með stjórn landsmálanna allt fram til 1971 og var Ó­lafur Thors forsætisráðherra framan af. Einkum er ríkisstjórnar þessarar minnst fyrir þann uppskurð sem hún gerði á stjórn efnahagsmála með því að losa um höft í gjaldeyrismálum og auka frelsi á ýmsum sviðum. Fyrstu ár Viðreisnarstjórnarinnar fór Bjarni Benediktsson með ráðuneyti dóms-, iðnaðar- og heilbrigðismála og var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins 1961, sama ár og hann leysti Ó­laf Thors tímabundið af sem forsætisráðhera, sakir veikindaforfalla. Í nóvember 1963 baðst Ó­lafur síðan endanlega lausnar frá embætti vegna vanheilsu og þá tók Bjarni við kyndlinum og hélt honum allt til síðasta dags. „Margir líta á forystuhlutverkið sem vegsemd. Stundum vilja menn gleyma, að vandi fylgir vegsemd hverri. Bjarni leit sitt forystuhlutverk mjög alvarlegum augum. Hann vissi að á honum hvíldi þung byrði skyldunnar við þjóðina og þann stjórnmálaflokk sem hafði ætíð treyst honum og fylgt af einurð,“ sagði Jóhann Hafstein í minningarorðum. Erfiðleikatímar Árin milli 1960 og 1970 voru sveiflukennd. Fyrst kom gósentíð síldaráranna en þegar hún brást voru næstu ár íslensku þjóðinni býsna erfið. Á árunum 1967 til 1969 þrengdi mjög að þegar síldin hvarf og verð lækkaði á fiskmörkuðum Íslendinga í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að útflutningsverðmæti þjóðarinnar drógust saman um 50%. Með markvissum aðgerðum tókst þó að sigla „fáir hafa yfirleitt í stjórnmálum gert meira ógagn heldur en þeir sem ætíð telja sig hafa allsherjarúrræði við öllu.“

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.