Ský - 01.06.2007, Blaðsíða 29
áhugamál ráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði einhvern tíma að hún
hefði aldrei komið sér upp dellu eða áhugamáli sem
heltæki hana heldur grípi hún í sitt lítið af hverju þegar
frístundir veitast sem verða sjálfsagt enn færri en fyrr,
nú þegar hún hefur tekið við starfi utanríkisráðherra. Hún
hefur gaman af því að reyna á líkamann og hleypur sér
til heilsubótar og glöggir vegfarendur um Nesveginn hafa
sjálfsagt séð hana skokka snemma morguns á meðan
hún tekst á við verkefni dagsins í huganum. Einnig hefur
hún yndi af því að ferðast um landið og skoða náttúruna
og gistir þá gjarna í tjaldi, oftar en ekki litlu kúlutjaldi sem
fer lítið fyrir og er auðvelt að bera milli staða ef svo ber
undir. Afskekktir staðir eins og Hornstrandir eða hálendið
verða oft fyrir valinu þar sem náttúran er hrikaleg og
farsímasamband ekki alltaf traust. Hún þarf þó sennilega
að halda sig nær byggðu bóli og fjarskiptamöstrum í næstu
sumarfríum því utanríkisráðherra má líkast til aldrei vera
alveg utan þjónustusvæðis ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
Hefur yndi af landinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur yndi af því
að ferðast um landið og tjalda litlu kúlutjaldi á
tjaldstæðum vítt og breitt.
Björgvin Sigurðsson er yngstur ráðherra, aðeins 36 ára gamall. Hann
var á enn yngri árum mikill áhugamaður um popptónlist og fylgdist
grannt með því hvaða lög skipuðu efstu sæti á vinsældalistum
austan hafs og vestan. Hann er líka mikill bókaormur og les ekki
síst sakamálasögur og sagnfræði. Hann fékkst um tíma við ritstörf
og skrifaði meðal annars í Ský.
Aðaláhugamálið er þó hestamennska og tamningar. Björgvin býr
ásamt stórri fjölskyldu sinni í Skarði í Gnúpverjahreppi þar sem
þau eru með nokkra hesta, þá Gretti, Snerpu, Erp, Heklu, Rakettu,
Yrpu, Ísafold, Geysi og Ás. Auk þess eiga þau tíkina Kolbrá. Hestar
hans hafa ratað í ættbækur.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
Úr poppinu í hrossin
Björgvin nýtur sín best í sveitinni
með börnunum
sk‡ 2