Ský - 01.06.2007, Side 30
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, er fæddur í
bogmannsmerkinu og eins og aðrir bogmenn hefur hann ýmis og margbreytileg
áhugamál. Íþróttir eru meðal áhugamála Guðlaugs Þórs en hann er formaður
íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Að öðrum íþróttum ólöstuðum á þó
fótboltinn hug hans helst og þá auðvitað Fjölnir í innanlandsboltanum en
af enskum meistaraliðum eru það leikir stórliðsins Liverpool sem helst fá
heilbrigðisráðherrann til að setjast við sjónvarpið. Hreyfing er einnig meðal
áhugamála Guðlaugs Þórs og hefur hann stundað líkamsrækt lengi, leikur bæði
fótbolta og körfubolta þegar færi gefst, hjólar með fjölskyldunni og fer á skíði á
veturna. Hann hleypur líka alltaf upp stiga í stað þess að taka lyftu enda gefst
kannski ekki alltaf tími til að iðka líkamsræktina eins vel og hann vildi. Svo
má ekki gleyma því að Guðlaugur á ung börn og samvera með þeim hlýtur að
vera ofarlega á lista þegar frístundir gefast. Eins og sönnum bogmanni sæmir
hefur Guðlaugur Þór gaman af ferðalögum, bæði innanlands og utan, unir sér
vel í sveitasælunni og eyðir góðum stundum í sumarbústað fjölskyldunnar í
Skaftártungu.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
Bogmaður á ferð og flugi
Guðlaugur Þór telur líkamsrækt og
hreyfingu gríðarlega mikilvæga og hér
má sjá hann á skokki við sjávarsíðuna.
Kvikmyndir eru aðaláhugamál Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra en
hún tekur fram að vegna anna hafi hún ekki mikinn tíma til að sinna því þessa
dagana. Á æskuárunum fór hún oft í þrjúbíó í Gamla bíói og á unglingsárunum
fór hún í kvikmyndahús um hverja helgi.
Hún segir að kvikmyndir séu skemmtilegt listform.
„Ég hef alltaf verið dugleg að fara í bíó og kýs bíóferð fram yfir sjónvarpsgláp
hvenær sem er. Ég tala nú ekki um ef um almennilega mynd er að ræða. Alls
konar myndir heilla mig og hef ég gaman af að sjá fjölbreytta framleiðslu þótt
hinar dæmigerðu Hollywoodmyndir höfði minnst til mín.“
Þórunn er spenntust fyrir kvikmyndum frá öðrum löndum en þeim enskumælandi.
„Ég hef reynt að leggja mig eftir kínverskum kvikmyndum, enda oft um frábærar
myndir að ræða. Ég held reyndar að hér á landi sé góður markaður fyrir aðrar
myndir en þær sem koma frá enskumælandi löndum. Þess vegna skil ég ekki
hvers vegna „útlenskar“ myndir eru ekki sýndar á almennum sýningum eða á
tilteknum dögum eins og gert var í eina tíð.“
Aðspurð um uppáhaldskvikmyndina nefnir Þórunn Truly, Madly, Deeply í leikstjórn
Anthonys Minghella með Juliet Stevenson og Alan Rickman í aðalhlutverkum. „Í
myndinni tvinnast saman falleg og skemmtileg saga og góður leikur.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra
Skemmtilegt listform
,,Ég hef alltaf verið dugleg að fara í bíó
og kýs bíóferð fram yfir sjónvarpsgláp
hvenær sem er.“
áhugamál ráðherra
30 sk‡