Ský - 01.06.2007, Qupperneq 39

Ský - 01.06.2007, Qupperneq 39
 sk‡ 3 skjólið á gott móment. Ég hypjaði mig sneyptur inn til mín og hugsaði málið. Það var ekkert voðalega góð hugmynd að bjóða fólki á deit í vinnutímanum. Það virkaði kannski í sjónvarpsþáttum en raunveruleikinn var öðruvísi. Ég ákvað að hringja í Aðalheiði eftir vinnu. Það kæmi miklu betur út. Ég hafði ekki borðað síðan um morguninn en örbylgjuofninn heima kveikti ekki á sér. Ég gat ekki heldur kveikt ljós í eldhúsinu. Ég vissi ekki einu sinni hvar rafmagnstaflan var en fann hana eftir nokkra leit í þvottahúsinu. Ég hafði ekki enn komið í verk að kaupa mér þvottavél, þvoði stundum hjá mömmu en alltof sjaldan. Ég átti lítið af hreinum fötum. Tveir reikningar höfðu nýlega farið í vanskil hjá mér án þess ég hefði hugmynd um að ég skuldaði þá. Ég var gleyminn og kom hlutum seint í verk. Ég hafði enga yfirsýn nema í vinnunni. María hafði alltaf skammtað mér verkefni og séð um restina sjálf. Það var þægilegt. Það voru bara gömul, skrúfuð öryggi í töflunni, engir lekaliðir. Ég hafði enga hugmynd um hvaða öryggi voru sprungin og ég sá engin aukaöryggi. Ég ákvað að banka upp á hjá nágrönnunum á morgun og spyrjast fyrir um þetta, ég nennti því ekki í kvöld. Ég settist inn í stofu. Inn í nýju stofuna mína. Gamalt teppi sem var hérna þegar ég flutti inn, gamalt sófaborð sem ég hafði keypt á fornsölu, nýr leðursófi sem ég hafði splæst á mig einhvers staðar uppi í Ármúla eða Síðumúla. Á gólfinu stóð litla sjónvarpið úr hjónaherberginu heima. Ég var bara með Rúv og Skjá einn. Það var enn langt í fréttir. Á Rúv var einhver unglingaþáttur, vinaflækjur í framhaldsskóla. Mér heyrðust krakkarnir tala ensku með áströlskum framburði. Ég skrúfaði niður hljóðið og tók upp gemsann. Sló inn númer Aðalheiðar. Ég ætlaði að stinga upp á kaffihúsi. Nei, bjóða henni út að borða, það var að koma kvöldmatur. Hjartað tók að berjast í brjóstinu. Ég heyrði hjartsláttinn greinilega hérna í þögninni, næstum eins og einhver væri að berja í vegginn. Ég gat þetta ekki. Hjartað í mér var að springa. Hvað var orðið um allt sjálfstraustið? Ég var myndarlegur maður sem konur höfðu gefið auga árum saman. Ég varð að brjóta ísinn. Ég ákvað að róa mig dálítið niður með því að hringja í Maríu. Ég var að minnsta kosti ekki feiminn við hana. „Hvað vilt þú?“ spurði hún kuldalega. „Hvað vil ég? Ekki neitt. Bara heyra í þér hljóðið.“ „Nú jæja. Vantar þig eitthvað? Ég er dálítið upptekin.“ „Heyrðu, mér datt bara í hug að heyra í þér hljóðið, bara smáspjall, svona eins og þegar þú heimsóttir mig um daginn.“ „Um daginn? Það var fyrir tveimur mánuðum. Og ég var að koma með póst til þín.“ Ég var búinn að gleyma því. María hafði komið með póst sem skilaði sér ekki hingað. „En ég átti ekkert erindi, ætlaði bara að heyra aðeins í þér hljóðið.“ „Til hvers?“ „Heyrðu, þú skalt bara gleyma þessu.“ Ég rauf sambandið, hefði viljað skella harkalega á en það var ekki hægt því þetta var ekki borðsími. Ég nötraði af bræði. Til hvers var ég að gefa henni tækifæri á að pirra mig núna þegar ég var laus við hana? Ég sló aftur inn númer Aðalheiðar en þorði ekki að hringja. Ég kallaði fram mynd hennar í hugskotið: hún var falleg en var ég eitthvað hrifinn af henni? Það skipti ekki máli, þegar maður hefur ekki fengið það í marga mánuði er hvaða fallega kona sem er velkomin inn í líf manns. Ég hugsaði um hárgreiðslukonuna. Hún var alls ekki falleg en mér hafði liðið vel nálægt henni. Það var eins og ég væri kominn í hlýtt og öruggt skjól. Þessi sama tilfinning vaknaði alltaf ég keyrði heim úr vinnunni til Maríu og krakkana í gegnum árin, beygði inn í kyrrlátt íbúðahverfið og kom auga á húsið okkar. Ég var augljóslega orðinn meira en lítið ryðgaður í kvennastandi eftir áratuga hjónaband. Var hárgreiðslukonan kannski hæfileg upphafsþraut? Svona létt byrjun og stökkpallur inn í ljúfa lífið? Ég fór fram í eldhúskrókinn. Það var alltaf sama vonda lyktin þar. Jakkinn minn hékk á stólbaki. Ég náði í veskið í innri vasann og fann nafnspjaldið hennar. Settist aftur inn í stofu og tók upp gemsann. Ég varð taugaóstyrkur um leið og hún svaraði. Ég kynnti mig með nafni en það sagði henni auðvitað ekki neitt. Ég rifjaði upp kynni okkar í dag. „Ja hérna. Ert þetta þú? Ertu ekki sáttur við klippinguna? Ég gat ekki lagað þetta betur, það hefði enginn getað ...“ „Neineinei. Klippingin er fín. Mér datt bara í hug hvort þú vildir kíkja eitthvað út.“ „Kíkja út. Hvert þá?“ „Nú til dæmis bara í bíó.“ „Bíó. Hvaða mynd?“ „Spiderman 3.“ Hún skellihló. Ég vissi ekki hvers vegna ég hafði látið þessa vitleysu út úr mér, það var eins og ég væri að giska á svar í hraðaspurningu í spurningakeppni. „Já eða kannski ekki bíó. Kannski bara kíkja á kaffihús eða eitthvað.“ „Heyrðu Kristján minn, ég get ekki gert svoleiðis. Ég á mjög náinn vin, skilurðu?“ „Ha, jájá, auðvitað. Afsakaðu.“ „Ekki málið. En þegar þig vantar klippingu með vorinu þá hringirðu bara aftur.“ Ég fór inn á baðherbergi. Andlitið var rautt í speglinum. Það gauluðu í mér garnirnar. Ég fór fram í eldhús og tók tilbúna réttinn úr plastpokanum. Ekki gat ég étið þetta kalt. Ég fleygði pakkanum í ruslafötuna og ákvað að borða úti. Kannski myndi ég þá kynnast einhverri konu. Ekkert var útilokað. Gemsinn hringdi. Númerið á skjánum var kunnuglegt. „Sæll,“ sagði María. „Fyrirgefðu hvað ég var stutt í spuna við þig áðan.“ „Ekkert mál.“ „Ég man núna að ég vil fara að ræða við þig ákveðna hluti. Hvernig við ætlum að skipta eignunum. Mig langar ekkert voðalega að selja húsið og þá þarf ég að semja við þig. Svo erum við víst ekki skilin. Við höfum ekkert gert í málunum.“ „Og hvað viltu gera?“ „Það þarf að ræða svona mál undir fjögur augu. Ertu nokkuð búinn að borða kvöldmat?“ „Nei.“ „Ég er með mat í ofninum, ekkert merkilegt, en þér er velkomið að kíkja.“ „Ég þigg það. Ég verð kominn eftir hálftíma.“ Það hýrnaði yfir mér. Úti hafði snúist í suðaustan rok og það var köld rigning, hálfgerð slydda. Þegar ég settist upp í bílinn fann ég fyrir undarlegri og óvæntri tilfinningu: Ég sá íbúðina fyrir mér, stofuna, herbergið, eldhúsið og baðherbergið, og allt í einu fannst mér þetta vera góður staður. Allt í einu fannst mér þessi íbúð vera eins og öll önnur heimili: hlýtt skjól sem gott er að hverfa til en nauðsynlegt að losna burt frá ef maður vill ekki missa vitið. Um leið og ég ræsti bílinn hugsaði ég með mér að allir þyrftu að eiga sér stað sem þeir þrá að yfirgefa. sky,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.