Ský - 01.06.2007, Síða 40

Ský - 01.06.2007, Síða 40
 0 sk‡ ragnar kjartansson, myndhöggvari, lést þann 26. október árið 1988 og átti að baki sérstakan listamannsferil. hann var einn af brautryðjendum í leirmunagerð hérlendis, starfaði sem myndhöggvari í rúma tvo áratugi og var einn af þekktustu myndlistarmönnum landsins. sonur hans, kjartan ragnarsson, fetaði aðra listabraut, í leiklistinni, á meðan barnabarnið og alnafninn, ragnar kjartansson, fer að sumu leyti sömu braut og afi hans, á sviði myndlista. Gaf sig allan fyrir listina Ragnar Kjartansson fæddist 17. ágúst árið 1923 á Staðastað á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Kjartansson prestur á Staðastað og Ingveldur Ó­lafsdóttir frá Sogni í Ölfusi. Ragnar lærði leirkerasmíði hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og stundaði listnám í Handíðaskólanum í Reykjavík, hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Svíþjóð. Hann var sjómaður um tíma og kenndi myndlist. Hann var einn af frumkvöðlum leirmunagerðar hér á landi, stofnaði ásamt fleirum Funa keramik og síðar leirmunagerðina Glit keramik og starfaði í þessum fyrirtækjum. Nærmynd af feðgum ragnar, kjartan og ragnar Stoltur faðir: Ragnar með Kjartan son sinn árið 15. texti: Erla Gunnarsdóttir • myndir: Fjölskyldualbú­m

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.