Ský - 01.06.2007, Page 41
sk‡ 1
Verk hans skreyta útisvæði víða um land
og má þar nefna Stóðið við Hringbraut
í Reykjavík, Mjaltakonuna á Akureyri,
Sjómennina á Ísafirði, Bárð Snæfellsás á
Arnarstapa á Snæfellsnesi og Sjómannskonu
í Grindavík. Hann hélt fjölda einkasýninga
og tók þátt í samsýningum.
Ragnar var um tíma í stjórn Félags
íslenskra myndlistamanna. Hann var
einn af aðalhvatamönnunum að stofnun
Myndhöggvarafélags Íslands árið 1977,
formaður um árabil og síðustu árin
heiðursfélagi. Ragnar var giftur Katrínu
Guðmundsdóttur, bankaritara frá Skaftafelli
í Öræfum, og áttu þau fjögur börn.
Nafn: Kjartan Ragnarsson.
Fæðingardagur: 18. september 1945.
Stjörnumerki: Meyja.
Gæludýr: Ég á hund sem er með mér
öllum stundum, hún Dimma.
Uppáhaldsmatur: Það er til óendanlega
góður matur úr fersku hráefni og
með hugmyndaríkri matargerð getur
útkoman ekki annað en verið góð.
Íslenskt lambakjöt finnst mér gott þegar
ég kem frá útlöndum en lúða er líka
góð. Kjötsúpan hennar mömmu minnar
sem hún eldaði á þriðja í jólum þegar
hún var komin með nóg af steikunum er
einnig mitt uppáhald.
Uppáhaldsdrykkur: Djús á morgnana
og kaffi eftir það, rauðvín með matnum
og Coca Cola inn á milli. Einnig blessað
íslenska tæra vatnið í neyð.
Mottó: Aldrei að segja aldrei.
Listamannamottóið er: Að reyna ekki að
gera svo öllum líki því þá getur vel verið
að einhverjum myndi ekki líka það. Svo
á maður að vera samkvæmur sjálfum sér.
„Faðir minn skipti mig miklu
máli“ - Kjartan Ragnarsson lýsir
föður sínum
Hvernig var samband þitt við föður þinn?
- Það voru aðrir tímar en nú, feður höfðu
miklu minni tíma með börnunum sínum
en þeir geta í dag og pabbi var yngri þegar
hann átti mig en þegar ég átti Ragnar son
minn. Ég hef verið meira með syni mínum
en pabbi var með mig. Á þessum tíma unnu
menn dag og nótt og myrkranna á milli. Ég
kynntist honum helst þegar ég fór að vinna
hjá honum á leirkeraverkstæðinu Gliti.
Hann var mikill aðdáandi og vinur Dieters
Roth og Magnúsar Pálssonar og fleiri
bestu listamenn landsins unnu hjá honum
þannig að það var feikilega gaman að vera
þar innan um allt þetta skapandi fólk.
Aukastarf pabba var sem myndlistarkennari
í Myndlistarskólanum. Hann mátti ekki
vera að neinu nema því sem hann var að
gera en maður fékk að vera með í því. Ég
man til dæmis að ég sat fyrir í heilan vetur
í Myndlistarskólanum grafkyrr og hlustaði
á upplestur á Gerplu Halldórs Laxness en
þá var ég 11 ára gamall. Það var svolítið
sérstakur heimur í kringum pabba, ég man
ekki eftir miklu fjölskyldulífi en Glit og
Myndlistarskólinn voru líf hans og yndi og
maður fékk að vera með í því. Að öðru leyti
var allt gott á milli okkar.
Hvers konar persónuleiki var hann,
hverjir voru kostir hans og gallar?
- Pabbi var frábærlega örlátur í að kenna
og vildi miklu miðla í myndlistinni. Það
er kannski ekki hægt að kalla það galla en
hann stríddi alltaf við hræðslu við að skila
listaverkum. Hann tók listinni á einhvern
hátt sem var hamlandi, svo alvarlega og það
fylgdi því mikill kvíði og þunglyndi sem
hann var að gera. Þeir nafnar eru ólíkir að
því leytinu að Ragnar minn lítur á vinnuna
sem lífsgleði og tekur þetta á sveiflunni.
Þetta er hluti af breyttum tímum en þetta
var viðhorf kynslóðar pabba. Það olli því að
oft var erfitt í kringum pabba vegna kvíða,
hræðslu og að hann lagði ekki í verkin sín.
Hann talaði um að listin væri þjáning, sem
ég hef aldrei skilið, enda hef ég aldrei orðið
listamaður í þeim skilningi. Við feðgarnir,
sem sé ég og Ragnar minn, erum báðir
þannig að við lítum á þá vinnu sem við
erum að gera sem lífsnautn.
Kom aldrei neitt annað til greina en að
skíra soninn í höfuðið á honum?
- Mér fannst það ekki. Það sýnir kannski
hvað pabbi skipti mig miklu máli en ég
man ekki að annað hafi komið til greina.
Ég sé það núna að pabbi var mín helsta
fyrirmynd, bæði varðandi hvernig ég vildi
líkjast honum og svo hvernig ég vildi ekki
líkjast honum.
Ærlegur náungi og góður vinur
minn
síðastliðin þrjú ár hefur kjartan
ragnarsson, forstöðumaður
landnámsseturs Íslands í Borgarnesi,
verið önnum kafinn við að koma setrinu
á fót. nú er ekki síður annasamt starf
hjá honum að reka setrið en vegna
mikillar aðsóknar er stækkun í bígerð
þar sem söguöldinni verða gerð
góð skil.
Hvernig barn var Ragnar sonur þinn?
- Hann var svolítið mikið öðruvísi sem
barn en einkenni hans hafa verið síðar
í lífinu. Framan af var hann þungur og
melankólískur og mjög skapstór. Hann gat
auðveldlega misst stjórn á skapi sínu en ég
þjálfaði hann í að stríða honum svo hann
myndi læra að taka stríðni þegar hann
byrjaði í skóla. Það þurfti ekkert til því þá
sprakk hann í loft upp. Um sex til sjö ára
gjörbreyttist hann og það létta í lundinni
kom fram. Ég held að það sem gerði
honum svo gott var að hann fór að leika í
nærmynd af feðgum
Stoltur faðir: Kjartan með
Ragnar son sinn.