Ský - 01.06.2007, Page 42

Ský - 01.06.2007, Page 42
 2 sk‡ stutt og laggott söngleiknum Land míns föður eftir mig og Atla Heimi Sveinsson, í minni leikstjórn. Verkið gekk í þrjú ár en þar léku Ragnar og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona saman. Ég held að þroskalega hafi þetta verið mjög gott fyrir hann. Hvern­ig tilfin­n­in­g var það að eign­ast dren­g? - Það var dásamleg tilfinning að eignast barn. Ég á fjögur stjúpbörn sem er yndislegt en það er vissulega sérstakt að eiga sitt eigið barn. Nú velur Ragn­ar sér starf listam­an­n­sin­s, hvern­ig er það fyrir þig að han­n­ feti svipaða leið og þú? - Mér finnst það sérlega skemmtilegt. Við höfum ekki alveg farið sömu leið, hann er í myndlistinni eins og afi hans og nafni en þó er það allt önnur myndlist sem Ragnar yngri er að fást við en sá eldri. Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með og bera saman þessa þrjá myndlistamenn sem eru nátengdir mér í gegnum lífið, það er faðir minn, sonur minn sem blandar fleiri ólíkum þáttum saman og svo systir mín, Inga Sigríður Ragnarsdóttir, sem býr í Þýskalandi en hún fæst við nútímamyndlist og er að gera allt aðra hluti en þeir tveir svo þetta er allt mjög spennandi. Hverj­ir eru kostir Ragn­ars og gallar? - Kosturinn hans er tvímælalaust sá að hann er mjög indæll drengur. Hann er búinn að vera mikill vinur minn í gegnum allt líf okkar saman. Gallar hans eru kannski líka kostir hans, það er hvað hann leyfir sér að láta þessa list taka algjörlega stjórnina. Ég veit ekki hvort það sé galli. En hann er mikið ólíkur sér nú eða sem barn því hann er dagfarsprúður og hefur mikið jafnaðargeð. Kannski koma skapsveiflurnar fram í krafti sköpunarinnar í listinni. Hvern­ig er sam­ban­d ykkar feðga? - Jú, við erum tvær fullorðnar manneskjur sem deilum saman vonum, áhyggjum og sorgum. Ragnar er einn besti vinur minn og við trúum hvor öðrum fyrir flestu. Eigið þið sam­eigin­legt áhugam­ál? - Við eigum feikilega mikið sameiginlegt varðandi áhugamál. Ragnar hefur alltaf haft áhuga á leiklist og ég á myndlist. Ég var fararstjóri fyrir Íshesta í hestaferðum til margra ára, hann kom nokkrum sinnum með mér og hafði áhuga á því. Tónlist höfum við báðir mikinn áhuga á, hann er í hljómsveit og ég hef búið til tónlist. Við erum báðir það heppnir að áhugamál okkar eru jafnframt lífsstarf okkar, það eru forréttindi. Hvað gerið þið sam­an­ í frístun­dum­ ykkar? - Við eigum sumarbústað í um tíu mínútna fjarlægð frá Borgarnesi. Ragnar kemur stundum og er með okkur þar. Við erum ekki í golfi eða veiði og fylgjumst ekki með fótbolta, hvorki þeim enska né íslenska. Hann fylgist með Landnámssetrinu og þróun þess og ég fylgist með því sem hann gerir jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Nafn: Rag­nar Kjartansson. Fæðingardagur: 3. febrúar 1976. Stjörnumerki: Vatnsberi. Gæludýr: Ekkert. Uppáhaldsmatur: Ostrur og­ nautasteik. Uppáhaldsdrykkur: Kampavín. Mottó: Kærleikurinn! Árið eitt ævintýri ragnar kjartansson, myndlista- og tónlistamaður, þeysist víða til að sýna myndlist sína og koma fram með hljómsveit sinni, trabant. hann lítur mikið upp til beggja fyrirmynda sinna, það er afa síns og föður, sem hann viðurkennir að hafi verið skemmtilega ólíkir. Hvað hefurðu verið að sýsla un­dan­farið? - Ég er fyrst og fremst alltaf að sýna og gera myndlistina mína út um allar trissur. Þetta ár hefur verið mikið ævintýri þar sem myndlistin hefur leitt mig á undarlega staði. Ég er til dæmis búinn að eiga gullnar stundir með sígaunum í kirkjugarði í Róm og vera með Ladda uppi á Hellisheiði að skjóta úr haglabyssu í morgunsól. Síðan spila ég við og við með hljómsveitinni minni. Framundan er bara áframhaldandi ævintýri og brjáluð vinna. Hvern­ig er sam­ban­d ykkar feðga? - Samband okkar er mjög gott. Við erum miklir mátar og okkur þykir alveg óendanlega vænt hvorum um annan. Eigið þið sam­eigin­legt áhugam­ál? - Hmmm..., pabbi hefur komið mér í ýmis sportleg áhugamál með sér í gegnum tíðina eins og að fljúga svifdreka, í hestamennsku og á skíði. Helsta áhugamálið okkar sameiginlega er að upplifa góðar stundir saman með fólkinu okkar. Já, og náttúrlega listin. Við ræðum mikið saman um menningu og listir. Hvað gerið þið sam­an­ í frístun­dum­ ykkar? - Við eigum eiginlega aldrei neinar frístundir. Þannig að við förum í bíltúra hvor með öðrum meðan annar er eitthvað að snattast og vesenast. Þá er gott að hanga saman, spjalla og/eða hlusta á Rás1 eða KK og Magga Eiríks. Getur þú lýst föður þín­um­, kostum­ han­s og göllum­? - Hann er lífsglaður og kraftmikill maður. Hann er alltaf einhvern veginn 12 ára í skátunum og tekur lífinu fagnandi. Hann grætur yfir kvikmyndum og tónlist. Hann er jákvæður, fyndinn, traustur og hlýr. Hans helsti galli er að hann er oft einhvers staðar annars staðar í hausnum þegar maður er að tala við hann. Ég er þannig líka svo ég held að við séum mátulegir hvor á annan. Hvaða m­in­n­in­gar átt þú af afa þín­um­ og n­afn­a? - Ég man bara eftir rosalegum karakter, skeggjuðum í brúnni skyrtu sem stundi mikið og blístraði. Hann kenndi mér að teikna. Maður fór með honum á vinnustofuna og þar var hann að gera stórar sjómannastyttur. Síðan var farið í Eden í Hveragerði og keyptar pylsur, ein handa mér og tvær handa honum. Hann var rosalega töff kall. Mig langaði alltaf að verða myndlistarmaður eins og hann. nærmynd af feðgum sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.