Ský - 01.06.2007, Page 44

Ský - 01.06.2007, Page 44
  sk‡ nærmynd af feðgum Stundum leitaði hann til pabba síns til að gera betur. En því er ekki að leyna að oftast mun það hafa valdið drengnum nokkrum vonbrigðum hvað faðirinn hafði takmarkaða yfirburði,“ segir Páll brosandi og bætir jafnframt við: „Þegar hann var beðinn að taka að sér þrælerfitt hlutverk í Öskubusku Rossinis var hann lengi á báðum áttum hvort hann treysti sér til þess. En svo fór að fyrir það hlutverk hlaut hann tilnefningu sem söngvari ársins á uppskeruhátíð leiklistarinnar, Grímunni. Það má því segja að það sé galli á manni að vera svo kröfuharður við sjálfan sig að vegna þess geti hann misst af bestu tækifærunum. Ó­neitanlega er sá eiginleiki kostur í aðra röndina.“ Íslenska söngvasafnið í rökkrinu Páll segir sönginn frekar liggja í móðurætt Bergþórs heldur en hjá sér en þó hafi hann fengið sönguppeldi að hluta. „Pabbi minn hafði þann sið að safna börnunum sínum sjö saman í rökkrinu og kenna þeim lögin úr Íslenska söngvasafninu, fjárlögunum svonefndu. Þegar ég var barn kom á heimilið orgel, sem hafði reyndar verið í eigu Jóns Pálssonar, föðurbróður Páls Ísólfssonar. Auðvitað varð þá léttara að syngja saman og stundum komu unglingar af næstu bæjum og æfðu með okkur margraddaðan söng. Einhverjir þeirra töldu sig hafa haft gott af því í kórastarfi síðar á ævinni,“ útskýrir Páll og aðspurður um hvaðan tónlistin komi hjá syni hans svarar hann: „Börnin mín voru svo ljónheppin að Hulda móðir þeirra stendur föður þeirra framar um tónvísi og raddgæði. Mitt helsta framlag til tónlistar var að á námsárum í Stokkhólmi nurlaði ég fyrir hljómfögru sænsku píanói. Þegar Bergþór kom úr Réttarholtsskólanum á daginn forðaðist hann samtöl og aðrar truflanir en gekk hljóðlega og greiður í spori að hljóðfærinu inni í stofu og gleymdi sér þar dágóða yndisstund áður en hann þáði nokkra hressingu hjá móður sinni í eldhúsinu.“ Nafn: Berg­þór Pálsson. Fæðingardagur: 22. október 1957 (vek athyg­li á því að­ nú er árið­ 2007). Stjörnumerki: Vog­. Gæludýr: Eng­in, en ef é­g­ byg­g­i í einbýlishúsi ætti é­g­ sennileg­a íslenskan hund. Uppáhaldsmatur: Kjúkling­ur, nýr feitur fiskur, ólífuolía og­ hvítlaukur. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. Mottó: Öll é­l styttir upp um síð­ir. Um margt ólíkir Bergþór Pálsson segist stundum öfunda börn nútímans af því að eignast karaókítæki sem leikfang því hans helsta þrá sem barn var að eignast míkrófón. annars var hann meðfærilegur, lífsglaður og forvitinn krakki að eigin sögn, ekki svo mjög ólíkt því sem hans eigin sonur er. „Aftur á móti var ég óþolinmóður, mér fannst leiðinlegt að ferðast lengi í bíl og ryk á malarvegum var mér ekki að skapi. Helst vildi ég hafa breskan hefðarsvip á öllu umhverfi og linnti ekki látum fyrr en mamma var búin að sauma lokrekkju og satínáklæði á rúmið mitt,“ útskýrir Bergþór og hlær. Aldrei óperusöngvari! Að sögn Bergþórs bjó Bragi sonur hans í þremur löndum sem barn og hefði kannski samkvæmt formúlunni átt að verða rótlaus og erfiður unglingur en svo heppilega vildi til að hann var sjálfstæður, góður á manninn og hvers manns hugljúfi. „Þegar við foreldrarnir fórum til náms í Ameríku keyrðum við hann fram og til baka í kerru og þá vorum við oft stoppuð af eldri konum sem hrópuðu upp yfir sig: He’s a darling! Það má segja að það hafi fylgt honum alla tíð að vera sjarmatröll. Hann var léttur í skapi, hjálpsamur félagi og ákaflega góður við sér yngri börn. Þótt hann væri frekar viðkvæmur inn við beinið var hann afspyrnu harður af sér. Hann er reyndar hrútur og varð því yfirleitt ekki haggað ef hann beit eitthvað í sig. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir foreldrana sem voru ekki minna þrjóskir,“ segir Bergþór og bætir jafnframt við: „Hann átti aldrei í vandræðum með að safna í kringum sig skemmtilegum vinum og var gjarnan hávær í hópi. Bragi þurfti auðvitað að sitja óteljandi óperuæfingar og sem unglingur notaði hann þekkingu sína og skopskyn óspart til að gera grín að óperusöng með hinum og þessum stælum, svo að vinirnir lágu stundum í gólfinu og grenjuðu af hlátri. Raunar kom þá strax í ljós að hann hafði óvenjulegt raddefni, svo að ömmu hans fannst hún ætla að þeytast út úr herberginu þegar hljóðin voru sem mest, en hann sat við sinn keip; óperusöngvari skyldi hann aldrei verða. Því var heldur ekki haldið að honum en að lokum ákvað hann það sjálfur, enda fann hann sig fljótt í því.“ Fullkomnunarárátta og hárfínt skopskyn Þeir feðgarnir, Páll, Bergþór og Bragi eru um margt ólíkir en Bergþóri vefst ekki tunga um tönn þegar hann lýsir föður sínum og syni. „Páll, faðir minn, er nákvæmur vísindamaður af guðs náð og óvenjulegur að því leyti að áhugasviðið er gríðarlega víðfeðmt. Hann hefur ríka réttlætiskennd, er hjálpsamur og má ekkert aumt sjá, - veiðir flugur í glas og fer með þær út frekar en að aflífa þær, - en getur verið harður í horn að taka ef að honum er vegið með ósæmilegum hætti. Jón bróðir hans segir að í æsku hafi hann helst ekki viljað taka að sér verk nema hann gæti gert það vel. Ég býst við að fullkomnunaráráttan sé honum stundum til trafala en varla er þó hægt að telja það galla,“ útskýrir Bergþór og segir einnig: „Bragi, sonur minn, hefur hárfínt skopskyn og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega. Hann hefur gríðarlegt innsæi og áttar sig því á fólki og lagar sig að aðstæðum eins og fiskur í vatni. Ó­sérplægni er líka einn af hans höfuðkostum en af þeim sökum gæti hann þurft að beita sig hörðu þegar kemur að því að feta sig í óvægnum heimi söngsins.“ Gangandi alfræðiorðabók Í haust mun Bergþór stíga á stokk í Íslensku óperunni með syni sínum. Einnig mun þá koma út bók eftir Bergþór sem fjallar Borgþór gefur í haust ú­t bókina Vinamót um veislur og borðsiði.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.