Ský - 01.06.2007, Síða 55

Ský - 01.06.2007, Síða 55
 sk‡ 55 Hollt og gott Og­ ávallt hoppar hjarta mitt af kæti ef horfi é­g­ á g­ullnu torg­in þín. Ó, borg­, mín borg­, é­g­ lofa ljóst þín stræti þín lág­u hús, þitt g­ull og­ brennivín.“ Mörgum árum seinna gaf hljómsveitin Brimkló út lag við kvæði Vilhjálms, Herbergið mitt, en það kvæði er meðal þekktustu ljóða skáldsins. Þar ríkir léttúð og kaldhæðni á yfirborðinu en sár beiskja undir. „Herberg­ið­ mitt er hljóð­látt eins og­ kirkja sem húkir um nóttu, prestlaus upp til dala. Hé­r mundi hverjum sælt að­ sitja og­ yrkja satírísk ljóð­ um hænur, sem að­ g­ala. Beint fyrir utan litla, lág­a g­lug­g­ann ljósmáluð­ þökin húmblæjurnar dekkja. Herberg­ið­ mitt er hafið­ inn í skug­g­ann af hönd, sem hvorki é­g­ né­ að­rir þekkja. ... Undir súð­inni að­ norð­an hang­ir ljótur listi. Lé­ttfættar rottur tifa á bak við­ þilið­. Á borð­inu stendur mynd af mé­r og­ Kristi, mönnunum, sem eng­inn hefur skilið­. „ Samtíminn hefur ekki alveg gleymt ljóðum Vilhjálms því til er fallegt lag eftir Magnús Eiríksson við ljóð Vilhjálms sem heitir Jesús Kristur og ég. Skáldið er bljúgt og en gamansemin er þó aldrei langt undan og lokalínur síðasta erindisins eru mörgum kunnar. „Hé­r sit é­g­ einn með­ sjálfstraustið­ mitt veika, á svörtum kletti er aldan leikur við­. Á milli skýja tifar tung­lið­ bleika og­ trillubátar róa fram á mið­. Af synd og­ fleiru sál mín virð­ist brunnin. Ó, sestu hjá mé­r, g­óð­i Jesú nú, því bæð­i ertu af æð­stu ættum runninn og­ eng­inn þekkir Guð­ betur en þú. ... Og­ um það­ mál við­ aldrei meg­um kvarta því uppi á himnum slíkt er kallað­ suð­. En ósköp skrýtið­ er að­ eig­a hjarta sem ekki fær að­ tala við­ sinn g­uð­. Hver síð­astur þú sag­ð­ir yrð­i fyrstur, en svona varð­ nú endirinn með­ þig­. Og­ úr því að­ þeir krossfestu þig­, Kristur, hvað­ g­era þeir við­ ræfil eins og­ mig­?“ Eins og Helgi Sæmundsson bendir réttilega á í formála sínum að ljóðasafni Vilhjálms hlífði Vilhjálmur aldrei sjálfum sér og afsakaði aldrei það líferni sem segja má að hafi eyðilagt líf hans og hamlað þroska hans sem skálds. Sem dæmi má taka þetta brot úr ljóðinu Jarðneskt ljóð úr bókinni Vort dag­leg­a brauð­ og má hafa í huga að þarna yrkir tæplega þrítugur maður sem metur líf sitt ekki mikils. „Þú hefur sjálfur sett þitt líf í strand og­ selt þig­ allan lífsins versta fjanda. - Þig­ seiddi ung­an auð­leg­ð­ þeirra landa, sem áttu g­ull í hrúg­um líkt og­ sand. Þar namstu land og­ byg­g­ð­ir bú þitt allt, en blessun auð­sins hvarf þé­r fyrr en varð­i. Þótt g­ullið­ ylti upp úr þínum g­arð­i sem undrablóm, var hjartað­ tómt og­ kalt.“ Skáldsagan sem aldrei var skrifuð En hvernig skáld var svo Vilhjálmur? Hér verður fátt til fanga því viðamiklar greiningar á skáldskap hans liggja ekki fyrir af hálfu til þess bærra fræðimanna. Aftur verður því leitað til formála Helga Sæmundssonar að áðurnefndu ljóðasafni, Rósir í mjöll, en þar fjallar Helgi nokkuð um skáldskap Vilhjálms. Helgi telur fyrstu bók hans byrjendaverk sem enga athygli hafi fengið enda skáldið ekki vaxið vanda sínum og Helgi tekur fram að það hafi ekki þótt nein sérstök tíðindi í Reykjavík árið 1931 þótt reykvískur verkamannssonur ætlaði að verða skáld. Þegar Vort dag­leg­a brauð­ kom út 1935 kvað við annan tón því Vilhjálmur hafði dvalist erlendis við nám á lýðháskóla og orðið fyrir áhrifum frá stórum pólitískum hugmyndum sem fóru sem eldur í sinu um álfuna alla á þessum tímum. Hann gerist í þeirri bók málsvari heimsbyltingar öreiganna og eggjar íslenska alþýðu til dáða. Helgi segir að vinnubrögð Vilhjálms í þessari bók séu vandaðri en skáldið sé hraðvirkt og skapmikið og því skorti ljóðin fágun og vandvirkni. Í þessari bók birtust nokkur þeirra kvæða sem sköpuðu Vilhjálmi hvað mestan orðstír eins og Herbergið mitt. Helgi segir að bókinni hafi verið vel tekið og Jakob Jóhann Smári hafi birt sanngjarnan og merkilegan dóm um hana í Eimreið­inni og Helgi telur þessa bók eina af eftirtektarverðustu ljóðabókum fjórða áratugarins á Íslandi. Um Sól og­ menn sem kom út 1948 segir Helgi að mörg kvæðanna séu snotrari í fjarlægð en návist og kvartar undan skorti á vandvirkni. Hann segir að síðasta bók Vilhjálms, Blóð­ og­ vín frá 1958, sé í tengslum við Sól og­ menn og mörg ljóðanna vitni um færni og íþrótt skáldsins. Helgi segir að eitt síðasta skiptið sem hann hitti Vilhjálm á förnum vegi hafi skáldið enn einu sinni fært í tal að það vildi rita skáldsögu um hrakninga sína í undirheimum Reykjavíkur á kreppuárunum. Úr því varð aldrei og ekki er vitað hvort Vilhjálmur hóf ritun þessarar sögu einhvern tímann en þar hefði getað orðið til fróðleg innsýn í samfélag sem voru eins konar launhelgar útigangsmanna og ekki sýnilegar öðrum. Í ævisögu Jóns Kristófers kadetts, sem Jónas Árnason færði í letur 1962 og heitir Syndin er lævís og­ lipur, minnist höfundur á boðaða skáldsögu Vilhjálms og segir þar orðrétt: „Auk þess hef ég heyrt að Vilhjálmur vinur minn frá Skáholti sé að setja saman bók um Strætið og ég þykist vita að þar sé á málum haldið af þeim gáfum og glöggskyggni sem sæmi viðfangsefninu. (Annars grunar mig að Vilhjálmur hafi aldrei viðurkennt sig sem Hafnarstrætisþegn í þess orðs fyllstu merkingu. Hann hefur nefnilega, eins og öllum er kunnugt, alltaf drukkið í laumi.“) Þarna sést að umrædd skáldsaga Vilhjálms hefur verið margboðuð löngu áður en hann Vilhjálmur frá skáholti

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.