Ský - 01.06.2007, Page 57
skotin í Dallas 22. nóvember 1963 bergmála enn því morðið á John F. Kennedy forseta (1917-1963)
hefur aldrei fengist upplýst svo óyggjandi
þyki. Var Lee Harvey Oswald bara galinn
hatursmaður Kennedys og var banamaður
Oswalds, Jack Ruby, aðeins heltekinn af
atburðunum - eða voru þeir handbendi
skuggaafla í þjóðlífinu? Og var Sirhan
Sirhan morðingi Roberts Kennedys (1925-
1968) einn að verki á Ambassador hótelinu
í Los Angeles 5. júní 1968 eða voru sömu
aðilar þar að verki og myrtu forsetann rétt
eins og Jackie Kennedy ekkja hans hafði
spáð að myndi henda mág hennar?
forseti. Í þessari fjölskyldu var ekkert sem
hét að vera sá næstbesti - aðeins þeir sem
náðu lengst töldust með og þannig var það í
öllum leikjum fjölskyldunnar: alltaf keppt til
sigurs. „Það er ekkert að marka að vera annar
eða þriðji,“ varð föðurnum gjarnan að orði,
„vinnið!“ John var næstelstur og fór ekki
varhluta af metnaði föðurins en Bobby sem
var sá þriðji yngsti var mömmudrengurinn
sem faðirinn lét í friði.
Áður en John gekk í herinn lauk hann
prófi frá Stanford í alþjóðastjórnmálum.
Bæði Joseph og John börðust hetjulega
í seinni heimsstyrjöldinni en áherslurnar
í fjölskyldunni breyttust snarlega þegar
Joseph fórst í misheppnaðri flugárás. Bobby
Tæpum fjörtíu árum eftir morðið á Robert
eða Bobby eins og hann var kallaður er enn
ekkert lát á bókum um morðin. Nýjasta
bókin ‘Brothers’ eftir blaðamanninn David
Talbot fer í saumana á sambandi bræðranna
og hvað Robert áleit í raun og veru um
morðið á bróður sínum. Opinberlega tók
hann aldrei undir samsæriskenningar en
bókin segir aðra sögu um skoðun hans.
„Vinnið!“
Bræðurnir voru synir Josephs Kennedys,
auðugs umsvifamanns af kaþólskum írskum
ættum. Faðirinn stjórnaði fjölskyldu sinni og
börnunum níu með harðri hendi og ætlun
hans var að elsti sonurinn og nafni hans yrði
Samsæri
eða hatursmorð?
morðin á john f. kennedy Bandaríkjaforseta og síðar bróður hans robert
hafa orðið efni í margar samsæriskenningar - og ekkert lát er á bókum og
heimildamyndum um morðin eins og sigrún Davíðsdóttir rekur.
morðin á kennedy-bræðrunum:
texti: Sigrún Davíðsdóttir • myndir: Ýmsir
sk‡ 57