Ský - 01.06.2007, Page 58
58 sk‡
Svanfríður Jónasdóttir
bæjarstjóri við sundlaugina
í Dalvíkurbyggð.
var á nítjánda ári þegar Joseph dó. Vegna
aldurmunar hans og Johns höfðu þeir varla
alist upp saman en eftir lát Josephs voru
þeir ekki aðeins bræður heldur bestu vinir.
Vináttusambandið innsigluðu þeir með
löngu ferðalagi strax eftir stríðið.
Bobby tók próf í lögfræði frá Harvard
og varð fyrstur systkinanna til að festa ráð
sitt, giftist Ethel Skakel þegar hann var 24
ára. Hún var af auðugum kaþólskum ættum
líkt og Bobby, hress íþróttakona. Fyrsta barn
þeirra fæddist tæpu ári eftir brúðkaupið
og ellefta barn þeirra fæddist nokkrum
mánuðum eftir að Bobby lést.
John stefndi á stjórnmálaframa og þegar
hann bauð sig fram til öldungadeildarinnar
1953 kom Bobby eins og kallaður til að reka
kosningabaráttuna. Bobby varð lögfræðilegur
ráðgjafi nefndar sem barðist gegn skipulagðri
glæpastarfsemi, John sat í nefndinni. Bobby
vann ötullega að því að hnekkja veldi hins
illræmda Jimmy Hoffa verkalýðsleiðtoga
með Mafíutengsl sem Bobby talaði um sem
holdtekningu hi s illa en Hoffa var ekki
dæmdur fyrr en 1964. Hann var náðaður
af Richard Nixon forseta 1971 en hvarf svo
hindraði hann þó ekki í að eltast hömlulaust
við kvenfólk og var ekkert að fela það fyrir
samstarfsmönnum sínum. Á þessum árum
var J.Edgar Hoover ofurmáttugur yfirmaður
Alríkislögreglunnar, FBI. Bobby vissi að
Hoover hafði safnað óþægilegu efni um
forsetann og gætti þess vel að styggja ekki
Hoover því hann vissi sem var að Hoover
myndi ekki hika við að nota efnið til að
þvinga sitt fram ef með þyrfti.
Þremur mánuðum eftir embættistöku
Johns lét hann tilleiðast að styðja áætlanir CIA
um innrás á Kúbu til að kveikja í andstöðu
heimamanna gegn kommúnistastjórn
Fídels Castros - en innrásin misheppnaðist
hrapallega því innrásarliðinu var öldungis
ekki tekið sem frelsandi englum, frekar en
í hliðstæðum aðgerðum Bandaríkjamanna
síðar. Á næstu árum voru gerðar átta
misheppnaðar tilraunir til að ráða Castro af
dögum. Vísast var CIA að verki en umdeilt
hvort forsetinn og dómsmálaráðherrann hafi
vitað af því.
Í október 1962 fréttist að Sovétmenn
væru að koma upp búnaði á Kúbu sem mætti
nota til kjarnorkuárása á Bandaríkin. Í fyrstu
sporlaust 1975 - og auðvitað eru margar
kenningar um örlög hans.
Athyglin var alltaf á John, ekki Bobby,
og þannig vildi yngri bróðirinn hafa það.
John giftist Jacqueline Bouvier 1953 - líkt og
Ethel var hún af auðugum kaþólskum ættum
en fátt annað var líkt með mágkonunum.
Jackie féll að glæsiímynd Johns, Ethel hæfði
lágværu fjölskyldulífinu sem Bobby kaus.
Forsetinn og
dómsmálaráðherrann
Þegar John fór að undirbúa kosningabaráttu
sína 1959 hætti Bobby starfi sínu hjá
þingnefndinni. Eftir nauman sigur varð John
forseti 1960 og gerði þá hinn 35 ára Bobby
að dómsmálaráðherra. Útnefningin var
umdeild en John sinnti ekki gagnrýninni og
Bobby reyndist vandanum vaxinn. Samband
bræðranna var svo náið að þeir virtust alltaf
vita hvað hinn hugsaði og botnuðu setningar
hvor annars.
Bobby bar botnlausa virðingu fyrir
bróður sínum og studdi hann með ráðum og
dáð. John hafði verið heilsuveill frá því hann
var ungur og var hrjáður af bakverkjum. Það
Þrír bræður, Robert, Edward og John árið 161.