Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 8
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ➜ Íslandi var meðal annars haldið fyrir utan ráðstefnuna Our Ocean sem fjallaði um málefni fiskveiða og hafsins SJÁVARÚTVEGUR Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæð- isins. Íslandi var ekki boðin þátt- taka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kan- ada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hval- veiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins til utanríkisráðuneyt- isins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í sam- komulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í sam- komulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkis- ráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskaut- inu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verð- ur að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verð- ur þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiði- skip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrir mælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknar- vettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norður- heimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum sam- komulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkj- unum barst í apríl í fyrra tilskip- un frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á við- eigandi vettvangi og meðal ann- ars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um mál- efni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneyt- ið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strand- ríkja ræddu sjálfbærar fiskveið- ar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hval- veiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. stefanrafn@frettabladid.is Skautuðu fram hjá Íslandi Fimm ríki gerðu með sér samning um veiðar á norðurheimskautinu án aðkomu Íslands. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins eiga aðeins ríki með efnahagslögsögu að pólnum aðild að samningum. HVALVEIÐAR Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum „týnast í pósti“? FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Pamela Anderson, leikkonan sem gerði garðinn frægan í sjón- varpsþáttunum um strandverðina, er ötull talsmaður dýravernd- ar og mikill andstæðingur hvalveiða. Þann 5. júlí síðastliðinn sendi Pamela Pútín Rússlandsforseta bréf þar sem hún biðlaði til hans um að stöðva skipið Winter Bay sem flutti íslenskt hvalkjöt til Japans. Paul Watson er vafalaust einn óvinsælasti maður á Íslandi en frægt var þegar Watson og aðgerðasinnar úr samtökunum Sea Shepherd sökktu tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986. Watson hefur leitt hvalaverndunarsamtökin Sea Shepherd frá árinu 1977 en samtökin hafa barist harkalega gegn hvalveiðum um allan heim. Barack Obama Bandaríkjaforseti er eflaust ekki jafnharður í sinni afstöðu og þau fyrrnefndu en það er sjaldgæft að Bandaríkjafor- setar beini sjónum sínum að litla Íslandi. „Ég held við verðum að beina sjónum okkar frekar að hvalveiðum Íslendinga og hvetja þá til að hætta hvalveiðum og styðja frekar alþjóðlegar verndunar- aðgerðir,“ skrifaði Obama í bréfi til Bandaríkjaþings í janúar 2014. Þrír andstæðingar hvalveiða íslands NÝR NISSAN NOTE VISIA, DÍSIL, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 2.850.000 KR. NÝR R NISSAN PULSA YÐSLA 3,6 L/100 KMACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR – E * 3.590.000 KR. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M E N N E M M / S ÍA / S ÍA / N M 6 9 / N M 6 9 5 3 4 5 3 4 *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. DÓMSMÁL Héraðsdómur Vest- fjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela 1.376 lítrum af bensíni úr sjálfsala N1 á Suðureyri. Verð- mæti eldsneytisins var 300 þús- und krónur. Maðurinn notaði heimildar- laust viðskiptakort Björgunar- sveitarinnar Bjargar á Suðureyri til þess að svíkja út bensínið. - jóe Notaði kort í leyfisleysi: Stal yfir 1.300 bensínlítrum SUÐUREYRI Maðurinn notaði bensín- kort Björgunarsveitarinnar Bjargar í leyfisleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVONA ERUM VIÐ 18.324 sjónvarpstæki voru flutt til landsins á árunum 1999 til 2015. Á sama tíma voru 7.345 útvörp flutt til landsins. 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 9 -F F 1 C 1 5 8 9 -F D E 0 1 5 8 9 -F C A 4 1 5 8 9 -F B 6 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.