Fréttablaðið - 23.07.2015, Síða 25

Fréttablaðið - 23.07.2015, Síða 25
Miðbæjarstíll Svanhildur Heiða Snorradóttir vekur oft athygli fyrir skemmti- legan klæðaburð. SÍÐA 2 Konur og mótorhjól Nú stendur yfir sýning á Akur- eyri á mótorhjólum og munum sem tengjast þeim. SÍÐA 4 Unnur Sara Eldjárn, söng-kona, gítarleikari og lagahöfundur, bjó sér til fatastíl sem tónlistarmaður sem er ólíkur því hvernig hún klæðir sig dagsdaglega. Hún spilar mjög mikið og við alls konar tilefni, er nýbúin að gefa út plötu sem ber nafn hennar og hún var hluti af listhóp Hins hússins í sumar auk þess sem hún er alltaf með ein- hver járn í eldinum. Það skiptir hana máli í hvernig fötum hún spilar, þau þurfa bæði að vera þægileg og áberandi. „Ég keypti bol í Maníu á Laugaveginum og valdi pils úr Zöru við. Mér fannst hann svo sumarlegur og skemmtilegur og henta vel þegar ég er að koma fram. Svo keypti ég kjól í París sem ég nota oft á tónleikum. „Ég er meðvituð um að vera alltaf í einhverju áberandi og litríku þegar ég spila og svo er auðvitað mikilvægt að vera fínn. En það er munur hvort ég er að velja fín föt fyrir partí eða þegar ég er að koma fram. Partífötin eru oft miklu látlausari.“ Þessar ólíku áherslur urðu til í upphafi ferilsins. „Ég uppgötvaði það þegar ég var að byrja að koma fram, þá fór ég í fínan látlausan kjól og fannst hann mjög flottur. Svo sá ég mynd af mér á sviði og fannst þetta ekki koma vel út og síðan hef ég alltaf haft í huga að kaupa aðeins meira áberandi flík- ur til að spila í en ég myndi ann- ars gera.“ Henni finnst tónleikar ekki snúast eingöngu um tónlist- ina þó hún skipi auðvitað fyrsta sætið. „Maður þarf að huga að heildarmyndinni. Þetta sjón- ræna skiptir mjög miklu máli, sviðsframkoma og klæðaburður, meira að segja þegar ég er að deila upplýsingum um tónlistina mína á Facebook, skiptir máli að ég setji inn flottar myndir þar sem ég er í litríkum og áberandi fötum.“ Hún segir að gítarinn ráði líka stundum í hverju hún er. „Það getur þvælst fyrir að vera í peysu eða bol með kögri og svo spila ég aldrei með naglalakk því það spænist af þegar ég er að spila.“ Hún fer oft í Gyllta kött- inn að leita sér að fötum, bæði í spilamennskuna og hversdags- lífið. „Ég vel föt eftir því sem mér finnst flott, er ekkert að pæla í tísku eða merkjum. Og fötin fara manni alltaf vel ef manni finnst þau flott sjálfum.“ Hún er einnig fyrir fylgihluti. „Ég er mikið fyrir að vera með stórar og áberandi hálsfestar, ekki síst þegar ég er í látlausari fötum.“ Aðalfylgihluturinn þessa dagana stendur henni nærri enda með mikla sögu. „Ég á eina gítaról sem er svakalega litrík og það stendur „Funky Music“ á henni. Pabbi minn, Kristján Eldjárn gítarleikari, átti hana og ég er nýbyrjuð að nota hana. Hún dregur alltaf að sér athygl- ina og þá þurfa fötin ekki að vera neitt svakalega ýkt.“ Þeir sem vilja fylgjast með þessari ungu og áhugaverðu tónlistarkonu og verkefnum hennar geta fundið hana á Facebook/unnursara. FUNKY MUSIC Gítarólin dregur að sér athyglina. GÍTARÓLIN VEKUR ALLTAF ATHYGLI MEÐVITUÐ Unnur Sara Eldjárn, söngkona og lagahöfundur, klæðir sig öðru- vísí þegar hún kemur fram sem tónlistarmaður en þegar hún fer í partí. Hún hefur gaman af áberandi fylgihlutum og þar er gítaról í miklu uppáhaldi. 60% afsláttur! Opið til kl. 21 TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 Skipholti 29b • S. 551 0770 Ný sending af haustvörum frá Allar vö rur frá Marina Rinald i person a 50% afsláttu r! ÚTSALA – ÚTSALA lækkum allar vörur frá Marina Rinaldi/Persona á útsölunni í 50% afslátt. Vertu velkomin. 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -F 5 3 C 1 5 8 9 -F 4 0 0 1 5 8 9 -F 2 C 4 1 5 8 9 -F 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.