Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 50
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42
VERÐLAUNAHAFARNIR Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-
deildar kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Topplið Breiðabliks hlaut flestar
viðurkenningar en Blikar áttu fimm leikmenn í úrvalsliði fyrri umferðarinnar: Sonný
Láru Þráinsdóttur, Málfríði Ernu Sigurðardóttur, Hallberu Gísladóttur, Guðrúnu
Arnardóttur og Fanndísi Friðriksdóttur sem var jafnframt útnefnd besti leikmaður
fyrri umferðarinnar. Besti þjálfarinn kom einnig úr röðum Breiðabliks (Þorsteinn
Halldórsson) og þá áttu Blikar bestu stuðningsmennina. Bríet Bragadóttir var valin
besti dómarinn. Selfoss og Stjarnan áttu tvo fulltrúa hvort í úrvalsliðinu og Valur og
Fylkir einn. Viðtöl við verðlaunahafa má finna á Vísir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Þátttöku íslenskra liða í
Evrópukeppnum gæti lokið í kvöld
en bæði FH og KR eru einu marki
undir fyrir leiki kvöldsins. KR
mætir norska stórveldinu Rosen-
borg en FH mætir Inter Baku í
Aserbaídsjan. Lið FH sem ferðað-
ist til Aserbaídsjan er vængbrot-
ið en Róbert Örn Óskarsson er í
leikbanni og verður því hinn 44
árs gamli Kristján Finnbogason í
markinu hjá FH .
Þá verða Steven Lennon, Guð-
mann Þórisson og Atli Viðar
Björnsson fjarverandi. Heimir
viðurkenndi að ekki væri um óska-
undirbúning að ræða.
„Sem betur fer eru allir aðrir
klárir, þetta er ákveðin prófraun
á aðra leikmenn. Þeir eru sterkari
á heimavelli en við sáum í fyrri
leiknum að við eigum möguleika ef
við eigum góðan leik,“ sagði Heim-
ir sem var viss um að hinn 44 ára
gamli Kristján myndi standa sig í
markinu.
„Hann er ótrúlegur, hann er
búinn að vera frábær á æfingum.
Hann er í toppstandi og virðist
bara verða betri með aldrinum.“
Í Þrándheimi mæta KR-ingar til
leiks eftir 0-1 tap á heimavelli. KR-
ingar áttu ágætis rispur í leiknum
en til þess að stríða norska stór-
veldinu þurfa þeir að eiga toppleik.
„Það er smá óvissa með Þor-
stein Má en annars eru allir klár-
ir í slaginn. Við getum spilað betur
en í síðasta leik en við vitum það
að þeir eru með ógnarsterkt lið og
munu eflaust spila betur en í fyrri
leiknum. Þetta er það stórt lið og
kröfur eru gerðar til spilamennsk-
unar þannig að við verðum að eiga
toppleik til að eiga séns á að kom-
ast áfram, til að byrja með þurfum
við að halda hreinu og við reynum
að vinna út frá því,“ sagði Bjarni
Guðjónsson, þjálfari KR. - kpt
Þetta er prófraun á leikmennina
Vængbrotið lið FH mætir Inter Baku en á sama tíma leikur KR gegn Rosenborg.
PRÓFRAUN Heimir vonar að aðrir
leikmenn stígi upp í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
GOLF Það má búast við galopnu
Íslandsmóti í höggleik á Garða-
velli á Akranesi en mótið hefst í
dag og lýkur á sunnudag. Þetta er
í 74. sinn sem Íslandsmótið í högg-
leik er haldið og fer það nú fram á
Garðavelli í annað sinn.
Allir okkar sterkustu kylfingar
eru með fyrir utan Birgi Leif Haf-
þórsson sem valdi frekar að spila
á sterku móti í Áskorendamótaröð
Evrópu í Frakklandi um helgina.
„Hann hefur líklega aldrei spil-
að betur á ferlinum en nú,“ sagði
landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson
sem styður ákvörðun Birgis Leifs.
„Það er um að gera fyrir hann
að taka þátt í jafn sterku móti og
þessu.“
Birgir Leifur hefur, rétt eins og
Úlfar og Björgvin Þorsteinsson,
unnið sex Íslandsmeistaratitla en
þarf að bíða eftir þeim sjöunda.
Úlfar getur reyndar aftur tekið
fram úr þeim Birgi Leifi og Björg-
vini með sigri um helgina.
„Ég hef reyndar ekki mikl-
ar væntingar til þess en það er
gaman að vera með. Völlurinn er
flottur,“ sagði Úlfar í léttum dúr.
Atvinnukylfingarnir með
Atvinnukylfingarnir Ólafía Þór-
unn Kristinsdóttir og Valdís Þóra
Jónsdóttir taka þátt í mótinu en
þær hafa staðið sig vel á LET
Access-mótaröðinni í Evrópu í
sumar. Ólafía Þórunn er ríkjandi
meistari og á sínu fyrsta ári í
atvinnumennskunni. Hún segir
að því fylgi líklega meiri pressa
að keppa á Íslandsmótinu sem
atvinnumaður en áhugakylfingur.
„Ég er mjög ánægð með sumar-
ið. Þetta hefur verið mikil og góð
reynsla fyrir mig,“ segir hún. „Ég
hef lært mikið um hvernig maður
á að hugsa úti á vellinum sjálf-
um og fyrir mót. Vonandi held ég
áfram að bæta mig í því.“
Hún á von á harðri baráttu enda
alls sex keppendur á mótinu sem
hafa orðið Íslandsmeistarar áður.
„Ég á von á því að skorið verði
mjög gott,“ segir hún.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á
skráða lægstu forgjöf allra kepp-
enda í kvennaflokki [-1,5] en á þó
enn eftir að vinna Íslandsmeist-
aratitilinn.
„Ég hef stefnt að því að vinna
þetta mót í mörg ár. Það er draum-
urinn að verða Íslandsmeistari,“
segir Guðrún Brá. „Ég held að
þetta muni ráðast af púttunum og
ég á ágæta möguleika í þeirri bar-
áttu. Ég mun spila til sigurs eins
og í öllum mótum,“ segir hún.
Reikna má með því að Heiða
Guðnadóttir, sem hefur heldur
ekki orðið Íslandsmeistari á sínum
ferli, blandi sér einnig í barátt-
una af fullum krafti en hún varð
Íslandsmeistari í holukeppni fyrr
í sumar og er efst að loknum fjór-
um af sex mótum Eimskipsmótar-
aðarinnar.
Nálgast markmið sín
Keppni verður einnig hörð í karla-
flokki. Kristján Þór Einarsson er
efstur á stigalistanum á Eimskips-
mótaröðinni og vann gull á Smá-
þjóðaleikunum með miklum yfir-
burðum. Axel Bóasson vann hins
vegar langþráðan Íslandsmeistara-
titil í höggleik og mætir til leiks
með fullt sjálfstraust.
„Ég er hægt og rólega að nálg-
ast mín markmið eftir að gengið
í byrjun sumars var upp og ofan,“
segir Axel. „En það er frábært að
sjá hversu margir sterkir kylfing-
ar eru með og eiga möguleika í ár.
Við viljum hafa það þannig.“
eirikur@frettabladid.is
Ræðst af púttunum
Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag. Birgir Leifur Hafþórs-
son er ekki með en að honum undanskildum eru allir bestu kylfi ngar landsins
með. Landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson tekur nú þátt í fyrsta sinn síðan 2011.
SKOTIÐ ÚT Á HAF Kylfingarnir sýndu listir sínar í gær þegar þeir slógu af Selfossi
við Reykjavíkurhöfn á litla eyju sem búið var að koma fyrir úti á hafi, með mis-
góðum árangri. Hér slær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Ásmundur Arnarsson, sem rekinn var frá Fylki í
Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar, var í gær ráðinn þjálfari ÍBV
út tímabilið. Honum er gert að bjarga Eyjamönnum frá falli, en
liðið er í tíunda sæti með ellefu stig eftir tólf umferðir.
Jóhannes Harðarson, þjálfari ÍBV, heldur áfram í leyfi
vegna persónulegra ástæðan, en hann snýr ekki aftur á
þessu tímabili. Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjamönnum í
fjarveru Jóhannesar og unnið alla þrjá leiki sína; tvo í deild
og einn í bikar.
Ásmundur stýrði Fylkisliðinu í þrjú og hálft ár, en dapurt
gengi liðsins á tímabilinu eftir öflug leikmannakaup urðu
honum að falli í Árbænum. Hermann Hreiðarsson tók við
starfi hans og byrjaði á því að ná í fjögur stig í útileikjum gegn
FH og Breiðabliki.
Fyrsti leikur Ásmundar verður gegn Stjörnunni á Samsung-
vellinum á sunnudaginn.
Ásmundur stýrir ÍBV út tímabilið
FÓTBOLTI Skotlandsmeistarar Celtic
unnu Íslandsmeistara Stjörnunnar,
4-1, í seinni leik liðanna í annarri
umferð forkeppni Meistaradeildarin-
anr á Samsung-vellinum í gærkvöldi.
Ólafur Karl Finsen hleypti vel upp í
leiknum þegar hann kom Stjörnunni
yfir, 1-0, á sjöundu mínútu. Ólafur
Karl hefur nú skorað sex mörk í tíu
Evrópuleikjum.
Áður en yfir lauk skoruðu Skotarnir
fjögur mörk og unnu samanlagt, 6-1.
Jöfnunarmark þeirra var þó kolólög-
legt. - tom
Skosku meistaranir
auðveldlega áfram
MARKASKORARI Ólafur Karl Finsen skoraði fyrir Stjörnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
SPORT
2
2
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
9
-F
A
2
C
1
5
8
9
-F
8
F
0
1
5
8
9
-F
7
B
4
1
5
8
9
-F
6
7
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K