Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 23.07.2015, Qupperneq 54
23. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 BESTI BITINN Í BÆNUM SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Tökur eru hafnar á nýjustu kvik- mynd Óskars Jónassonar sem heitir Fyrir framan annað fólk. Myndin er jafnframt fyrsta íslenska kvik- myndin sem Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helga- dóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. „Myndin spannar heilt ár, við byrjuðum tökur í mars og skutum þá nokkra vetrartökudaga og svo tókum við nokkra tökudaga í vor. Nú eru samt aðaltökudagarnir, það er sumarblær yfir myndinni. Við munum svo skjóta aftur í október,“ segir Óskar, leikstjóri myndar- innar. Hann er jafnframt höfund- ur hennar ásamt Kristjáni Þórði Hrafnssyni leikskáldi. Tökurnar fara að mestu leyti fram í Reykjavík og fær borgin að njóta sín. Þá hafa aðstandend- ur myndarinnar lagt undir sig hús eitt í Vesturbænum og klætt það í svart. „Um þessar mundir höfum við pakkað einu húsi inn í svört tjöld til þess að fá vetrarmyrkur og nótt. Þessa dagana vinnum við alla daga í myrkrinu, það er pínu spes,“ segir Óskar léttur í lundu. Leikarinn Þröstur Leó Gunnars- son hefur búið í húsinu umrædda undanfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann býr þar þó ekki um þessar mundir þannig að kvik- myndatakan truflar ekki íbúa hússins of mikið. „Það býr fólk á neðri hæðinni og við vinnum á efri. Við ætluðum að smíða þessa íbúð í stúdíói en svo fundum við allt í einu hús sem leit út að utan eins og við vildum hafa það. Þegar við bönkuðum upp á til að biðja um leyfi fyrir því að nota það kom í ljós að við vildum nota íbúðina á efri hæðinni líka. Hún var tóm en með búslóð, þannig að við vorum heppin, því það er heljarinnar handleggur að byggja svona leik- myndir,“ útskýrir Óskar. Kvikmyndin er rómantísk kómedía sem fjallar um feiminn náunga sem reynir að sjarmera konu. „Hún fjallar um Húbert, grafískan auglýsingateiknara, sem er pínulítið félagsfælinn, og hann lendir í því að verða yfir sig ást- fanginn af stúlku, í fyrsta sinn. Hann áttar sig á því að hann kann ekkert í þeim fræðum að nálgast hitt kynið. Yfirmaður hans er hins vegar kvennabósi og reynir Húbert að herma eftir honum og það virk- ar og þau fara að deita. Húbert er svo himinlifandi með að hafa fattað sinn nýja hæfileika, að herma eftir fólki, að hann fer að færa sig upp á skaftið í eftirhermunum og fer að kryfja þennan hæfileika,“ segir Óskar um myndina. Hann hefur að undanförnu lítið unnið að myndum sem þessum. „Þetta er annað andrúmsloft en í öðru sem ég hef verið að gera, eins og Pressu, Svörtum englum og Reykjavík Rotterdam til dæmis. Það var komin mikil þrá hjá mér til að fjalla um fólk sem er manni næst. Það kveikir í manni að fá að kljást við þetta, þessar daglegu litlu uppákomur, það sem maður þekk- ir. Maður skynjar svo mikið hvað fólki gengur til. Það er ekki eins og dramatíkin sé bara á Litla-Hrauni eða á lögreglustöðinni, hún getur líka verið innan veggja heimilis- ins.“ Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth fram- leiða myndina en fyrirtækið hefur undanfarin ár mikið unnið í erlend- um verkefnum. „Það er frábært að vinna með þeim. Flest þessi stóru erlendu verkefni hafa farið í gegn- um þá. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Óskar spurður út í samstarfið. Hann gerir ráð fyrir að tökum á myndinni ljúki í október og að hún verði frumsýnd í febrúar. gunnarleo@frettabladid.is Pökkuðu heilu húsi inn í vetrarmyrkur Tökur eru hafnar á nýjustu mynd Óskars Jónassonar sem heitir Fyrir framan annað fólk. Búið er að klæða heilt húsi í svart til að ná fram alvöru vetrarmyrki. INNPÖKKUN Búið er að setja svört tjöld fyrir hluta hússins til þess að fá fram alvöru vetrarmyrkur inni í húsinu. Leikarinn Þröstur Leó hefur búið í húsinu ásamt fjölskyldu sinni undanfarin ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPEKINGSLEGUR Óskar Jónasson, leik- stjóri og höfundur, einbeittur á tökustað. AÐALLEIKARAR Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir. Um þessar mundir höfum við pakkað einu húsi inn í svört tjöld til að fá vetrarmyrkur og nótt. Þessa dagana vinnum við alla daga í myrkrinu, það er pínu spes. Mér finnst Skúrinn á Snæfellsnesi æðislegur, ég gerði mér sérstaka ferð í Stykkishólminn til að smakka. Sylvía Briem Friðjónsdóttir, bloggari á Femme.is og Dale Carnegie-þjálfari Hljómsveitin Úlfur Úlfur heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Tvær plánetur sem kom út í seinasta mán- uði. Platan hefur vægast sagt slegið í gegn en ásamt því að hafa rokselst í verslunum hafa lögin verið spil- uð yfir 100.000 sinnum á Spotify. „Okkur var ráðið frá því að setja plötuna á Spotify svona stuttu eftir útgáfu, það mundi koma niður á söl- unni. En við teljum okkur græða á því að hafa hana þar. Þá getur hver sem er hlustað á hana hvar og hve- nær sem er og þetta hefur alls ekki komið niður á sölunni á plötunni,“ segir Arnar Freyr Frostason, með- limur sveitarinnar, en með honum er Helgi Sæmundur Guðmundsson. Það er allt tilbúið fyrir tónleika kvöldsins en þetta verða stærstu tónleikar sem Arnar og Helgi hafa haldið hingað til. „Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Við gáfum okkur nægan tíma eftir útgáfu plöt- unnar enda eru þetta langstærstu tónleikarnir okkar. Það er bara tvisvar á ævinni sem maður leggur svona mikið í tónleika. GKR, sem er ungur íslenskur rappari sem ég peppa, hitar upp fyrir okkur. Svo verðum við með lifandi hljómsveit og bakraddir. Þetta verður klikkað.“ Úlfur Úlfur hefur starfað frá árinu 2010 en þó unnið saman að tónlist í allt að 14 ár. Mikill upp- gangur hefur verið í íslenskri rapp- tónlist seinustu ár og Úlfur Úlfur er stór ástæða fyrir því enda afar vin- sæl hér á landi. Tónleikarnir verða í Gamla bíói, húsið verður opnað klukkan níu í kvöld. - gj Stærstu tónleikar Úlfs Úlfs til þessa í kvöld Rappsveitin Úlfur Úlfur heldur útgáfutónleika fyrir nýju plötuna sína Tvær plánetur í Gamla bíói. ÚLFUR ÚLFUR Arnar Freyr og Helgi Sæmundur stíga á svið með hljómsveit í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 2 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 9 -D 2 A C 1 5 8 9 -D 1 7 0 1 5 8 9 -D 0 3 4 1 5 8 9 -C E F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.