Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 2
Síðasti heimaleikurinnVeður
Norðlæg átt norðvestan til með
rigningu. Í dag stefnir síðan í vestlæga
átt með léttskýjuðu veðri fyrir austan,
en skúrir vestanlands. Bætir í úrkomu í
kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Sjá Síðu 26
ViðSkipti Flugfélagið WOW air
hefur óskað eftir viðræðum við
Kópavogsbæ um lóð undir byggingu
níu þúsund fermetra atvinnu- og
skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna
á Kársnesi.
Fyrsti áfangi hússins á að vera
tilbúinn á árinu 2017 eða 2018.
Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði
miðað við fullbyggða lóð. Þetta
kemur fram í bréfi Skúla Mogensen,
forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns
Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópa-
vogs. Bréfið var til umræðu á bæjar-
ráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar
WOW eru núna í Katrínartúni og
Bríetartúni í Reykjavík og eru sam-
tals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa
nú 200 manns á sumrin.
Ekki náðist í Skúla Mogensen í
gær en í bréfi hans segir að gert sé
ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW
air verði opin veitingasala með
ókeypis nettengingu til afnota fyrir
almenning. Opið rými gæti nýst
fyrir listsýningar og aðra menn-
ingarviðburði.
Þá segir að WOW air muni halda
samkeppni fjögurra eða fimm arki-
tektastofa um hönnunina. Hugað
verði að tengingum við göngu-,
hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrir-
hugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að
hluta að nýtast almenningi og geti
orðið áfangastaður fyrir þá sem fara
um svæðið með einhverri afþrey-
ingu.
„Félagið sér fyrir sér að við eða
undir húsinu verði aðstaða fyrir
smábáta og kajaka og að á lóðinni
verði komið fyrir listaverkum úr
safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi
Skúla sem er þekktur listaverka-
safnari.
Ármann bæjarstjóri segir að Kárs-
nesið sé í þróun. Meginbreytingin
muni felast í því að í kringum höfn-
ina sé að aukast byggð á kostnað
atvinnuhúsnæðis.
„Og það hefur nú verið talað um
að höfnin verði yndishöfn þar sem
verði byggðarkjarni í kring og tæki-
færin sem höfnin gefur til útivistar
og að njóta þess að vera í nágrenni
við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann.
En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á
Kársnesi sem ekki verði hróflað við.
„Þetta býður upp á blandaða byggð
og getur verið skemmtilegt að þróa
tengingu á milli íbúðabyggðar og
atvinnusvæðis.“
jonhakon@frettabladid.is
Vill nýjar höfuðstöðvar
fyrir WOW á Kársnesi
WOW air vill lóð til að reisa níu þúsund fermetra húsnæði í Kópavogi. Þar verði
kaffihús og listsýningar. Bæjarstjórinn segir Kársnesið í þróun. Þar sé gert ráð
fyrir yndishöfn. Forstjóri WOW hyggst skreyta lóðina listaverkum í sinni eigu.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA Á TIX.IS
EYÞÓR INGI · MAGNI · VALDIMAR · SALKA SÓL
ÁSAMT SÉRSVALINNI ROKKSVEIT
UNDIR STJÓRN JÓNS ÓLAFSSONAR
HÁSKÓLABÍÓ
31. OKTÓBER
Í REYKJAVÍK VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA!
„Markmið WOW air er að byggja glæsilegar höfuðstöðvar,“ segir í bréfi Skúla
Mogensen forstjóra til Kópavogsbæjar. Fréttablaðið/VilhelM
Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu æfðu í Laugardalnum í gær en þar fer síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2016 fram á morgun.
Ísland þarf sigur til að vinna riðilinn og komast í hærri styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Fréttablaðið/VilhelM
Þetta býður upp á
blandaða byggð og
getur verið skemmtilegt að
þróa tengingu á milli íbúða-
byggðar og
atvinnu-
svæðis.
Ármann Kr.
Ólafsson
StjórnSýSla Skrifa á undir samning
við Hörð Þórhallsson, framkvæmda-
stjóra Stjórnstöðvar ferðamála,
á næstu dögum samkvæmt svari
atvinnuvegaráðuneytisins við fyrir-
spurn Fréttablaðsins. Kostnaður
ríkisins vegna launa Harðar verður
rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu
sex mánuðina en ráðgert er að skrifa
undir tímabundinn ráðningarsamn-
ing meðan verið er að móta endanlega
starfsemi Stjórnstöðvarinnar.
„Heildarkostnaður vegna samn-
ingsins er áætlaður um 1.950.000
krónur á mánuði,“ segir í svari Þóris
Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins. „Samningurinn verður
gerður í samræmi við lög um opinber
innkaup.“ – sa
Tvær milljónir
króna á mánuði
SVeitarStjórnir „Í ljósi bókunar
sannleiksnefndar samþykkir bæjar-
stjórn að sjá til þess að verðlaunaféð
vegna myndar af Lagarfljótsormin-
um verði greitt út,“ segir í samþykkt
bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem
þar hefur skorið úr um hvort mynd-
band sem Hjörtur Kjerúlf bóndi
tók í febrúar 2012 sýni Lagarfljóts-
orminn.
Af þrettán meðlimum sann-
leiksnefndar sögðu sjö myndskeið
Hjartar vera af Lagarfljótsorminum,
fjórir að svo væri ekki og tveir voru
ekki vissir. Niðurstaðan var kynnt
í ágúst í fyrra en það er ekki fyrr en
nú sem bæjarstjórnin samþykkir
að greiða út hálfrar milljónar króna
verðlaunafé sem sveitarfélagið hafði
heitið fyrir mynd af orminum. – gar
Hálf milljón
fyrir orminn
HæliSleitendur Hæstiréttur hefur
hafnað kröfu hælisleitandans Idafe
Onafe Oghene um að felldur yrði
úr gildi úrskurður innanríkisráðu-
neytisins og ákvörðun Útlendinga-
stofnunar um að taka ekki fyrir
hælis umsókn hans.
Oghene verður vísað til Ítalíu á
grunni Dyflinnarreglugerðarinnar.
Hæstiréttur komst að álíka niður-
stöðu á dögunum í málum Martins
Omulu frá Nígeríu og Christians
Kwaku Boadi frá Ghana.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
fór fram á það við Útlendingastofn-
un að mál Omulu og Kwaku yrði
tekið til skoðunar og almennt mat
færi fram á grundvelli reglugerða
Schengen-ríkjanna. – srs
Sendur til Ítalíu
hæstiréttur Íslands. Fréttablaðið/GVa
9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
1
-F
1
0
0
1
6
C
1
-E
F
C
4
1
6
C
1
-E
E
8
8
1
6
C
1
-E
D
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K