Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2015, Blaðsíða 2
Síðasti heimaleikurinnVeður Norðlæg átt norðvestan til með rigningu. Í dag stefnir síðan í vestlæga átt með léttskýjuðu veðri fyrir austan, en skúrir vestanlands. Bætir í úrkomu í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Sjá Síðu 26 ViðSkipti Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópa- vogs. Bréfið var til umræðu á bæjar- ráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru sam- tals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menn- ingarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arki- tektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrir- hugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþrey- ingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverka- safnari. Ármann bæjarstjóri segir að Kárs- nesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfn- ina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tæki- færin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“ jonhakon@frettabladid.is Vill nýjar höfuðstöðvar fyrir WOW á Kársnesi WOW air vill lóð til að reisa níu þúsund fermetra húsnæði í Kópavogi. Þar verði kaffihús og listsýningar. Bæjarstjórinn segir Kársnesið í þróun. Þar sé gert ráð fyrir yndishöfn. Forstjóri WOW hyggst skreyta lóðina listaverkum í sinni eigu. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á TIX.IS EYÞÓR INGI · MAGNI · VALDIMAR · SALKA SÓL ÁSAMT SÉRSVALINNI ROKKSVEIT UNDIR STJÓRN JÓNS ÓLAFSSONAR HÁSKÓLABÍÓ 31. OKTÓBER Í REYKJAVÍK VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! „Markmið WOW air er að byggja glæsilegar höfuðstöðvar,“ segir í bréfi Skúla Mogensen forstjóra til Kópavogsbæjar. Fréttablaðið/VilhelM Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu æfðu í Laugardalnum í gær en þar fer síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2016 fram á morgun. Ísland þarf sigur til að vinna riðilinn og komast í hærri styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Fréttablaðið/VilhelM Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúða- byggðar og atvinnu- svæðis. Ármann Kr. Ólafsson StjórnSýSla Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmda- stjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Kostnaður ríkisins vegna launa Harðar verður rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu sex mánuðina en ráðgert er að skrifa undir tímabundinn ráðningarsamn- ing meðan verið er að móta endanlega starfsemi Stjórnstöðvarinnar. „Heildarkostnaður vegna samn- ingsins er áætlaður um 1.950.000 krónur á mánuði,“ segir í svari Þóris Hrafnssonar, upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. „Samningurinn verður gerður í samræmi við lög um opinber innkaup.“ – sa Tvær milljónir króna á mánuði SVeitarStjórnir „Í ljósi bókunar sannleiksnefndar samþykkir bæjar- stjórn að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsormin- um verði greitt út,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem þar hefur skorið úr um hvort mynd- band sem Hjörtur Kjerúlf bóndi tók í febrúar 2012 sýni Lagarfljóts- orminn. Af þrettán meðlimum sann- leiksnefndar sögðu sjö myndskeið Hjartar vera af Lagarfljótsorminum, fjórir að svo væri ekki og tveir voru ekki vissir. Niðurstaðan var kynnt í ágúst í fyrra en það er ekki fyrr en nú sem bæjarstjórnin samþykkir að greiða út hálfrar milljónar króna verðlaunafé sem sveitarfélagið hafði heitið fyrir mynd af orminum. – gar Hálf milljón fyrir orminn HæliSleitendur Hæstiréttur hefur hafnað kröfu hælisleitandans Idafe Onafe Oghene um að felldur yrði úr gildi úrskurður innanríkisráðu- neytisins og ákvörðun Útlendinga- stofnunar um að taka ekki fyrir hælis umsókn hans. Oghene verður vísað til Ítalíu á grunni Dyflinnarreglugerðarinnar. Hæstiréttur komst að álíka niður- stöðu á dögunum í málum Martins Omulu frá Nígeríu og Christians Kwaku Boadi frá Ghana. Ólöf Nordal innanríkisráðherra fór fram á það við Útlendingastofn- un að mál Omulu og Kwaku yrði tekið til skoðunar og almennt mat færi fram á  grundvelli reglugerða Schengen-ríkjanna. – srs   Sendur til Ítalíu hæstiréttur Íslands. Fréttablaðið/GVa 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 1 -F 1 0 0 1 6 C 1 -E F C 4 1 6 C 1 -E E 8 8 1 6 C 1 -E D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.