Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 10
Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is „Það er ekkert fararsnið á mér. Meðan ég hef enn gaman af stjórn- málum þá ætla ég mér að vera í þeim. Daginn sem mér fer að finnast þetta leiðinlegt eða einhver byrði þá held ég að ég myndi skjótt skipta um starfs- vettvang. Þá er til nóg af öðru fólki til að vinna þessa vinnu,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra. Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, komst aftur í hámæli í vikunni. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarps- stjóri, skrifaði grein í Fréttablaðið á miðvikudag þar sem hann sagði póli- tíska spillingu ekki verða augljósari en í máli Illuga tengdu Orku Energy. Ill- ugi sagði frá því fjölmiðlum í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Síðan þá hefur hann beðist undan spurningum fjöl- miðla um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að fá svör við spurn- ingum í málinu. „Mér finnst vera allnokkur heift í þessum orðum. Mér finnst Páll Magnússon ekki gæta mikillar sann- girni í þessu sem hann er að tala um, fjárhagsstuðningi sem síðan hafi verið endurgoldinn í pólitískum stuðningi. Hið rétta í málinu er og hefur komið fram ítrekað, að, já, ég seldi íbúð okkar hjóna, fyrir því er þinglýst afsal. Við létum af hendi okkar eign. Ástæðan er sú að við vorum með töluverðar skuldir á þessari íbúð. Við lentum eins og margir í vanda eftir hrunið. Við höfðum keypt okkar fyrstu eign fyrir hrun og stóðum í erfiðum málum hvað það varðaði. Svo bættist við atvinnurekstur sem við höfum verið í innan fjölskyldunnar þar sem féllu á okkur ábyrgðir. Þar voru engar risatöl- ur á ferðinni, en það gerði okkur þetta ekki auðveldara. Eins kom þarna tíma- bil þar sem voru ekki miklar tekjur. Staðan var þannig að mér fannst betra að selja íbúðina og grynnka þá á skuldunum og í staðinn leigðum við íbúðina. Það að líta á sölu íbúðarinn- ar sem einhvers konar fjárframlag eða peningagjöf, það bara stríðir gegn allri almennri skynsemi og síðan hitt að ég hafi einhvern veginn veitt þessu fyrir- tæki óeðlilega pólitíska fyrirgreiðslu,“ segir Illugi um harðorða grein Páls. Vitlausasta leiðin af öllum „Ef menn eru að gera eitthvað sem þolir ekki dagsins ljós, ætli þetta væri nú ekki það alheimskulegasta, að gera þetta með þessum hætti. Þinglýsa slíkum gerningi. Ég held að í saman- lagðri spillingarsögu heimsins væri þetta örugglega vitlausasta leiðin. Ég ætla ekkert að segja hvernig menn geta staðið að slíku en það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá aðrar aðferðir en þetta,“ segir hann. Er eitthvað til í því að þú hafir gert Orku Energy óeðlilega greiða í starfi þínu sem ráðherra? „Nei, það er fráleitt og hérna vil ég biðja menn að staldra aðeins við. Það er svo að ráðherrar í síðustu ríkisstjórn komu margoft að málum þessa fyrirtækis með sama hætti og ég. Kynntu það, sátu fundi með þessu fyrirtæki og fulltrúum frá Kína. Fyrir því er sú eina ástæða að þarna undir eru miklir íslenskir hagsmunir. Fyrirtækið starfar sjálft ekki hér á landi, en það hefur verið að kaupa sérfræðiþekkingu í íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum á undanförnum árum fyrir langleiðina að 10 milljörðum. Þannig að þetta skiptir miklu máli.“ Illugi segir eitthvað annað hljóta að liggja að baki skrifum Páls en til- finning fyrir því sem er rétt eða rangt. „Ég verð auðvitað bara að segja það að þegar ég les þessi skrif finnst mér annað og meira liggja undir.“ Hvað heldurðu að það sé? „Ég veit það ekki og ætla ekki að leyfa mér að hugsa það. Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við hann eða eiga í deilum við hann um þessi mál. Mér finnst þessi skrif hans vera þannig að það er ekki þess virði fyrir mig að elta ólar við þau.“ Hann vill vekja athygli á annarri nálgun og túlkun á málinu sem hafi komið fram opinberlega. Þar vísar hann í frétt RÚV frá 28. apríl síðast- liðnum, þar sem haft er eftir Gesti Páli Reynissyni, forstöðumanni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands: „Í ljósi þess að þetta er á erlendri grund, það er verið að kynna fyrirtækið sem aðrir [ráðherrar] hafa kynnt áður, þá hefði það í raun og veru þótt sérstakara ef hann myndi neita að kynna það á þeim forsendum að leigusalinn hans tengdist fyrirtæk- inu með einum eða öðrum hætti.“ En nú hefur þú þegið greiðslur frá þessu fyrirtæki en ekki fyrri ráðherrar, það hlýtur að breyta stöðunni? „Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hags- munatengsla tel ég fráleitt.“ Þráspurður og engin svör Talið berst að Grecor-nefndinni svo- kölluðu, á vegum Evrópuráðsins, sem hefur það hlutverk að berjast gegn spillingu. „Nefndin setur fram mjög stífar kröfur um gagnsæi. Sú nefnd gerir ekki ráð fyrir því að skuldir vegna húsnæðislána eða neysluskulda séu taldar fram í hagsmunaskrá, af því menn líta svo á að það sé ekki um nægjanlega mikla hagsmuni að tefla. Ef húsnæðisskuldir eru eitthvað sem menn þurfa ekki að tiltaka af hálfu Grecor-nefndarinnar sem að öðru leyti vill ganga mjög langt varðandi gagnsæi þá getur húsaleiga varla vegið þyngra heldur en skuld vegna húsnæð- is. Þessi nálgun sem menn eru byrjaðir að gefa sér hér, að það hafi einhverjir stórir fjármunir runnið til mín og myndað einhverja þannig hagsmuna- tengingu að mér verður ekki sjálfrátt í mínum störfum, er svo sérstök. Hús- næðið er selt, fyrir það kemur greiðsla vissulega, en í staðinn gefur maður frá sér húsið sitt, íbúðina, í okkar tilfelli. Ég held að ég sé ekkert í annarri stöðu en aðrir ráðherrar sem hafa verið að kynna þetta fyrirtæki.“ Illugi hefur verið þráspurður um tengsl sín við Orku Energy en ekki viljað svara fyrr en nú. Fjölmiðillinn Stundin hefur birt opinberlega spurn- ingar sem honum hafa verið sendar ítrekað en hann hefur ekki viljað svara. Af hverju hefur þú skorast undan því að svara þessum spurningum? „Í upphafi þessa máls leitaðist ég við að svara þeim spurningum sem var beint til mín. Ég skal játa það að fárviðrið varð svo mikið að það var eiginlega alveg sama hverju ég svaraði – sömu spurningarnar komu upp aftur, urðu þá tilefni nýrra frétta og nýrra fyrir- sagna. Mér leið þannig þegar mestur hamagangurinn var að það hefði nákvæmlega ekkert upp á sig að segja nokkuð. Ég taldi mig hafa sagt frá því sem skipti máli. Ég skal viðurkenna það að það voru mistök af minni hálfu. Ég hugsaði, eins og ég hef lýst, að ég hefði jú selt húsnæðið, fengið greiðslu fyrir það og látið húsnæðið af hendi og það væri ekkert óeðlilegt við það. Ég taldi að það væri ekki um nein slík hagsmunatengsl að ræða að ég þyrfti að kynna þau sérstaklega. Ég horfði til þeirra reglna sem þingið setti og það sem ég var að nefna hér áðan, Grecor-nefndin og svo framvegis, en þetta voru mistök.“ Ósáttur við sjálfan sig Voru mistökin að upplýsa ekki um allt saman strax? „Já, ég er mjög ósáttur við sjálfan mig. Ég hefði átt að taka allt fram strax, en ekki láta það koma í ljós seinna. Það var vitleysa hjá mér. Þegar ég var spurður um hagsmuna- tengslin, þá leit ég svo á að það væru engin hagsmunatengsl falin í því að borga einhverjum húsaleigu. En ég hefði átt að tiltaka það strax. Þannig getur maður verið vitur eftir á. En ég ítreka það að um mig hljóta að gilda sömu reglur og um aðra stjórnmála- menn. Hvaða upplýsingar eigum við að gefa, til fjölmiðla, til þingsins? Ég skorast ekkert undan því að gefa slíkar upplýsingar en ég vil heldur ekki að það gildi einhverjar sérstakar reglur um mig þannig að menn geti farið dýpra ofan í mín persónulegu mál en annarra. Eins og með húsaleiguna, ég var ekkert endilega þeirrar skoðunar að ég ætti að gefa það upp, en ákvað að gera það samt til að menn sæju um hvaða tölur var að ræða. En þegar menn hafa sagt: Geturðu sannað það? Þá dreg ég ákveðna línu. Ég er ekki að fara að opna heimabankann minn, eða mitt heimilisbókhald fyrir blaða- mönnum. Það þýðir ekki endilega að fólk hafi eitthvað að fela. Það eru ákveðnar reglur sem verða að gilda jafnt um alla.“ Komið hefur fram í árs- reikningum OG Capital, sem fer með eignarhald íbúðarinnar, að Illugi fór með rétt mál þegar hann tilgreindi upphæð leigugreiðslnanna sem um ræðir. Launagreiðslur má nálgast Hann segir það hafa komið skýrt fram hvenær hans störfum hjá Orku Energy lauk. „Það var meðan ég var utan þings, en var reyndar að klárast á mánuðunum þegar ég var að koma aftur inn. Það komu launagreiðslur inn á árið 2012, laun sem átti eftir að greiða. Þess vegna lét ég það  vera í hagsmunaskráningunni að ég hefði verið að vinna fyrir þetta fyrirtæki og Það er vel hægt að vera vitur eftir á Er litið niður á iðnmenntun? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það hafa verið mistök að upplýsa ekki strax um tengsl sín við Hauk Harðarson, stjórnarfor- mann Orku Energy. Hann segist hafa borgað sjálfur fyrir veiðileyfi í Vatnsdalsá í fyrra. Hann segir skiljanlegt að kallað hafi verið eftir frek- ari skýringum á málinu en ætlar aldrei að opna heimilisbókhaldið fyrir blaðamönnum, um hann gildi sömu reglur og aðra þingmenn. Illugi segir náin tengsl sín við stjórnarformann Orku Energy ekki óheppileg fyrir stöðu sína sem ráðherra og að hann hafi ekki greitt leið fyrirtækisins umfram það sem aðrir ráðherrar hafi gert. FréttabLaðIð/antOn brInk Þó að mér finnist gaman að veiða þá finnst mér það ekki það gaman að ég sé tilbúinn að borga 200 þúsund fyrir það, eins og mér skilst að uppsett verð sé á þeim tíma sem við veiddum þarna. En ég er með kvittun fyrir minni greiðslu þannig við borguðum fyrir okkur í þessari ferð, hún var ekki löng. 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -B C 3 0 1 6 C 3 -B A F 4 1 6 C 3 -B 9 B 8 1 6 C 3 -B 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.