Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 16

Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 16
Vinnuveitandi tekur upp sím-ann. Starfsmaður tilkynnir um veikindi – þunglyndi. Óþreyjufullur segir vinnuveitand- inn honum að skella í sig kaffi, fara í sturtu og drulla sér síðan í vinnuna. Annar starfsmaður tilkynnir um veikindi á hinni línunni – flensu. Samúðarfullur ávarpar vinnu- veitandinn starfsmanninn með orðunum „elsku karlinn“ þannig að öllum er ljóst að hann mætir fullum skilningi vinnuveitandans á því að hann þurfi svigrúm til að hvílast og ná fullri heilsu. Þessi viðbrögð vinnuveitandans í myndbandi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um fordóma gagn- vart fötluðu fólki á vinnumarkaði á www.obi.is eru ekki einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Því miður er alltof algengt að vinnuveitendur bregðist með öðrum hætti við geð- rænum en líkamlegum veikindum starfsmanna sinna. Stundum er jafn- vel gefið í skyn að geðræn veikindi séu ekki raunveruleg veikindi heldur leti eða val um að svíkjast undan. Ef tekið er mið af því að 22-25% af öllum íbúum hins vestræna heims glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi standa langflestir stjórnendur einhvern tíma á starfsferli sínum frammi fyrir því að bregðast við geðrænum veik- indum starfsmann sinna. Brýnt er að þeir átti sig á eðli geðrænna veik- inda og bregðist við þeim með sama hætti og líkamlegum veikindum. Geta haft úrslitaáhrif Viðbrögð vinnuveitenda við geð- rænum veikindum starfsmanna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Öflugur stuðningur yfirmannsins auðveldar starfsmanninum að nýta sér við- eigandi úrræði, mæta gömlu vinnu- félögunum að nýju og stuðla að eigin bata með því að hefja aftur störf. Meðvitund annarra starfsmanna dregur í senn úr hættunni á mis- skilningi og fordómum og auðveldar starfsmanninum að hefja aftur störf. Vinnuveitendur stuðla að vellíðan og góðri geðheilsu á vinnustað með því að tryggja gott starfsumhverfi, t.a.m. ákjósanlegar vinnuaðstæður, hóflegt vinnuálag, öflugt upplýs- ingastreymi og opna samskipta- menningu. Með sama hætti er brýnt að stjórnendur hafi vakandi auga með vísbendingum hjá starfs- mönnum sínum um hugsanlega geðræna erfiðleika. Hér er t.a.m. átt við orkuleysi, óútskýrða fjarveru og tilfinningasveiflur. Síðast en ekki síst ættu stjórnendur ávallt að vera í góðum tengslum við næstu undir- menn sína til að geta veitt þeim við- eigandi stuðning án tafar þegar á þarf að halda. Fordómar gagnvart fötluðu fólki eins og lýst er í myndböndum ÖBÍ eru í senn svartur blettur á íslensku samfélagi og alvarlegt brot á samn- ingi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólks. Enda þótt íslensk stjórnvöld hafi skrifað undir samninginn hefur hann ekki enn verið fullgiltur. Almenningur er hvattur til skrifa undir áskorun til íslenskra stjórnvalda á www.obi. is um að fullgilda samninginn á yfir- standandi þingi og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til réttlátara og mannlegra samfélags. Geðræn veikindi eru raunveruleg veikindi Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri Geðhjálpar Viðbrögð vinnuveitenda við geðrænum veikindum starfs- manna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Velferðartækni og nýsköpun eru leiðandi hugtök í umræðu um velferðarþjónustu sam- tímans. Nýsköpun og tækni í vel- ferðarþjónustu snertir í raun mörg hugtök sem með ýmsum hætti lýsa tæknilegum lausnum sem hægt er að nota í þágu einstaklinga til að við- halda eða auka færni sína, samfélags- þátttöku og lífsgæði. Norðurlöndin hafa á síðustu árum unnið markvisst að athugunum á og umfjöllun um helstu viðfangsefni vel- ferðarþjónustunnar og þær áskoranir sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum og áratugum. Í þeirri greiningarvinnu hefur berlega komið í ljós að takast þarf á við verkefni velferðarþjónust- unnar á annan hátt en verið hefur og nýta kosti nútímatækni eins og kostur er. Forsenda þróunar í nýsköpun og tækni innan velferðarþjónustunnar mun því kjarnast um breytingar á framkvæmd hennar. Hefja þarf markvissa umræðu hér á landi, sem miðar að stefnumörkun og áherslum um hvernig velferðartæknin verði sjálfsagður hluti þjónustunnar. Það þýðir að nýsköpun og tæknilegar lausnir þurfa að vera eðlilegur hluti af heildarferli eða verkfærakistu starfs- fólks innan velferðarþjónustunnar. Starfsfólk þarf að hafa yfirsýn, kunn- áttu og færni til að leggja mat á hent- ugar tæknilegar úrlausnir fyrir ein- staklinga sem þurfa aðstoð. Tryggja þarf að hlutverk þeirra sem bera ábyrgð á framvindu verkefna á þessu sviði sé skilgreint, bæði hvað varðar útfærslu tæknilausna og innleiðingar. Notendahópurinn mun stækka Hugtakið velferðartækni (velferds- teknologi) er ekki einsleitt hugtak heldur er það notað sem samheiti yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir. Notendamiðaðar tæknilausnir eru til þess fallnar að aðstoða einstaklinga við not á einu eða fleiri úrræðum sem starfrækt eru á vegum opinberra- eða einkaaðila. Tækni er notuð til þess að styðja við eða auka öryggi við athafnir dagslegs lífs og hreyfanleika innan og utan heimilis sem og til samskipta. Tæknilausnir hafa hingað til einna helst nýst eldri borgurum, einstakl- ingum með langvarandi sjúkdóma og fólki með mismunandi tegundir fötlunar. Til framtíðar litið er ljóst að notendahópurinn mun stækka sem kallar á skilvirkari notkun þekkingar og reynslu á sviðinu. Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðar- tækni í félagsþjónustu. Stefnuskjalið er afrakstur nefndarvinnu og aðkomu fjölmargra aðila og ætti að verða veg- vísir og fyrirmynd að frekari útfærslum hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðil- um. Flestum er ljóst að mikil tækifæri eru til að efla almennt og notendamiða velferðarþjónustuna með aukinni tækni, nýjum aðferðum og úrræðum, sérstaklega á vettvangi nærþjónustu sveitarfélaga Stefnuskjal félags- og húsnæðis- málaráðherra, gefur tóninn fyrir spennandi tíma í endurmati vel- ferðarþjónustunnar og þróun nýrrar og tæknilegrar velferðarþjónustu. Kjarnaþættir í þeirri framtíð eru sam- vinna, markviss undirbúningur sem byggir á þekkingu og lausnaleit, sam- hliða miðlun reynslu og mati á árangri. Nýsköpun og velferðartækni Halldór S. Guðmundsson félagsráðgjafi og framkvæmda- stjóri Öldr- unarheimila Akureyrar Þór G. Þórarinsson félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá velferðarráðu- neytinu. Stuðningsmenn áfengisfrum-varpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvar- anir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslun- um snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rann- sóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameins- valdandi efni. Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm. Fjölgun krabbameins- tilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skila- boð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í mat- vörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni. Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurs- hópnum 25–29 ára og þróun lang- vinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að tak- marka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráð- herraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðar- ljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum. Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmenn- irnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræði- legu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnar- málum á Íslandi. Er það stefna þing- manna á Alþingi Íslendinga í dag? 1Listi WHO yfir krabbameins-valdandi efni: http://mono- graphs.iarc.fr/ENG/Classification/ latest_classif.php 2Samantekt yfir tengsl áfengis-neyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publica- tions/arh25-4/263-270.htm 3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/ media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna -i-afengis--og-vimuvornum-desem- ber-2013.pdf Krabbameinsvaldandi drykkir í matvörubúðir? Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðartækni í félags- þjónustu. Lára G. Sigurðardóttir læknir, doktor í lýðheilsuvísindum og fræðslustjóri Krabbameinsfé- lagsins Með orðum sínum og frum- varpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni. Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, stað- festar af Matvælastofnun um dýra- níðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfir- dýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um með- ferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi mat- vælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklinga- afurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verk- smiðju búskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum fram- kvæmdavaldsins, sem Matvæla- stofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslands- sögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofn- unar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið. Alþingi og dýravernd Árni Stefán Árnason dýraverndarlög- fræðingur Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt fram- tíð, situr hjá. 9 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 1 -D D 4 0 1 6 C 1 -D C 0 4 1 6 C 1 -D A C 8 1 6 C 1 -D 9 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.