Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 22
Fólk| helgin Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Undanfarnar vikur hafa ver-ið annasamar hjá Hauki Heiðari Haukssyni, söngv- ara, hljómborðs- og gítarleikara Diktu og lækni. Nýlega kom út fimmta plata sveitarinnar sem ber nafnið Easy Street og hafa liðsmenn sveitarinnar fylgt henni eftir undanfarnar vikur með tón- leikum víða um land, þar á meðal í kvöld á Húrra í Reykjavík þar sem þeir troða upp ásamt Frið- riki Dór. Í lok september fögnuðu FH-ingar sjöunda Íslandsmeist- aratitli sínum í fótbolta karla á tólf árum en Haukur Heiðar hefur verið læknir liðsins undanfarin þrjú ár. Hann segir tímann með FH hafa verið bæði eftirminni- legan og skemmtilegan en eftir að hafa lent í öðru sæti undanfar- in tvö tímabil hömpuðu félagar hans loks titlinum á ný. „Aðdragandi þess að ég gerð- ist læknir liðsins var einfaldlega sá að ég fékk símtal þar sem ég var spurður hvort ég gæti farið út með FH í Evrópukeppnina. Ég var að koma úr tónleikaferðalagi með Diktu og nýlentur og sagðist ekki vera viss hvort ég hefði tíma í þetta en ákvað þó að slá til enda alltaf verið brjálaður fót- boltaaðdáandi.“ Helsta verkefni hans kringum liðið er einfaldlega að vera til staðar ef einhver skyldi meiðast illa í leik og svo hittir hann leik- mennina utan vallar. „Við stærri mál höfum við notið aðstoðar bæklunarlækna á borð við Örnólf Valdimarsson. Annars sér Jónas Grani sjúkraþjálfari um leik- mennina frá A til Ö á æfingum og fyrir og eftir leik. Hann stendur vaktina í öllum leikjum.“ TíðindalíTill Ferill Þrátt fyrir áhugann var fótbolta- ferill Hauks Heiðars hvorki lang- ur né merkilegur að eigin sögn. „Ég er einn af þeim sem höfðu alltaf gríðarlegan áhuga á fót- bolta en getan var kannski ekki alveg á pari við áhugann. Ég æfði fótbolta með Ungmennafélagi Bessastaðahrepps á Álftanesi þar sem ég ólst upp en ég fór líka einhver sumur í fótboltaskóla FH. Þar man ég eftir þremur bræðrum sem kenndir eru við eftirnafnið Viðarsson. Þeir voru þrír og gjörsamlega áttu staðinn. Það var tröppugangur í hæðinni á þeim þannig að þeir minntu mig á Dalton-bræðurna úr Lukku- Lákabókunum.“ Það var góð tilfinning að vinna titilinn í ár og ekki skemmdi fyrir að vinna hann á heimavelli. „Ég hef sjaldan kynnst þvílíkum hópi af snillingum eins og þeim sem vinna á bak við tjöldin hjá FH. Sjálfur á ég klárlega minnstan þátt í velgengni liðsins en nýt þess í botn að taka þátt í þessu öllu saman.“ Fimm seTT aF eyrUm Nýjasta plata Diktu kom út fyrir stuttu og hefur fengið góðar við- tökur. Hún er unnin undir stjórn þýsks upptökustjóra sem heitir Sky van Hoff en vinnuferlið hefur tekið um tvö ár. „Við gerðum tvær síðustu plötur okkar án upptökustjóra og því var mjög gott að fá inn fimmta settið af eyrum og einhvern með sterkar skoðanir á hvernig gera ætti hlutina.“ Hann segir nýju plötuna vera eðlilegt framhald af fyrri verkum þeirra en tónlistin sé þó heldur fágaðri en áður. „Við eyddum líka meiri tíma en áður í að skapa ákveðinn hljóðheim í sumum laganna og finnst mér það hafa tekist mjög vel. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þessa plötu og erum mjög stoltir af út- komunni.“ Tónleikar Diktu og Friðriks Dórs í kvöld hefjast kl. 22 en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessir listamenn troða upp saman. „Við höfum nokkrum sinnum spilað með Frikka áður og oft tekið lagið með honum. Hver veit nema við gerum það í kvöld? Frikki er að sjálfsögðu FH- ingur líka og hefur verið að vinna fyrir klúbbinn þannig að við erum samstarfsmenn á mörgum sviðum.“ miklar annir Fram Undan Það er engin lognmolla kringum Hauk Heiðar og veturinn fram undan verður annasamur. „Í vet- ur mun ég klára sérnám í heim- ilislækningum en ég hef stundað það hér heima síðustu árin. Heimilislæknaprógrammið hér á landi er orðið gríðarlega öflugt og stenst klárlega samanburð við löndin í kringum okkur. Aðsókn í námið hefur verið góð síðustu árin og ég vona að það haldi áfram þar sem okkur sárvantar heimilislækna hér á landi.“ Dikta mun halda áfram að kynna nýju plötuna í vetur og eru margir tónleikar fyrirhugaðir bæði hér á landi og líka erlendis á næsta ári. „Síðan kem ég að bókaútgáfunni Rósakot sem gefur út barnabækur. Nýjasta bókin okkar, Sögur úr norrænni goðafræði, hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur og fleiri bækur úr öllum áttum eru væntanlegar. Þess má svo til gamans geta að ég verð ekki dómari í Ísland Got Talent í vetur. Ekki að það hafi nokkurn tímann staðið til.“  n starri@365.is Fágaðri en áðUr UppTekinn Ný plata og Íslandsmeistaratitill í fótbolta komu við sögu á undan förnum vikum í lífi Hauks Heiðars Haukssonar, læknis og söngvara Diktu. Í kvöld heldur sveitin tónleika á Húrra í Reykjavík með Friðriki Dór. sáTTir ,,Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þessa plötu og erum mjög stoltir af útkomunni,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu og læknir, um fimmtu plötu sveitarinnar sem kom nýlega út. MYND/PJETUR TiTill í hús Haukur Heiðar er læknir knattspyrnuliðs FH og var mjög sáttur með titilinn. MYND/FH.IS Kringlu kast -20% af öllum fa tnaði Opið til kl. 21 ER Í LOFTINU SPRENGISANDUR SIGURJÓN M. EGILSSON OG UMRÆÐA SEM SKIPTIR MÁLI KL. 10:00 12:00SUNNUDAG 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -9 4 B 0 1 6 C 3 -9 3 7 4 1 6 C 3 -9 2 3 8 1 6 C 3 -9 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.