Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 26
Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur ? Sæl, ég fylgist reglulega með greinunum þínum í blaðinu og mig langar til að spyrja þig hversu opinskátt og ná­ kvæmt maður ætti að ræða við ung börn um kynlíf og hvernig maður ætti að svara spurningunni um það hvernig börnin verða til. Þetta var alltaf svo mikið tabú heima hjá mér þegar ég var krakki en ég vil alls ekki að það sé þannig í kring­ um krakkana mína í dag. Svar: Þetta er spurning sem ég veit að brennur á ansi mörgum í dag. Foreldrar óttast að segja of mikið eða of lítið eða jafnvel bara að vera óviðeigandi á einn eða annan hátt. Sumir segjast ekki vilja eyðileggja sakleysi barnanna eða að það eigi ekki að ræða kyn­ líf við börn því börn eigi að fá að vera börn í friði og að kynlíf sé hluti af heimi hinna fullorðnu. Það er vissulega rétt að stíga þarf var­ lega til jarðar þegar rætt er um kynlíf en því fer fjarri að slík um­ ræða svipti börn sakleysi eða hendi þeim inn í veröld sem þau eru ekki tilbúin í. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og það er gífur­ legur einstaklingsmunur, bæði á áhuga og forvitni, þegar kemur að málefnum líkamans og tilfinninga. Það er hægt að styðjast við ákveð­ ið vinnulag þegar kemur að þess­ um málefnum og það er alls ekki flókið og eitthvað sem er á færi flestra. Um leið og þú stígur fram og svarar spurningum barnsins af heiðarleika og einlægni þá brýtur þú mýtur og ræktar traustið í sam­ bandi þínu við barnið. Svona talar þú um kynlíf við barnið þitt: Byrjaðu á því að kanna þekkingu. Það er alltaf gott að byrja á því að kanna fyrri þekkingu og skilning á hugtakinu eða fyrirbærinu sem barnið spyr um. Oftar en ekki er skilningur­ inn ansi takmarkaður en barn­ ið veit að þetta er viðkvæmt um­ ræðuefni og því leitar það til þín. Því skaltu spyrja beint út: Veistu hvað þetta þýðir? Hvað heldur þú að það þýði? Svaraðu af hreinskilni og ein­ lægni. Börn eru mjög nösk á að greina lygi eða áhugaleysi í svör­ um svo gefðu þér smá tíma til að veita barninu fulla athygli, ná augnsambandi og svara af rólegri yfirvegun og væntumþykju. Leyfðu spurningum barns­ ins að stýra upplýsingunum. Með þessu á ég við að ef barn spyr þig hvernig börnin verða til þá er gott að fá á hreint hvað nákvæm­ lega barnið vill vita og svara að­ eins því. Það er misjafnt eftir aldri og þroska barnsins en ekki fara í of mikla langloku. Notaðu orð sem barnið skilur. Hér skiptir máli að nota ekki full­ orðinsleg orð sem hafa enga þýð­ ingu fyrir börn eða eru of gildis­ hlaðin líkt og sjálfsfróun. Barn veit hvað snerting er en ekki að snerting á kynfæri kallist sjálfsfróun og barn þarf ekki að þekkja það tungutak. Sama gild­ ir um að elskast og annað í þeim Hvernig tala ég um kynlíf við börnin mín? Sigga Dögg svarar spurningum tengdum kynlífi frá lesendum Lífsins. Að þessu sinni fjallar spurningin um hvernig eigi að ræða kynlíf við börn. Sú spurning brennur á margra vörum og mikilvægt er að rétt sé að allri fræðslu staðið. Líkamsræktarstöðvar geta verið óhugnanleg fyrirbæri. Þegar stigið er þangað inn í fyrsta sinn er það líkt og að stíga inn í frumskóg þar sem allir líta út eins og grísk goð og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera með tilheyrandi stunum og grettum. Málið er að allir eru byrj­ endur einhvern tíma og allir geta stundað líkamsrækt, hvort sem til­ gangurinn er að bæta heilsuna, vöðvamassa eða keppa í íþrótt. Opnir hóptímar Þegar maður byrjar í líkamsrækt er gott að fá upplýsingar um hvað sé í boði og yfirleitt er um fjöl­ margt að velja. Það eru opnir hóp­ tímar á flestum líkamsræktar­ stöðvum þar sem boðið er upp á fjölbreytta tíma eins og þrek­ og þoltíma með dansívafi saman­ ber Zumba, styrktartíma þar með lóðum og eigin líkamsþyngd, pilates, jóga, hjólatíma og margt fleira og eru þessir tímar ávallt kenndir undir leiðsögn. Lokuð námskeið Á lokuðum námskeiðum er meira aðhald og stuðningur en fæst með því að fara í hóptímana. Hægt er að velja um fjöldann allan af nám­ skeiðum og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það myndast oft skemmtileg stemning á svona námskeiðum þar sem sama fólkið mætir og svitnar og tekur á því saman. Tækjasalurinn Tækjasalurinn er sá hluti líkams­ ræktarstöðvarinnar sem hræð­ ir flesta. Mörgum finnst eins og allir séu að horfa á sig og fylg­ ist með mistökum manns. Ég vinn á líkamsræktarstöð og ég get sagt ykkur það að það er eng­ inn að pæla í því hvað þú ert að gera, nema þjálfarinn þinn ef þú hefur slíkan en það er það sem hann á að gera. Til að byrja með þá bjóða flestar líkamsræktar­ stöðvar upp á leiðsögn í tækjasaln­ um. Þá fer þjálfari með þér yfir hvernig tækin virka, hvar lóðin eru og hvernig þetta gengur fyrir sig og svo er oft boðið upp á æf­ ingaáætlun. Ef þú vilt sérhæfð­ ari þjónustu og treystir þér ekki til þess að gera þetta án stuðnings þá er hægt að kaupa sér einkaþjálf­ ara sem er með þér á æfingu og sér til þess að þú fáir það mesta út úr tímanum, gerir allar æfing­ ar rétt og náir markmiðum. Það er líka fullt af fólki sem getur þetta upp á eigin spýtur og það er frá­ bært. Hvort sem þú hefur áhuga á því að stunda styrktarþjálfun, lyfta lóðum, hlaupa, hjóla eða gera æfingar með eigin líkamsþyngd, þá er best að mæta bara og byrja. Það verður enginn sérfræðingur í fyrsta skipti, ekki í líkamsrækt frekar en í verkfræði. Það sem mér finnst frábært við líkamsræktarstöðvar er að það myndast oft svo skemmtileg stemning. Maður eignast ræktar­ vini. Margir líkja líkamsræktar­ stöðvum við félagsmiðstöðvar sem er að mínu mati ekkert nema já­ kvætt ef maður nær að taka vel á því líka. Þetta þarf nefnilega líka að vera skemmtilegt! ertu byrjandi á líkamsræktarstöð? Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is viltu spyrja um kynlíf? dúr. Einfaldar lýsingar virka oft­ ast best. Biddu barnið um að endursegja það sem þú sagðir því. Þá sérðu betur hver skilningur barnsins var á samræðunum og hvort þú þurfir að útskýra eitthvað betur. Spurðu og hlustaðu. Það er alltaf gott að bjóða barninu upp á frekari spurningar og hlusta á frásögn þess og útskýringar. Ekki leggja því orð í munn um að eitthvað eigi að vera upplif­ un á ákveðinn hátt, líkt og snert­ ing kynfæra. Það getur verið mis­ jafnt hvort snertingin sé ánægju­ leg eða ekki (líkt og ef barnið er með roða eða óþægindi og klór­ ar sér vegna sviða) og því er gott að spyrja barn sem er forvitið um kynfæri sín og snertir það hvort því þyki sú snerting ánægjuleg ef umræðan snýst um það. Það er gott að hafa í huga að þetta eru samræður um líkam­ ann, tilfinningar og samfélagið og það þarf ekki að skammast sín fyrir að ræða það eða fela það. Börn eru hluti af samfélaginu okkar og þau eiga rétt á að fræð­ ast um það. Flott hjá þér að vera til í að taka þátt í að styrkja sam­ band þitt við börnin þín og vera sú sem þau leita til. Ef þú lend­ ir í bobba þá getur þú kíkt í hand­ bókina mína, Kjaftað um kyn­ líf, sem kom út fyrir ári. Gangi þér vel! „Barnið veit að þetta er viðkvæmt um- ræðuefni og því leitar það til þín.“ Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Flottar leggings Verð 9.900 kr. Stærð 36 - 46 Heilsuvísir 4 • LÍFIÐ 9. OkTóbEr 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -F C 6 0 1 6 C 3 -F B 2 4 1 6 C 3 -F 9 E 8 1 6 C 3 -F 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.