Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 29

Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 29
Kvíði og félagsfælni hafa fylgt uppistandaranum Þórhalli Þórhallssyni alla ævi. Skólaárin voru erfið og hann hefur misst þrjá vini sína sem sviptu sig lífi. Þórhallur, sem er sonur grínistans Ladda, tekst m.a. á við kvíðann með uppistandi sínu og gerir óspart grín að sjálfum sér enda segir hann mikilvægt að ræða opinskátt um slíka hluti. Uppistandarinn Þórhall­ur Þórhallsson hefur verið áberandi í íslensku grín­ senunni frá því hann vann keppn­ ina „Fyndnasti maður Íslands“ árið 2007. Fyrir utan uppistand­ ið hefur hann unnið í mörg ár í útvarpi og sjónvarpi og einnig komið fram í leiksýningum og bíómyndum. Þrátt fyrir grínið og glensið á yfirborðinu hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum fyrir þennan mikla gleðigjafa. Hann hefur glímt við kvíða og félagsfælni nánast frá fæðingu enda segist hann sjálfur hafa komið í heiminn í kvíðakasti, grenjandi og með allar heimsins áhyggjur á herðum sér. „Ég man grínlaust ekki eftir mér öðruvísi en með kvíða. Það var ekki fyrr en ég varð eldri sem ég áttaði mig á því að þetta væri ekki eðli­ legt ástand og flest fólk væri ekki stanslaust með þennan kvíðahnút í maganum alla daga.“ SkítSama um allt Skólaárin voru Þórhalli erfið og honum leið ekki vel. Hann segir að versta martröð sín hafi verið að þurfa að svara einhverri spurningu fyrir framan allan bekkinn. „Eina sem komst að hjá mér var: Hvað ef ég svara vitlaust? Fatta þá allir hvað ég er vitlaus? Þannig að maður fíflaðist bara og svaraði einhverju bulli til að láta bekkjarfélagana hlæja.“ Auðvitað fór slíkur fíflagang­ ur ekki vel í kennarana þannig að Þórhallur var tíður gestur hjá skóla­ stjóranum. „Ég lærði yfirleitt ekki heima eða lagði eitthvað á mig. Því hvað myndi gerast ef ég virki­ lega lærði vel undir próf en myndi svo falla? Það myndi þýða að mitt besta væri ekki nógu gott. Þannig að ég lét eins og mér væri skítsama um allt og alla. Þannig gat ég allt­ af sagt: Hvað með það þótt ég hafi ekki náð prófinu, það er ekki eins og ég hafi lært undir það.“ Þegar Þórhallur hugsar til baka finnst honum skólayfirvöld ekki hafa tekið nógu vel á málum hans. „Ég var bara vesen og þess vegna var best að reyna að losna við mig. Skólastjórinn spurði mig í áttunda bekk hvort ég vildi ekki bara hætta í skóla enda væri hægt að fá undan­ þágu fyrir svona „lost case“ eins og mig. Hann spurði mig svo aftur í níunda bekk og einnig þegar ég var í tíunda bekk. En þar sem ég var þrjóskur þá neitaði ég og varð áfram í skólanum bara til að pirra hann aðeins lengur.“ Hvaða SóSa? Hvaða krydd? Í dag er Þórhallur á lyfjum sem hjálpa honum mikið auk þess sem það hefur gert honum gott að tala opinskátt um líðan sína. „Ég ræði t.d. mikið um kvíðann þegar ég er með uppistand og geri stólpagrín að allri þessari hugsanavillu sem fólk með kvíðaröskun kannast við. Það birtist t.d. í því að sjá á símanum sínum að einhver með einkanúmer hringir en það hlýtur auðvitað að boða eitthvað hræðilegt!“ Einnig hefur hann tekið fyrir atvik á borð við heimsókn á Subway en þar kveið hann alltaf fyrir því að þurfa að velja sjálfur hvers konar álegg og meðlæti hann vildi með bátnum sínum. „Hvaða ferska grænmeti átti ég að velja? Og hvaða sósu eða krydd? Guð minn góður, þetta gat verið erfitt val enda er ég enginn kjarneðlisfræðingur. Og svo var ég farinn að tefja röðina af því að ég átti svo erfitt með þetta val og fannst allir í röðinni bak við mig byrjaðir að bölva mér og hata mig. Það er náttúrulega bara hlægilegt að hugsa svona en þannig var þetta nú samt.“ líður vel uppi á Sviði Hann segist oft hafa velt fyrir sér hvers vegna maður eins og hann sækist í að standa fyrir framan annað fólk og flytja gamanmál. Andleg veikindi jafn raunveruleg og líkamleg ,,Það á að vera í lagi að tala um það ef manni líður illa og enginn þarf að skammast sín fyrir það,“ segir Þórhallur Þórhallsson uppistandari. MYND/PJETUR Geðhjálp Rit landssamtakanna Geðhjálpar FöStudagur 9. Október 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -E 7 E 0 1 6 C 2 -E 6 A 4 1 6 C 2 -E 5 6 8 1 6 C 2 -E 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.