Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 30

Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 30
„Það er auðvitað stórfurðulegt að gera sjálfum sér þetta. En málið er að þegar það tekst vel til þá er ekki til betri tilfinning í heimi. Maður verður eiginlega bara háður þessu. Fyrir mér er auðveldara að standa einn uppi á sviði og vera búinn að ákveða svona nokkurn veginn hvað ég ætla að segja heldur en að sitja úti í sal við borð með ókunnugum og þurfa að brydda upp á einhverju umræðuefni um daginn og veginn.“ Utan uppistandsins hefur Þór- hallur líka rætt kvíðann í ýmsum viðtölum. „Það skiptir máli að sýna öðrum að þetta er ekki neitt sem á að skammast sín fyrir og er alls ekk- ert tabú. Andleg veikindi eru alveg jafn raunveruleg og líkamleg þótt þau sjáist kannski ekki jafn vel með berum augum.“ Verður að opna umræðuna Þórhallur hefur ekki bara sjálfur þurft að glíma við sín persónulegu mál heldur hefur hann misst þrjá vini sem féllu fyrir eigin hendi. „Það er allt of algengt að ungt fólk taki eigið líf. Sjálfur átti ég þrjá vini sem gerðu það og veit um ótal mörg dæmi til viðbótar. Þegar það gerist, að einhver nákominn manni tekur sitt eigið líf, þá skjótast strax upp hjá manni endalausar spurningar: Af hverju sá ég þetta ekki fyrir? Hvernig gat ég ekki séð að mann- eskjunni leið virkilega svona illa að henni fannst þetta vera besta lausn- in? Hvað ef ég hefði gert þetta? Hvað ef ég hefði gert hitt. Hvað ef?“ Átakið Útmeð’a hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Geð- hjálpar og Hjálparsímans. Um er að ræða átaksverkefni gegn sjálfsvíg- um ungra karlmanna sem er algeng- asta dánarorsök karla hér á landi á aldrinum 18-25 ára. „Mér finnst átakið alveg frábært enda er svo mikilvægt að opna þessa umræðu. Það á að vera í lagi að tala um það ef manni líður illa og enginn þarf að skammast sín fyrir það. Enginn þarf að upplifa það sem veikleika þegar leitað er hjálpar. Helstu ráðin sem ég get veitt þeim sem glíma við kvíða, félagsfælni og aðra sam- bærilega hluti er að tala opinskátt um þessa hluti og alls ekki að fela þá. Ég hvet alla til að leita sér hjálp- ar, hvort sem það er að tala við sál- fræðinga, fá lyf eða hreyfa sig. Allt gerir þetta manni gott en það er misjafnt hvað virkar fyrir hvern og einn og því nauðsynlegt að tala við fagaðila.“ Fengum ekki Frið saman Þórhallur er sonur eins ástsælasta grínista þjóðarinnar, Þórhalls Sig- urðssonar, sem er betur þekktur undir nafninu Laddi. Hann segir það oft hafa verið þungan kross að bera, að hafa fengið það hlutverk í lífinu að vera sonur eins frægasta manns landsins. Hann hafi þurft að þola mikla athygli fyrir vikið sem þó hafi í raun snúist um áhuga ann- arra á lífi föður hans en ekki honum sjálfum. „Ég elska föður minn og er endalaust stoltur af honum og öllu því sem hann hefur afrekað en þetta gat oft verið mjög erfitt, sér- staklega þegar ég var yngri.“ Hann minnist þess þegar feðg- arnir reyndu að eiga gæðastund saman þegar hann var yngri. „Við reyndum að fara í bíó saman eða út að borða en yfirleitt fengum við ekki frið. Bíógestir voru jafnvel hættir að horfa á myndina sjálfa og störðu bara hlæjandi á pabba og báðu hann um að segja eitthvað fyndið. Það var ekki skemmtileg upplifun fyrir lítinn gutta sem vildi bara eiga pabba sinn út af fyrir sig. Enda fór það svo að við enduðum yfirleitt á því að leigja spólu saman og horfðum á hana í friði heima. En ég myndi ekki vilja hafa þetta öðru- vísi. Annars væri ég ekki sú mann- eskja sem ég er í dag.“ nóg aF gullkornum Sjálfur hefur Þórhallur í nógu að snúast þessa dagana. „Ég er að vinna á frístundaheimili með krökkum á aldrinum 6-10 ára og þetta er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Krakkar eru svo hreinskilnir og gullkornin sem þau láta út úr sér stundum eru óborgan- leg. Þessi vinna hefur sannarlega gefið mér mikið. Svo er ég alltaf á fullu í uppistandinu og að veislu- stjórast. Svo eru ýmsar pælingar í gangi fyrir verkefni tengd uppi- standi og jafnvel sjónvarpsþætti. En ekkert sem hægt er að tjá sig um að svo stöddu, það kemur allt í ljós síðar. Ég verð næst með uppi- stand í afmælisteiti Geðhjálpar seinnipartinn, 9. október, þar sem ég tala m.a. um kvíðann, félags- fælnina og fleiri skemmtilega geð- sjúkdóma á gamansaman hátt.“ ,,Það er allt of algengt að ungt fólk taki eigið líf. sjálfur átti ég þrjá vini sem gerðu það,” segir Þórhallur. MYND/PJETUR Útgefandi: Geðhjálp Umsjónarmaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli.bergmann@365.is, s. 512 5457 Ábyrgðarmaður: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Fyrir mér er auðveldara að standa einn uppi á sviði og vera búinn að ákveða svona nokkurn veginn hvað ég ætla að segja heldur en að sitja úti í sal við borð með ókunnugum og þurfa að brydda upp á einhverju umræðuefni um daginn og veginn. Geðhjálp heldur ekki aðeins upp á 36 ára afmæli sitt í dag. Haldið verður upp á flutning starfseminnar í eigið húsnæði við Borgar-tún 30 við sama tækifæri síðdegis. Fyrir samtök eins og Geðhjálp er ekki markmið í sjálfu sér að eiga eigið húsnæði. Hitt er víst að öruggt húsnæði skapar samtökunum ákjósanlegar aðstæður til að beita sér fyrir eigin legum markmiðum sínum – nefnilega að berjast fyrir bættum kjörum og réttindum fólks með geðræna sjúkdóma og aðstandenda þeirra, miðla fræðslu og berjast gegn fordómum. Afmælisbarnið tekur framtíðinni höndum tveim. Geðhjálp hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu misserum. Félögunum hefur farið ört fjölgandi, baráttan orðið sýnilegri og áhuginn vaxið í samfélaginu. Aukinn áhugi er ekki hvað síst því að þakka hversu margar hetjur hafa stigið fram og lýst lífi sínu með geðröskunum eins og Þórhallur Þórhallsson uppistandari gerir í forsíðuviðtali Geðhjálparblaðsins í dag. Þórhallur hefur ekki aðeins lifað með kvíða og félagsfælni allt sitt líf því að þrír vinir hans hafa stytt sér aldur. Rétt eins og Geðhjálp og Hjálpar- sími Rauða krossins hafa gert í forvarnarverkefninu Útmeð’a hvetur Þór- hallur fólk til að tala opinskátt um andlega líðan sína. Þessi boðskapur hefur fallið í frjósaman jarðveg því að Útmeð’a kynningarmyndbandinu hefur verð deilt oftar en nokkru öðru kynningarmyndbandi á samfélags- miðlunum eða 12.500 sinnum á árinu. Sífellt fleiri stíga fram m.a. undir merkjum #égerekkitabú á samfélagsmiðlum. Á bak við hverja einstaka manneskju með geðröskun eru að jafn- aði 3-5 nánir aðstandendur, vinir og stórfjölskylda. Geðhjálp beinir sjón- um sínum að aðstandendum á málþingi undir yfirskriftinni Öðruvísi líf á Grand Hóteli 14. október. Í viðtali við Knút Birgisson fötlunarfræðing og stuttum lýsingum á fimm fyrirlestrum til viðbótar er lesendum gefin inn- sýn í efni málþingsins í blaðinu. Almenningur er hvattur til að fjölmenna á málþingið. Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur og baráttumað- ur fyrir betri geðheilbrigðisþjónustu, leggur áherslu á að línan á milli þess að vera geðsjúkur og heilbrigður sé í raun ekki til. Við séum öll á svipuðu rófi en skynjum og túlkum hlutina einfaldlega á mismunandi hátt. Héðni finnst eðlilegra að tala út frá heilsu en veikindum, getu en vangetu, og leggur áherslu á að hver og einn þurfi að finna sína eigin leið til sjálfshjálp- ar. Óhætt er að taka undir þessi orð. Öflug starfsemi Geðhjálpar endurspeglast m.a. í starfsemi þriggja sjálfshjálparhópa á vegum samtakanna, þ.e. kvíðahóps, tilveruhóps og geð- hvarfahóps. Einn fulltrúi úr hverjum þeirra segir frá reynslu sinni af hópa- starfinu í blaðinu. Geðhjálp vinnur ekki aðeins sjálfstætt heldur tekur þátt í ýmiss konar samráði. Einn slíkur samráðshópur stendur fyrir dagskrá í tilefni af Alþjóðageðheilbrigðisdeginum 10. október. Dagskráin hefst með móttöku í Útvarpshúsinu kl. 12.15. Því næst verður gengið í skrúðgöngu frá Útvarpshúsinu kl. 12.40 í Kringluna þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Blómatorginu frá kl. 13.00 til kl. 16.00. Frekari upplýsingar má sjá á www.10okt.com. Skilningur stjórnmálamanna og embættismanna á eðli og aðstæðum fólks með geðrænan vanda skilar sér í bættri þjónustu og betri réttindum þessa hóps. Ilmur Kristjánsdóttir, nýr formaður velferðarráðs Reykjavík- urborgar, leggur áherslu á að þjónusta sveitarfélagsins sé einstaklingsmið- uð, heildstæð og sveigjanleg. Hún staðfestir ekki aðeins að starfsemi Geð- heilsumiðstöðvarinnar í Breiðholti verði tryggð heldur vilja borgarinnar til að opna fleiri slíkar stöðvar í samstarfi við heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins og ríkið. Því ber að fagna enda hefur árangur stöðvarinnar verið óum- deildur eins og fækkun innlagna í Breiðholti hefur leitt í ljós. Rétt eins og Geðhjálp fagnar Ilmur tillögu að þingsályktun um geð- heilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun. Með henni er stuðlað að veigamikl- um breytingum til batnaðar í geðheilbrigðismálum þó að alltaf megi gera betur og samtök eins og Geðhjálp þurfi sífellt að vera á tánum. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Afmælisbarn á tánum 9. október 2015 FÖSTUDAGUR2 l Geðhjálp 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -B B 7 0 1 6 C 2 -B A 3 4 1 6 C 2 -B 8 F 8 1 6 C 2 -B 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.