Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 09.10.2015, Qupperneq 32
K nútur mun hefja erindið á að gera grein fyrir rannsókn sinni „Alvarlegir geðsjúk- dómar innan fjölskyldna“ sem var lokaverkefni til MA-gráðu í fötl- unarfræði árið 2012. Verkið var unnið undir handleiðslu dr. Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur. Í rann- sókninni skoðaði Knútur reynslu aðstandenda, sem í þessu tilfelli eru aðallega foreldrar, og það ferli sem hefst frá því að veikinda verður vart. „Þetta var eigindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með viðtölum við aðstandendur. Þátttakendur voru samtals ellefu og þar af voru mæður í miklum meirihluta. Auk þeirra gáfu feður, stjúpfeður og systur kost á þátt- töku. Þau voru öll aðstandendur karlmanna sem í flestum tilvik- um höfðu veikst af geðklofasjúk- dómi,“ segir Knútur. Í fyrsta hluta fyrirlestursins fjallar Knútur um veikindi mann- anna og upplifun aðstandenda á þeim. Um læknismeðferðir, sam- skipti og samvinnu við lækna og annað fagfólk og stuðning og fræðslu sem hægt er að fá. „Hjá öllum mönn- unum varð fyrstu einkenna vart á unglingsárum eða í upphafi fullorð- insára. Í öllum tilvikum var sjúk- dómsinnsæi ungu mannanna sem veiktust verulega skert eða alls ekki til staðar. Afleiðingin var sú að lang- flestir höfnuðu aðstoð læknis og erf- itt gat reynst að koma þeim undir læknishendur. Undan tekningar- laust markaðist reynsla foreldranna af frelsissviptingu sona þeirra af miklum tilfinningalegum átökum og sorg. Það tók mjög á þá að horfa upp á valdbeitinguna og þá niðurlæg- ingu sem henni fylgdi. Oft beið sam- band foreldranna við synina mikinn skaða,“ lýsir Knútur. Hann segir gagnrýni foreldr- anna á lyfjameðferð hafa staðið nokkurn veginn í réttu hlutfalli við árangur hennar. Einnig að tilfinn- ingaleg afstaða foreldranna hafi stundum verið í andstöðu við faglega og oft á tíðum kerfislæga afstöðu starfsfólks. Auk þess að misjafnt hafi verið hve mikinn sálrænan stuðning geðsvið Landspítalans var tilbúið að veita aðstandendum þegar áfallið reið yfir. Því næst mun Knútur tala um fjöl- skyldurnar sem áttu í hlut, foreldr- ana, systkini og viðbrögð þeirra við veikindunum, samskipti og félags- tengsl. „Inn í þetta verður flétt- að reynslusögum foreldra þar sem meðal annars er sagt frá því hvern- ig þeir tókust á við þetta. Í rannsókn minni nota ég rannsókn félagsfræð- ingsins Davids Karp sem kenningar- legan grunn. Hann hefur lagt til af- markað ferli sem hann segir að að- standendur gangi í gegnum. Ég mun reyna að bera mínar niðurstöður saman við það ferli en það endar á tilfinningalegri úrvinnslu aðstand- enda sem hefst með tilfinningalegu siðrofi. Það sem er átt við með til- finningalegu siðrofi er að þá hverf- ur öll reglufesta sem við tengjum daglegu lífi. Í upphafi veikinda upp- lifa aðstandendur veruleika sem ein- kennist af tilfinningalegri upplausn, kvíða, óvissu og ringulreið. Þegar sjúkdómsgreiningin kemur svo er óvissunni lokið og er það bæði létt- ir og áfall. Þegar fólk áttar sig betur á varanleika sjúkdómsins verður til- finningalegt bakslag. Að lokum verð- ur síðan viðurkenning og sátt. Til að draga úr sektarkennd tileinkuðu foreldrarnir sér þau viðhorf að sjúk- dómurinn væri ekki þeirra sök og jafnframt að það væri hvorki í þeirra valdi að lækna hann né að hafa stjórn á honum. Einstaka foreldri lýsti því vel hvernig ný viðhorf í ljósi reynslu og aukins skilnings hefðu gert sér kleift að öðlast sátt við aðstæður og skapa nýjar og raunhæfari vænting- ar til framtíðarinnar,“ segir Knútur. Átakanlegt að horfa upp á valdbeitinguna Knútur Birgisson fötlunarfræðingur fjallar um MA-verkefni sitt „Alvarlegir geðsjúkdómar innan fjölskyldna“ á málþingi Geðhjálpar, Öðruvísi líf. Knútur Birgisson fötlunarfræðingur fjallar um rannsókn sína „Alvarlegir geðsjúkdómar innan fjölskyldna“ í fyrirlestri sínum á málþingi Geðhjálpar næstkomandi miðvikudag. MYND/ANTON Ég ætla að lýsa því hvernig ég hef upplifað það að vera systir einstak- lings sem hefur glímt við þung- lyndi. Tilfinningunni sem fylgir því að eiga náinn aðstandanda inni á geðdeild og baráttunni við að yfirstíga eigin fordóma gagn- vart geðfötluðum. Vanmættinum sem fylgir baráttunni við kerf- ið. Reiðinni yfir skilningsleysi og fordómum samfélagsins. Hvern- ig það er að vera alltaf í hlutverki stuðningsaðilans í lífi systur sinn- ar. Vera kletturinn sama hvernig stendur á og þurfa að virða það að systir manns þarf mun meira á at- hygli og stuðningi foreldranna að halda en maður sjálfur. Á málþingi Geðhjálpar, Öðruvísi líf – upplifun, reynsla og lærdómur aðstandenda geðsjúkra, sem fram fer á Grand Hóteli miðvikudaginn 14. október næstkomandi munu aðstandendur geðsjúkra segja frá upplifun sinni á því að vera maki, foreldri, barn eða systir geðsjúkra. Þessi munu öll vera með erindi á málþinginu. Öðruvísi líf – málþing Ég ætla að segja frá því hvern- ig ég hef upplifað að vera barn manneskju sem glímir við geð- sjúkdóm. Ég ætla að tala um hvernig það er að alast upp á heimili með manneskju sem er haldin ofsóknarbrjálæði. Ég ætla að tala um hvernig það hafði áhrif á líf mitt og sýn mína á heiminn. Ég ætla að tala um áföllin, eftirstöðvar þeirra og leiðina til að lifa með þeim. Ég ætla að tala um móður mína sem er yndisleg manneskja þrátt fyrir að vera mikið veik og hafa valdið mér miklum harmi. Lifað með harminum sonur Einar Hildarson Litla systir systir Erla Kristinsdóttir Ég ætla að segja frá því hvernig ég hef upplifað að vera móðir drengs sem átta ára gamall var greindur með geðhvörf. Greiningin þótti mjög umdeild og ekki voru allir á sama máli. Ég sem móðir var þó sannfærð og við tók langt og strangt ferli sem einkennd- ist af alls kyns hæðum og lægðum líkt og geðsjúkdómurinn sjálfur. Mig langar að miðla reynslu minni og vekja máls á úrræðaleysi í mál- efnum barna með geðsjúkdóma. Ég á mér líka fallegan draum um fram- tíðina og hann fáið þið að vita um þann 14. október. Rússíbaninn sem aldrei stoppar móðir Helga Björg Dagbjartsdóttir Ég ætla að segja frá því, hvernig ég hef upplifað að vera maki einstak- lings, sem átti við alvarlega geðsýki að stríða í um aldarfjórðung. Ástæðan fyrir því að ég hef gefið því stutta erindi heitið: Með hjálp Virginíu Woolf – er einfaldlega sú, að það var fyrst við lestur bókar eftir brezkan geðlækni, Peter Dally, um baráttu hinnar merku brezku skáld- konu Virginíu Woolf við sama sjúk- dóm, og samskipti hennar og eigin- manns hennar, sem ég fór að ná áttum, sem maki í því hlutverki. Ég hygg að flestir makar við slík- ar aðstæður missi fótanna og viti ekki sitt rjúkandi ráð. Það var um tveimur áratugum seinna að mér var bent á að kynna mér málefni aðstandenda áfengis- sjúkra og gerði mér þá grein fyrir mörgum hliðstæðum. Í framhaldi af því opnuðu samtöl við dr. Eydísi Sveinbjarnardóttur mér nýja sýn. Virginía gekk í ána 28. marz 1941 en hún hefur með vissum hætti hald- ið í höndina á mér seinni árin. Með hjálp frá Virginíu Woolf mAKi styrmir Gunnarsson Ég velti því ótal sinnum fyrir mér hvort það ætti fyrir syni mínum að liggja að veikjast eins og pabbi hans. Vangavelturnar skiluðu mér engu nema nokkrum áhyggjuhrukkum. Það eina sem ég gat var að bíða, reyna eftir megni að vera góð mamma og passa upp á að ræða geðsjúkdóma af skilningi og hlýju í stað fordóma. Þegar sonur minn veiktist var ég hjúkrunarfræðingur á bráðageð- deild. Hann veiktist þegar veturinn hafði steypt sér yfir okkur og borgin var bundin í klaka. Hann varð mjög veikur og þurfti bráða innlögn. Ég settist núna hinum megin við borðið í innlagnarviðtalinu með syni mínum. Ég þurfti að söðla um og ganga inn í hlutverk aðstandandans en þau um- skipti voru ekki hnökralaus. Í fyrir- lestrinum segi ég frá ferlinu og því hvernig hjúkrunarfræðingurinn náði að sleppa takinu og leyfa sér að vera fyrst og fremst mamma. Sætaskipti – lærdómur móður og fagmanns móðir ragnheiður Eiríksdóttir Hvernig það er að vera alltaf í hlutverki stuðningsaðilans í lífi systur sinnar. Greiningin þótti mjög umdeild og ekki voru allir á sama máli. Ég sem móðir var þó sannfærð. Ég ætla að tala um móður mína sem er yndisleg manneskja þrátt fyrir að vera mikið veik. 9. október 2015 FÖSTUDAGUR4 l Geðhjálp 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 2 -1 3 9 0 1 6 C 2 -1 2 5 4 1 6 C 2 -1 1 1 8 1 6 C 2 -0 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.