Fréttablaðið - 09.10.2015, Síða 38
Í
síðasta þætti af Matargleði
lagði Eva áherslu á rétti
sem tilvalið er að bera fram
í saumaklúbbnum eða þá
þegar vinahópurinn hittist.
Antipasti-platti með heimabök-
uðu foc accia-brauði og ljúffeng
gúllas súpa sem yljar á köldum
dögum og hittir alltaf í mark.
Forréttur eða smáréttur sem til-
valið er að bera fram þegar þið
fáið gesti í mat, einfalt og fljót-
legt að setja saman. Sitt lítið af
hverju, eitthvað fyrir alla.
Antipasti-platti
Hráskinka
Þistilhjörtu
Ólífur, svartar og grænar
Pestó
Ofnbakaður camembert með
pekanhnetum og hunangi
Primadonna eða annar góður
ostur
Góð sulta, t.d. rifsberja með ost-
unum
Focaccia með hvítlauk og rós-
maríni
Góð ólífuolía
Maldon-salt
Focaccia með hvítlauk og rós-
maríni
900 g hveiti
2 msk. hunang
½ tsk. salt
100 g smjör
500 ml mjólk
4 tsk. þurrger
3–4 msk. ólífuolía
4 hvítlauksrif, smátt skorin
2 msk. rósmarín, smátt saxað
Hitið mjólkina í potti við vægan
hita (mjólkin á að vera volg).
Bætið þurrgeri og 2 msk. af hun-
angi út í mjólkina og látið standa
í 4–5 mínútur.
Bræðið smjör við vægan hita.
Blandið öllu saman og hnoðið
deigið vel eða þar til það er slétt
og sprungulaust. Þá er deigið
látið hefast undir viskastykki þar
til það hefur tvöfaldast að stærð
eða í um það bil 50–60 mínútur.
Því næst er ofnskúffa smurð með
ólífuolíu, deigið sett í skúffuna
og því þrýst jafnt út í alla kanta.
Viskastykki lagt yfir og látið hef-
ast í um það bil 30 mínútur til
viðbótar.
Þegar brauðið hefur lyft sér er
fingri stungið í brauðið og mynd-
aðar holur á nokkrum stöðum. Því
næst stingið þið hvítlauksrifjum í
Ljúffengur pLatti sem gleður
Ljúffeng gúllassúpa, heimabakað focaccia-brauð og antipasti-platti eru tilvaldir réttir þegar vinirnir koma í heimsókn.
Girnilegir réttir og fallega bornir fram.
deigið og sáldrið bæði ólífuolíu
og söxuðu rósmaríni yfir deig-
ið. Það er líka mjög gott að setja
gróft sjávarsalt yfir í lokin.
Bakið brauðið við 200°C í 15-20
mínútur eða þar til brauðið er
orðið gullinbrúnt. Berið fram með
góðri ólífuolíu.
Bakaður camembert með
pekanhnetum og hunangi
1 camembert
handfylli pekanhnetur
1–2 msk. hunang
Fersk bláber
Opnið umbúðirnar á ostinum,
stingið nokkur göt í ostinn svo
hann opnist betur. Setjið hand-
fylli af hnetunum yfir og bakið
við 180°C í nokkrar mínútur eða
þar til osturinn byrjar að bráðna.
Setjið 1–2 msk. af hunangi yfir í
lokin og sáldrið ferskum bláberj-
um yfir.
Gúllassúpa
600–700 g nautagúllas
2 msk. ólífuolía
3 hvítlauksrif, marin
1 meðalstór laukur, smátt skorinn
2 rauðar paprikur, smátt skornar
2 gulrætur, smátt skornar
1 sellerístöng, smátt skorin
1 msk. fersk söxuð steinselja
5 beikonsneiðar, smátt skornar
1 ½ l vatn
2–3 nautakraftsteningar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 msk. tómatpúrra
1 meðalstór rófa, skorin í litla
bita
5–6 kartöflur, skrældar og niður-
skornar
Salt og pipar, magn eftir smekk
1 tsk. kummin
1 tsk. paprikuduft
Hitið olíu við vægan hita í potti,
mýkið hvítlauk og lauk í smá-
stund. Bætið nautakjötinu, papr-
ikum, gulrótum, sellerí, steinselju
og beikoni saman við og brúnið í
5–7 mínútur.
Bætið vatninu og teningum
saman við, hrærið vel í. Setj-
ið tómatana, tómatpúrru, rófu og
kartöflur ofan í súpuna. Krydd-
ið til með salti, pipar, papriku-
kryddi og kummin. Leyfið súp-
unni að malla í 40–60 mín. við
vægan hita.
Berið súpuna fram með brauði og
ef til vill smá sýrðum rjóma.
FÁRÁNLEGA
FLOTTUR
PAKKI
Aðeins 310 kr. á dag
SKEMMTIPAKKINN
Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði
365.is
Sími 1817
Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar. Spennandi íslenskir og
erlendir þættir, kvikmyndir og vandað talsett barnaefni. Að auki fá áskrifendur
internet, heimasíma, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild.*
Með því að greiða 1.990 kr. aukalega
færðu endalaust tal og 1 GB í GSM.
*20 GB í interneti og 100 mín. í heimasíma á 0 kr. Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma. Nánari upplýsingar á 365.is
FÁÐU ÞÉR
ÁSKRIFT
á 365.is
Matarvísir
8 • LÍFIÐ 9. OKtóBer 2015
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
C
3
-9
4
B
0
1
6
C
3
-9
3
7
4
1
6
C
3
-9
2
3
8
1
6
C
3
-9
0
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
8
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K