Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 40

Fréttablaðið - 09.10.2015, Side 40
T öskur eru einn af mikil­ vægustu fylgihlutum kvenna, nánast alltaf með í för og geta gert mikið fyrir lúkkið. Í haust eru handtöskurnar að skreppa saman og eiga nú að hanga í hendi eða nálægt öxl samkvæmt tískuspekingum. Veskið minnkar og böndin eru að styttast, ef þau eru til stað­ ar yfirhöfuð. Þetta er jákvæð breyting að því leytinu til að það veit­ ir meira öryggi í stór­ borgum gagnvart vasaþjófum. Að kona haldi á veski nær sér sýnir að hún sé í góðu jafn­ vægi og ekki að flýta sér of mikið í amstri dagsins. Hún er samt sem áður á ferðinni en virðist ekki þurfa jafn mikið með­ ferðis. Margar kann­ ast við að bæta stöðugt ofan í töskuna og vera með stútfulla tösku af hlut­ um sem við höfum enga þörf fyrir. Undirrituð þekkir slíkt af eigin raun. Minna er yfir­ leitt betra og með þessu trendi lærum við kannski að skipu­ leggja betur hvað þarf og hvað má missa sín þegar við höldum út í daginn. Þó handtöskurnar í þessu sniði sýni meiri mýkt þá eru þær samt sem áður sá fylgihlutur sem gefur merk­ inguna „business“ sé hann not­ aður við réttu flíkurnar. Það má vel nota eldri tösk­ ur og stytta í þeim böndin með áberandi hnút á hliðinni, þann­ ig náum við sams konar lúkki. Ef við viljum nýja og ferska, þá eru meðfylgjandi hugmynd­ ir úr íslenskum verslunum. Einvera Handtaska Haustsins Stella McCartney Tími stærri handtaskna er liðinn. Minni töskur sem hanga á hendi eða nálægt öxl eru málið. Elísabet Gunnars rýnir í handtöskutískuna. Vero Moda Calvin Klein í GK Reykjavík Marni 2015 Louis Vuitton haust 2015 Andrea by Andrea Elísabet Gunnars trendnet.is 10 • LÍFIÐ 9. oKtóbER 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 4 -1 A 0 0 1 6 C 4 -1 8 C 4 1 6 C 4 -1 7 8 8 1 6 C 4 -1 6 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.