Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 48

Fréttablaðið - 09.10.2015, Page 48
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Katrín Sólmundsdóttir frá Hátúni, Stöðvarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað þann 6. október. Útförin auglýst síðar. Sólmundur Jónsson Auður Guðmundsdóttir Viðar Jónsson Heiðdís Guðmundsdóttir Sólveig Jónsdóttir Pétur Skarphéðinsson ömmu- og langömmubörn. Elskulegi bróðir okkar, mágur og frændi, Ingimundur Arnar Markússon Bói frá Bjargasteini í Garði, sem lést þann 30. september, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju þriðjudaginn 13. október kl. 14.00. Aðstandendur Ástkær móðir mín og amma, Guðríður Júlíusdóttir Deildarási 8, lést á Landspítalanum 4. október sl. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 14. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ester Harðardóttir Erna Björg Sverrisdóttir Orri Ólafsson „Við erum orðin meiri hljómsveit myndi ég segja, við fórum frá að vera þriggja manna popptríó yfir í afskap- lega reynda progghljómsveit, þar sem hver staða er skipuð meistara, og þá er ég nú ekki að tala um mig,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, með- limur sveitarinnar Todmobile sem um þessar mundir fagnar tuttugu og fimm ára afmæli plötunnar Todmobile, sem ansi mörgum ætti að vera kunn og eflaust haldið upp á víða. Platan rataði til að mynda inn á lista hundrað bestu platna Íslandssögunnar. „Þarna eru langflestir smellirnir okkar, svo sem Brúðkaupslagið, Pöddulagið, Eldlagið, Spiladósalagið, Gúggúlu, og Drauma- lagið,“ segir Þorvaldur kampakátur. Aðspurður hvert sé uppáhaldslag hans af þessari plötu nefnir hann Nætur- lagið. „Við höfum ekki spilað það lag síðan á útgáfutónleikunum fyrir tutt- ugu og fimm árum. Ég held að það hafi verið okkar besta lag, og við vorum bara að uppgötva það aftur núna. Það verður býsna gaman að spila það.” Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 1988 og má með sanni segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. Ætla má að einhver stærsta breytingin á högum bandsins hafi verið aðkoma Eyþórs Inga Gunnlaugssonar, stór- söngvara með risaröddina, sem hljóp til á ögurstundu og ílengdist svo. „Hann datt eiginlega óvart inn. Varð messufall hjá nafna hans, Eyþóri Arnalds, og við að fara að halda annaðhvort dansleik eða tónleika. Þá eru þau Andrea og Eyþór Ingi að vinna saman fyrir norð- an við Rocky Horror sem þar var sýnt. Kemur í ljós að pabbi Eyþórs hlustaði mikið á Todmobile þegar Eyþór var lítill, svo hann kunni öll lögin,“ segir Þorvaldur og skellir upp úr. Þrátt fyrir að Eyþór sé fæddur árið 1989, ári áður en platan Todmobile kom út, hefur það ekki komið að sök. „Hann er gömul sál. Það hefur aldrei komið upp á meðal okkar, eða þeirra heimsfrægu tónlistar manna sem við höfum unnið með, að einhver segi: „Þegi þú þarna, ungi maður, þú veist ekki neitt,“ það hefur bara ekki skeð. Hann er svo pró,“ útskýrir Þorvaldur og bætir við: „Við höfum einfaldlega ekki pælt í þessu.“ Verður þessum tímamótum fagnað í kvöld í Eldborgarsal Hörpu, en tón- leikahald sveitarinnar hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður í tón- listarhúsinu síðan hún reið á vaðið árið 2011 og bókaði salinn fyrst rokkhljóm- sveita. „Við tókum engan smá séns, en þetta hefur gengið stórkostlega. Við höfum fengið til liðs við okkur heims- fræga listamenn, kammersveit og kóra, ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Og stefnum á útrás, svo okkur þótti tímabært að fara „back to basics“ og verðum upp á gamla mátann, þar sem við flytjum lög af plötunni góðu og alla hina smellina.“ Mun Todmobile svo endurtaka leik- inn í Hofi á Akureyri annað kvöld, og lofar að ekki verði stemningin minni norðan heiða. „Todmóbílskt stuð í Hörpu og Hofi,“ bætir Þorvaldur við í blálokin.  gudrun@frettabladid.is Aldarfjórðungs afmæli fagnað með stæl í kvöld „Todmóbílskt stuð í Hörpu og Hofi,“ lofar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, er hann talar fyrir hönd félaga sinna í Todmobile, einni vinsælustu rokkhljómsveit Íslandssögunnar. Andrea Gylfadóttir er ein ástsælasta söngkona landsins, og hefur verið með frá upphafi, líkt og Þorvaldur. Eyþór er árinu eldri en platan Todmobile, en þetta kynslóðabil hefur nákvæmlega engin áhrif að sögn Þorvalds. Merkisatburdir 1804 Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar forseta, fæðist. 1889 Jakob Jóhannesson Smári skáld fæðist. 1940 John Lennon, bítill og friðarsinni, fæðist. Árlega er kveikt á Friðarsúlunni í Viðey í tilefni fæðingardags Lennons, og lét eftirlifandi eiginkona hans reisa súl- una. Á hverju ári er svo viðhöfn þennan dag þegar kveikt er á súlunni. 1943 Lifandi leðurblaka finnst þennan dag í fyrsta skipti á Íslandi. Fannst hún á Hvoli í Mýrdal. Hún gaf upp öndina tíu dögum síðar. 1944 „Í dag hyllum við Íslendinga sem þegna systurlýðveldisins í Atlantshafi og arftaka þúsund ára lýðræðishefðar,“ segir Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti í tilefni dagsins, en hann er tileinkaður Leifi Eiríkssyni. 1944 Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fæðist. 1947 Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum alþingismaður, fæðist. 1950 Gefið er út forsetabréf um afreksmerki hins íslenska lýð- veldis, sem sæma má þá sem „leggja líf sitt eða heilsu í hættu við björgun íslenskra manna úr lífsháska“. Var merkið fyrst veitt þremur árum síðar. 1963 Skáldatími eftir Halldór Laxness kemur út. Bókin vekur mikla athygli og umtal, en í henni gerir hann upp við sósíalismann. 1965 Minningardagur Leifs Eiríkssonar fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi. 1971 Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR brotnar við lendingu á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sleppa ómeiddir og þurfa að ganga rúm fjörutíu kílómetra áður en hjálpin berst. 1986 Stöð 2 hefur útsendingar. Hún er þannig fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin í einkaeign, en Jón Óttar Ragnarsson er sjón- varpsstjóri þegar út- sendingar hefjast. 1992 Markarfljótsbrú er vígð, og er tvö hundruð og fimmtíu metra löng. Kemur brúin í stað brúarinnar sem vígð var 1934, og styttist þar með hringvegurinn um fimm kílómetra. 9 . o k t Ó b e R 2 0 1 5 F Ö S t U D A G U R24 t í m A m Ó t ∙ F R É t t A b L A ð i ð tímamót 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -1 3 9 0 1 6 C 2 -1 2 5 4 1 6 C 2 -1 1 1 8 1 6 C 2 -0 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.