Fréttatíminn - 24.07.2015, Síða 2
Í gærdag úthlutaði Fjölskylduhjálp 700 matarpokum en suma
daga er 1000 fjölskyldum
úthlutað allt að þremur
matarpokum. Það eru helst
eldri borgarar, öryrkjar, at-
vinnulausir, fólk hjá félags-
þjónustunni, einstæðir
foreldrar og ungt fólk sem
nær ekki endum saman um
mánaðamót sem þiggur
matargjafir. Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálpar, segir sífellt
fleiri flóttamenn koma í fjöl-
skylduhjálp.
Vísa engum án kennitölu
frá
„Útlendingar hafa verið að
koma hingað í mörg ár, því
þeir geta verið fátækir rétt
eins og Íslendingar,“ segir
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar.
„Þetta er til dæmis fólk sem
hefur búið hér í mörg ár
og er með íslenskan ríkis-
borgararétt, fólk sem er
með dvalarleyfi en enga
framfærslu eða fólk með
atvinnuleyfi en sem hefur
ekki atvinnu. Það er líka
töluvert um að útlendingar
sem hingað leita séu ör-
yrkjar.“
„Allir sem sækja hingað
þurfa að koma með veflykil
svo við getum séð skatta-
framtalið, en við erum með
leyfi persónuverndar til að
skoða allar upplýsingar um
viðkomandi. Svo við sjáum
svart á hvítu hvað fólk hef-
ur til ráðstöfunar. En svo
ber í auknum mæli á því að
hingað komi fólk með enga
kennitölu. Við höfum verið
að aðstoða flóttafólk frá því
að það kom hingað fyrst og
fólk sem er með dvalarleyfi
en enga framfærslu. Við
tökum á móti öllum og við
myndum aldrei vísa neinum
útlendingi frá, hvort sem
hann er með kennitölu eða
ekki. Við getum það ekki
því við vitum að þetta er
fólk sem hefur ekkert á
milli handanna. Nú síðast
í gær komu hingað tveir
hælisleitendur frá Rúss-
landi, sem eru á aðstoð frá
félagsþjónustunni þar sem
þeir fá að eigin sögn um
40.000 krónur á mánuði.“
Vilja hærri styrki
Ásgerður Jóna segir Fjöl-
skylduhjálp ekki sitja við
sama borð og aðrar líknar-
stofnanir varðandi styrki.
„Við höfum verið starfandi
í tólf ár og erum stærsta
líknarfélagið. Við höfum
verið að aðstoða hælisleit-
endur frá því að þeir komu
hingað fyrst og fólk sem
er með dvalarleyfi en enga
framfærslu. Við tökum á
móti öllum og við myndum
aldrei vísa neinum útlend-
ingi frá, hvort sem hann
er með kennitölu eða ekki.
Við getum það ekki því við
vitum að þetta er fólk sem
hefur ekkert á milli hand-
anna.“
„Við erum dálítið ósáttar
við það að fá ekki meiri
stuðning frá borginni því
það eru önnur félagasamtök
sem fá stuðning í kerfinu út
af hælisleitendum, eins og
til dæmis Rauði krossinn
og Kirkjan. En við erum
aldrei teknar inn í myndina
þrátt fyrir að vera með allt
þetta fólk hjá okkur. Við
erum með 5000 fjölskyldur
á skrá hjá okkur, við gætum
aðstoðað fleiri en reynum
að stilla þessu í hóf því
eina tekjulindin okkar eru
nytjamarkaðirnir. Við fáum
133.000 krónur á mánuði
frá Reykjavík en það er bara
brotabrot af húsaleigunni.
Við erum að taka utan um
þetta fólk, rétt eins og aðrir
sem fá styrki til þess, og
mér finnst því að við ættum
að sitja við sama borð.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 700 matarpokum í Reykjanesbæ í gær. Ljósmynd/Fjölskylduhjálp.
Sífellt fleiri flóttamenn
leita til Fjölskylduhjálpar
Fjölskylduhjálp Íslands er eina líknarfélagið sem hefur opið í allt sumar og álagið er því mun meira
en venjulega. Ásgerður Jóna Flosadóttir segir sífellt fleiri flóttamenn leita til Fjölskylduhjálpar, en
að engum sé vísað frá þrátt fyrir að hafa ekki kennitölu. Hún er ósátt við að stærsta líknarfélag
landsins fái ekki að sitja við sama borð og aðrir þegar kemur að styrkveitingum.
Slá yfir fréttum
Reykjavíkur-
borg styrkir
starf Fjöl-
skylduhjálpar
um 133.000 kr.
á mánuði en
annars treystir
Fjölskylduhjálp
á að fólk nýti
sér nytjamark-
aðina. Þeir eru
á eftirtöldum
stöðum:
Iðufell 14,
Reykjavík
Snorrabraut 27,
Reykjavík
Hamraborg 9,
Kópavogi
Baldursgötu 14,
Reykjanesbæ
Austurvegi 1-5,
Selfossi
Íslensk börn í nýrri Win-
dows-auglýsingu.
Íslensk börn eru í aðalhlutverkum
í nýrri auglýsingu frá Microsoft þar
sem nýja Windows 10 stýrikerfið er
kynnt. Börnin, sem þarna stíga sín
fyrstu skref á leiklistarferlinum, eru
á aldrinum 10-24 mánaða og var aug-
lýsingin tekin í Reykjavík, Mosfells-
dal og á Langjökli á tveimur dögum
í lok júní. Í auglýsingunni má einn-
ig sjá bregða fyrir börnum frá Mar-
okkó, Taílandi, Englandi og Banda-
ríkjunum.
„Stór ástæða fyrir því að ákveðið
var að taka upp hluta auglýsingar-
innar á Íslandi var sú að verið var
að leita að snjó og ósnortinni nátt-
úru,“ segir Árni Páll Hansson hjá
True North sem var framleiðandi
íslenska hluta verkefnisins. Börnin
fóru ekki í prufur heldur voru valin
út frá ljósmyndum en hátt í þrjátíu
manns komu hingað til lands til að
taka upp auglýsinguna - starfsfólk
erlenda framleiðslufyrirtækisins,
auglýsingastofunnar og Microsoft.
Margt íslenskt starfsfólk kom einnig
að verkefninu, t.a.m. var flest tækni-
fólkið íslenskt. „Þetta var mikil
vinna en skemmtileg,“ segir Árni
Páll um verkefnið. „Þau höfðu sam-
band við okkur sex vikum áður en
þau komu og þá hófumst við strax
handa við undirbúninginn. Svo höfð-
um við stuttan tíma í sjálfar tökurnar
en þær fóru fram á tveimur dögum í
lok júní s.l.“ -hf
Íslensk börn eru áberandi í nýrri auglýsingu frá Microsoft.
Laun í byggingar-
iðnaði hækkuðu
mest
Laun í byggingarstarfsemi hækkuðu
mest meðal allra atvinnugreina á síðasta
ári, um 7,4% samkvæmt samantekt
Samtaka atvinnulífsins sem unnin er upp
úr gögnum Hagstofu Íslands. Þar kemur
fram að laun á almennum vinnumarkaði
hafi hækkað um 5,8% milli áranna 2013
og 2014. Launaþróunin var nokkuð jöfn
eftir starfsstéttum, en mest hækkuðu
þau hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslu-
fólki um 7,0%, þar á eftir hjá skrifstofu-
fólki, 6,4%, en minnst hjá stjórnendum,
5,2%. Regluleg laun forstjóra og aðal-
framkvæmdastjóra voru 1.451 þús. kr. á
mánuði og heildarlaun 1.629 þús.kr.
BHM gegn ríkinu
Mál BHM gegn íslenska ríkinu verður flutt
í Hæstarétti þann 10. ágúst næstkomandi.
Héraðsdómur kvað upp dóm þann 15. júlí
síðastliðinn að ríkinu hefði verið heimilt að
setja lög á verkföll BHM en BHM áfrýjaði
strax til Hæstaréttar og var málið þingfest
þann 17. júlí. BHM telur að lögin standist
ekki stjórnarskrá og séu skýrt brot bæði á
stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, að lagasetningin feli í sér ólögmætt
inngrip í verkfallsdeiluna þar sem stjórn-
völd sjálf séu annar samningaaðilinn.
Gæsluvarðhald fyrir
HIV-smit
Karlmaður af erlendum uppruna var í gær
í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 20. ágúst næstkomandi
að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Er það gert á grundvelli rannsóknar-
hagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða.
Maðurinn er grunaður um að hafa smitað
ungar konur af HIV-veirunni og snýr rann-
sóknin meðal annars að því að skoða hvort
fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti
við manninn og hvort þær séu smitaðar.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upp-
lýsingar að svo stöddu.
Edda fjárfestir í
Marorku
Framtakssjóðurinn Edda slhf., sem rekinn
er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu, hefur
náð samkomulagi við núverandi eigendur
Marorku um kaup á hlut í félaginu. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu. Þar segir
að þýski fjárfestingarsjóðurinn Mayfair
verði áfram stærsti hluthafi Marorku, en
fjárfestingu Eddu sé ætlað að styðja við
áframhaldandi vöxt félagsins bæði á Ís-
landi og erlendum mörkuðum.
Álagningarseðlar
aðgengilegir
Álagningarseðlar ríkisskattstjóra voru
gerðir aðgengilegir í gær, en hægt er að
nálgast þá á vefnum skattur.is. Þar geta
skattgreiðendur séð hvort þeir eigi rétt
á endurgreiðslu frá ríkisskattstjóra, eða
hvort þeir skuldi skatta og önnur opinber
gjöld. Barnabætur, vaxtabætur og fyrir-
framgreiddar vaxtabætur verða greiddar
út 31. júlí, auk annarra inneigna. Þeir sem
óskuðu eftir álagningarseðli á pappír fá
hann sendan í pósti eftir 24. júlí. Kæru-
frestur vegna álagningar 2015 er til 24.
ágúst.
2 fréttir Helgin 24.-26. júlí 2015