Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 8
X Mikil gróska er í bæjarhátíðum og alls konar sumarhátíðum víða um land. Þetta er prýði- leg þróun sem kynnir viðkomandi sveitar- félög. Þangað koma brottfluttir íbúar, sækja heim gamlar slóðir og blanda geði við heima- menn, auk annarra gesta sem koma til að taka þátt í hátíðinni. Hvert þorp eða kaup- staður skartar sínu fegursta enda taka menn til í sínum ranni þegar gestum er boðið heim. Sem dæmi um slíkar bæjarhátíðir eru Hum- arhátíðin á Höfn, Írskir dagar á Akranesi, Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum, Eistnaflug í Neskaupstað, LungA á Seyðis- firði, Mærudagar á Húsavík, Franskir dagar á Fáskrúðs- firði, Ormsteiti á Egilsstöðum, Sumar á Selfossi, Ljósanótt í Reykjanesbæ og Fiskidagurinn mikli í Dalvíkurbyggð – og eru þá aðeins fáeinar af bæjarhá- tíðunum nefndar, en á vef Sam- bands íslenskra sveitarfélaga má finna nær 30 slíkar hátíðir sem haldnar eru í sumar. Auk þessara hátíðar eru fjölmargar hátíðir um land allt og ef tekið er tímabilið frá vori til hausts, frá apríl til nóvember, þá eru há- tíðirnar nær 70 talsins. Meðal slíkra, og enn eru aðeins fáar taldar, eru hátíðin Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði sem haldin er ár hvert um páskana, Hafnardag- ar í Þorlákshöfn, helgarhátíð þar sem boðið er upp á dansleik, tónleika, listsýningar og fleira, Rauðasandsfestival, tónlistar- og upp- lifunarhátíð á sunnanverðum Vestfjörðum, Skjaldborg, íslensk heimildamyndahátíð á Patreksfirði þar sem kvikmyndagerðarfólk og áhugafólk um kvikmyndir hittist, Skógardag- urinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógar- bænda á Austurlandi, Bíladagar á Akureyri þar sem bílaunnendur hittast, skoða gamla og nýja bíla og keppa sín á milli, Barrokhá- tíðin á Hólum, Brákarhátíð, fjölskylduhátíð í Borgarnesi, Blúshátíðin í Ólafsfirði, Blóm í bæ, garðyrkju- og blómasýning í Hveragerði, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, þar sem boðið er upp á dansa, námskeið og tónleika, Bátadag- ar í Breiðafirði, ATP-tónlistarhátíðin á Ásbrú, sumarhátíðin Heim í Búðardal, Bryggjuhá- tíð á Drangsnesi, Reykhóladagar, Ormsteiti, bæjarhátíð á Egilsstöðum og vítt og breitt um Fljótsdalshérað, Skálholtshátíð, Hand- verkshátíðin í Eyjafjarðarsveit og hátíðin Á góðri stund í Grundarfirði, en segja má að lýsing á þeirri hátíð sé samnefnari fyrir aðrar slíkar: „Fjölskylduhátíð sem hugsuð er fyrir Grundfirðinga, innfædda og brottflutta, vini þeirra og vandamenn, og aðra gesti sem eiga leið þangað.“ Ónefndar eru hátíðir sem haldnar eru um allt land í byrjun júní í tilefni sjómannadags- ins – og aðeins vika er til verslunarmanna- helgarinnar, mestu ferðahelgar ársins þegar nafntoguðustu útihátíðirnar eru haldnar. Þar er þekktust og langlífust Þjóðhátíðin í Vest- mannaeyjum en þær eru fleiri: Mýrarboltinn á Ísafirði, Ein með öllu á Akureyri, Neistaflug í Neskaupstað, Unglingalandsmót UMFÍ, Síldarævintýri á Siglufirði, Sæludagar KFUK og KFUM í Vatnaskógi, Kotmót Hvótasunnu- kirkjunnar í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og Innipúkinn í Reykjavík. Stærstar allra sumarhátíða eru síðan Menningarnótt í Reykjavík og Gay-Pride há- tíðin sem tugþúsundir taka þátt í ár hvert. Á Menningarnótt njóta gestir fjölbreyttrar listar í höfuðborginni og hátíð hinsegin fólks hefur svo sannarlega vaxið og dafnað – og aukið umburðarlyndi almennt og unnið gegn fordómum. Allar þær hátíðir sem hér hafa verið nefnd- ar – auk tuga ónefndra – lífga upp á sumarið, þann tíma sem fjölskyldurnar eyða saman í fríi. Þær eru mikilvægur menningar- afþrey- ingar og skemmtiviðburður á hverjum stað. Hátíðirnar stuðla að auknum tengslum íbúa landsins og gefa heimamönnum tækifæri til að sýna það besta á hverjum stað, efla margs konar listalíf og eru sannkallaður menningar- auki. Af reynslu vitum við að helst er hætt á sukki á útihátíðum verslunarmannahelgar- innar þótt þær fjölmennu samkomur fari yfir- leitt bærilega fram enda gæsla umsjónaraðila mikil. Hvað aðrar sumarhátíðir varðar, hinar fjölbreyttu bæjar- og menningarhátíðir um land allt, takast þær undantekningarlítið vel. Gestir og gestgjafar þekkja til íslensks veður- fars og láta óútreiknanlega veðurguði ekki á sig fá – en vitaskuld er gott veður bónus þeg- ar efnt er til útihátíðar á okkar stutta sumri. Gróska í fjölbreyttum bæjar- og sumarhátíðum Vel þegnar menningarhátíðir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS 8 viðhorf Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.