Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Page 12

Fréttatíminn - 24.07.2015, Page 12
V ið erum búin að vera hér í fjögur ár, en vorum áður í Kringlunni,“ segir Nonni Quest þegar hann býður blaða- manni upp á bjór og viskí í upp- hafi viðtalsins.“ Nonni er einn litríkasti rakarinn á landinu. Vel skreyttur á höndunum, skartar myndarlegu skeggi og er með kúluhatt. „Móðir mín rak hár- greiðslustofuna Kristu í Kringl- unni frá opnun Kringlunnar og þegar ég var ungur og vissi ekkert hvað mig langaði að gera ákvað ég að það væri sniðugt að verða rakari, svo ég lærði það. Þá þurfti maður að vísu að læra hárgreiðslu líka, sem ég gerði og bý enn að,“ segir Nonni. „Ég vann fyrst hjá mömmu og stofnaði svo mína eig- in stofu Quest árið 1999 í hinum enda Kringlunnar. Við sameinuð- um stofurnar 2004 en ég og Bet, konan mín, keyptum svo stofuna árið 2007. Fyrir fjórum árum flutt- um við svo hingað og ég og konan mín höfum tekið yfir reksturinn. Mamma hætti um leið og ég fékk vínveitingaleyfið snemma á þessu ári,“ segir hann og hlær. „Þá fékk hún nóg af þessu og hætti. Mér fannst svo sniðugt að gera þetta að rakarastofu/bar/tónleikastað/ galleríi þar sem fólk kemur og nýtur unaðslegra veiga, og mig langaði að sameina þarna áhuga- mál mín. Hár, bjór og viskí,“ segir Nonni. „Ég hafði bara samband við skipulagsráð borgarinnar sem tóku nú bara vel í þetta og smám saman small þetta. Í dag er ég með yfir 30 tegundir af bjór og er mjög stoltur af því að geta boðið upp á allt frá Borg brugg- verksmiðju,“ segir hann. „Svo er ég með yfir 60 tegundir af Viskíi frá öllum heimshornum og pörun á þessum tveimur drykkjum er mikið áhugamál, þar sem báðir drykkirnir eiga upptök sín í sama hlutnum. Fólk virðist vera að taka vel í þetta, það er allavega nóg að gera.“ Á meðan á viðtalinu stóð á Quest og viskíið rann ljúf lega niður voru viðskiptavinirnir ein- göngu karlmenn. Nonni segir samt konurnar alveg koma líka. í tileFni dAgsinS – alLa dagA með vaNillubrAgðI með súKkulaðIsósU hneTuís Með karaMellusósU -Toppurinn á ísnum ÍSinn Með Gula LokinU PIPA R \ TBW A • SÍA • 15016 4 Mamma hætti um leið og ég fékk vín- veitingaleyfið snemma á þessu ári  Einstök rakarastofa Áhugamálin sameinuð Efst á Laugaveginum er Quest - Hair, Beer & Whisky Saloon. Stofan er öðruvísi en allar aðrar stofur á landinu, því þar er bar og þar eru haldnir tónleikar. Jón Aðalsteinn Sveinsson, eða Nonni Quest er maðurinn á bak við staðinn. Hann segir að þessi hugmynd sín hafi komið upp fyrir nokkrum árum og er á því að hann hefði átt að vera löngu búinn að því að opna svona stofu. Þeir sem koma í klippingu á Quest geta fengið fyrirlestur frá Nonna um pörun bjórs og Viskís á meðan þeir bíða og margir koma á Quest án þess að fara í klippingu. Nonni Quest segir fólk ekkert endilega þurfa að koma í klippingu á Quest. Ljósmynd/Anton Brink „Þetta er orðið svo breytt,“ segir hann. „Hártískan er orðin svo fjöl- breytt. Liturinn er enn til staðar en það eru rosalega margar kon- ur sem láta hárið bara vaxa frjálst og koma svo reglulega og láta snyrta það. Það kom ein um dag- inn og vildi fá permanent og ég sagði henni að sleppa því,“ segir hann og hlær. „Hárvörur í dag eru orðnar svo góðar að permanent er óþarfi. Munurinn er samt mestur hjá strákunum,“ segir Nonni. „Í dag vilja menn vera vel snyrtir og eru hættir að mæta í klippingu bara af því að konurnar sendu þá. Menn koma til mín á tveggja vikna fresti til þess að snyrta hár og skegg. Auðvitað koma konur líka en karlmennirnir eru í meiri- hluta.“ Á Quest hafa tónleikar, list- sýningar og aðrir viðburðir ver- ið haldnir á undanförnum vikum og segir Nonni það hafa tekist mjög vel til, og stendur til að gera meira af slíku. „Mér finnst þetta allt eiga heima saman. Hártíska og tónlist,“ segir Nonni. „Ég er búinn að eiga hljóðkerfi síðan ég opnaði Quest í Kringlunni og ákvað að bjóða bara upp á þetta hér. Hljómsveitirnar koma sér fyrir hérna í enda stofunnar og við afgreiðum bjór á meðan. Þeir sem hafa komið hingað að spila segja sándið mjög gott og þetta er skemmtilegt,“ segir hann. „Opið alla daga til klukkan 18 og milli 17 og 18 er happy hour. Og ef um sérstaka viðburði er að ræða eins og tónleika, smakkanir, afmæli, steggjanir eða hvað sem er er opið til klukkan 23 á kvöldin. Ég er op- inn fyrir öllu hérna og er með fullt af hugmyndum að fleiri uppátækj- um sem ég gæti komið inn á þessa stofu,“ segir Nonni. Nonni hefur alltaf vakið athygli fyrir útlit sitt og er ekki feiminn við að fara óhefðbundnar leiðir. Hann segir þetta lífsstíl. Quest er ekki í miðbænum og segir hann að það sé ekkert nauðsynlegt fyrir svona starfsemi að vera þar. „Bærinn er alltaf að stækka,“ seg- ir Nonni. „Í báðar áttir. Kannski fer ég niður í miðbæ en ekkert endilega samt,“ segir hann. „Það er mikil umferð fólks sem kem- ur hingað og erlendir ferðamenn labba hérna framhjá í löngum röðum. Það sem er líka ágætt við að vera ekki alveg í 101 er það að maður er laus við ruglið,“ segir Nonni. „Fólk gerir sér frekar ferð hingað. Það eina sem er slæmt við þetta er að ég er hættur að sjá fjöl- skylduna mína, en sem betur fer erum við konan í þessu saman,“ segir Nonni á Quest. Allar upplýsingar um opnunar- tíma og dagskrá stofunnar er að finna á Facebook-síðunni facebo- ok.com/questsaloon Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 12 fréttir Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.