Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 26
26 heilsutíminn Helgin 24.-26. júlí 2015 Inniheldur ICARIDINE og DEET/CITRIODIOL Moustidose flugnafæla Alvöru flugnafæla fyrir erfið svæði sem veitir vernd í allt að 8 klst. Fæst í apótekum Dreifing: Ýmus ehf Hlaupaskór ársins hjá Runners World Saucony Triumph 12 Verð kr. 24.990,- Yoga fyrir hlaupara Yoga er frábær leið til að liðka og styrkja vöðvana og til að læra að anda rétt, sem allt er sérstak- lega mikilvægt fyrir hlaupara. Yogakennarinn Sara Snædís Ólafsdóttir fær mikið af hlaupurum í tíma í Yoga Shala og Hreyfingu þar sem hún kennir Vinyasa yoga. Hér sýnir hún okkur nokkrar góðar teygjur sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir hlaupara. Þ essar æfingar eru sérstak­lega hugsaðar fyrir hlaup­ara en yogaæfingar yfirhöf­ uð geta hjálpað hlaupurum mjög mikið. Sérstaklega þeim sem eru með stutta og stífa vöðva eftir mikil hlaup. Það er hægt að nota æfing­ arnar hvenær sem er, líka á hvíldar­ dögum þegar ekkert er hlaupið. Þær eiga það allar sameiginlegt að teygja vel á lærvöðvunum, bæði að framan og aftan, á mjóbakinu og bakinu og þær opna bringuna, en þetta eru allt staðir sem eiga það til að stífna hjá þeim sem hlaupa mik­ ið. Öndun skiptir líka mjög miklu máli í hlaupum og í yoga lærir mað­ ur að anda rétt. Í öllum þessum teygjum er mikilvægt að anda ró­ lega og halda hverri stöðu í svona fimm til átta andardrætti.“ 1 Barnið (Balasana) Þú gerir smá bil á milli fótanna, lætur tærnar snertast og hvílir kviðinn á milli lær- anna. Lætur ennið liggja við dýnuna, teygir hendurnar fram og finnur lenginguna á bakinu. Mjaðmirnar síga í átt að hælum. Ávinningur: Teygir á lærvöðvunum og ökkl- unum og hjálpar til við að slaka á baki, en hlauparar upplifa oft þreytu í mjóbakinu. 2 Hundurinn (Adho-mukha-svanasani) Axlarbreidd á milli handa og passa að axl- irnar snerti ekki eyru, draga herðablöðin í sundur. Hryggurinn er langur og rófubeinið vísar hátt upp í loftið. Mjaðmabreidd á milli fóta, hælar niður í dýnu og fæturnir eru sterkir. Horft í átt að nafla og lengt á hálsi, án þess að hann sé stífur. Ávinningur: Losar um spennu í baki og teygir á fótum höndum og baki. Opnar mjóbakið vel. 3 Stríðsmaður með hné í gólf ( Anjaneyasana) Fremri fóturinn boginn, hné í línu við hæl. Aftari fótur teygður aftur og hné hvílt í gólfi. Teygjan á að vera þægileg framan á mjöðm og læri. Lyftir upp mittinu og lengir á hryggnum, ef bakið leyfir þá er hægt að halla sér aftur. Ávinningur: Opnar mjaðmir, bak og bringu og hún er góð fyrir jafnvægi, ef horft er upp. Teygir lærvöðva, styrkir hné og losar um spennu í mjöðmum. Standandi frambeygja ( Prasarita-pa- dottanasana) Gott bil á milli fótanna, rúmlega mjaðma- breidd en fer eftir getu fólks. Tærnar beint fram eða inn á við, alls ekki fetta hrygginn, hann á að vera langur og beinn þegar maður hallar sér fram. Lengja á hálsi en ekki mynda spennu og passa að axlir séu af- slappaðar. Reyna að anda eftir bestu getu. Ávinningur: Opnum mjaðmir og teygjum aftan á lærvöðvunum og bakinu. Teygjan á gólfinu ( Sucirandhrasana) Togar annan fótinn að þér og kemur ökkl- anum upp á lærið á hinum fætinum. Notar hendurnar og passar að axlir séu slakar niður í dýnu og að hálsinn sé afslapp- aður. Gott að kreppa ökkla til að fá dýpri teygju. Ávinningur; teygir á utanverðum mjöðmum og innan á lærvöðvunum og rassvöðvunum. Slökunarstaða ( Viparitakaranl) Mjaðmir fara þétt upp að vegg, rétt úr hnjám og hælar látnir hvíla við vegginn. Loka augum og slaka á. Ávinningur: teygir aftan á lærvöðvum og eykur blóðflæði um fæturna. Mjög góð slökun fyrir mjóbakið og rófubeinið.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.