Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 44
 Í takt við tÍmann Sandra Björg Helgadóttir Á það til að kaupa of mikið af æfingafötum „Ég er búin að kenna dans undan- farin 9 ár og spinning í 4 ár. Ég útskrifaðist úr iðnaðarverk- fræði frá HÍ á síðasta ári og síðan þá er ég búin að vera að vinna hjá Ölgerðinni.“ Staðalbúnaður „Ég er alltaf í yfirhöfn frá 66°Norður og á nokkrar flíkur frá þeim. Ég á regn- kápu, Parka-úlpu og nokkrar svona létt- ari yfirhafnir, svo það er ágætis úrval. Mér finnst mjög þæginlegt að vera í samfest- ingi, eða þægi- leg- um buxum, skyrtu og blazer- jakka. Maður vill vera snyrtilegur í vinnunni. Samfestingarnir eru í svolitlu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ef það er eitthvað sem ég á of mikið af þá eru það Nike æfinga- föt, ég á það til að kaupa of mikið af þeim. Þegar ég klæði mig upp á þá er ég með smá æði fyrir leðurbux- um sem ég á úr Gallerí Sautján og kannski einhverjum víðum bol við þær. Svo bara helst nóg af glingri. Ég versla mest í Zöru, Vero Moda, Nike, 66°Norður og Vila. Hugbúnaður „Ég nýti frítíma minn mikið í langar æfingar. Ég hef gaman að svo mörgum íþróttum. Mér finnst mjög gaman að taka löng hlaup eða fara í Cross Fit með kærastanum mínum sem er Cross Fit þjálfari. Ég fer mikið upp í sumarbústað þegar ég á frí og mér finnst það mjög gott. Ég horfi ekki mikið á sjónvarpið. Ég keypti tveggja mánaða áskrift að Skjá1 í vetur en sagði henni upp, þar sem Dr.Phil var að taka all- ann minn frítíma. Friends er í miklu uppáhaldi. Síðan hef ég horft á True Detective og Breaking Bad sem eru rosalegir. Við vinkonurnar eigum það til að enda á B5 þegar við för- um á djammið. Okkur finnst samt mjög gaman að byrja kvöldið á Sushi Samba sem er í miklu uppáhaldi eins og Grillmarkaðurinn, sem ég fer oft á. ítalía er líka klassísk. Vélbúnaður „Þegar maður er að kenna dans og spinning þá þarf maður að vera með ansi góðan playlista. Ég er með MacBook Pro og er með öll lögin mín þar og ég vinn alla mína vinnu á hana. Tölvan hjálpaði mér líka í gegnum háskólann. Ég er með iPhone 6 og nota mest Runkeeper fyrir hlaup og hjólreiðar. Instagram og Snapchat. Svo nota ég Íslands- bankaappið. Já, appið er alger snilld og svo er Audible app með hljóð- bókum sem er frábært. Ég reyni að hlusta á hljóðbækur því ég gefst svolítið upp við lestur, svo þetta er mjög sniðugt.“ Aukabúnaður „Mamma er svakalegur kokkur og maðurinn hennar líka. Það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er indverskur matur sem hún eldar. Svo finnst mér Saffrankjúkling- urinn líka mjög góður. Í sumar hlakka ég mest til þess að fara til Danmerkur í danskt brúðkaup í ágúst, hjá æskuvinkonu minni. Það er sumarfríið mitt í ár. Ég ætla líka á Fiskidaginn á Dalvík og dansa í Tinu Turner sýningunni þar. Hún verður líka á Akureyri í október og vonandi í Reykjavík einhverntím- ann í vetur.“ Sandra Björg Helgadóttir er 25 ára iðnaðar­ verkfræðingur og dansari sem vinnur hjá Ölgerðinni og kennir dans í World Class. Hún segist ekki horfa mikið á sjónvarp og notar nánast allan sinn frítíma í auka­ æfingar. Hún elskar matinn sem mamma hennar eldar og finnst best að fara með kærastanum í bústað þegar hún á frí. Lj ós m yn d/ A nt on B ri nk Jazzbandið 23/8 mun ferðast um landið nú í lok mánaðar og spila prógramm sem þau kalla Björkologi en það saman- stendur af vel völdum lögum úr safni Bjarkar, allt frá Debut til Vulnicura, sem eru útsett á jazzvísu. Bandið skipa tvær íslenskar stelpur og tveir útlenskir strákar, öll búsett í Stokkhólmi. 23/8 hóf ferðalag- ið í Grindavík í gær, fimmtu- dagskvöld. Í kvöld og annað kvöld verða þau í Norræna hús- inu í Reykjavík. Á sunnudaginn í Stykkishólmskirkju, Græna hattinum á Akureyri þriðju- dagskvöld og Gamla bænum á Mývatni miðvikudagskvöldið 29. júlí. Meðlimir hljómsveitar- innar eru hinar íslensku Stína Ágústsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir, ásamt þeim Leo Lindberg og Emil Norman Kristiansen. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en ókeypis er inn í Stykkishólmi og á Mývatni.  Björkology Björk í Jazzútgáfum Stína Ágústsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir, ásamt þeim Leo Lindberg og Emil Norman Kristiansen. Tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur er sett í Jazzútgáfur af hljómsveitinni 23/8 á tónleikaferð um Ísland. 44 dægurmál Helgin 24.­26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.