Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 42
Reykholtshátíð um helgina U m helgina fer fram tónlistarhátíðin Reyk-holtshátíð. Hátíðin hefur löngu skipað sér sinn fasta sess í tónleikalandslaginu á Íslandi og telst nú til einna af elstu tón- listarhátíðum á landinu. Að venju ber Reykholtshátíð upp á síðustu helgina í júlí sem er jafnframt vígsluafmæli Reykholtskirkju. Dagskrá hátíðarinnar saman- stendur ekki einungis af tónleik- um heldur verður fyrirlestur á vegum Snorrastofu og jafnframt hátíðarguðsþjónusta á sunnu- deginum. Það eru því margar ástæður til að koma í Reykholt þessa helgi og njóta þess sem í boði er í óviðjafnanlegu umhverfi Borgarfjarðar. Meðal þeirra sem koma fram á Reykholtshátíð um helgina eru Karlakórinn Heimir, Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona og lágfiðluleikarinn Atte Kilpeläinen frá Finnlandi. Há- tíðin stendur frá föstudegi til sunnudags og ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi í Reykholti um helgina. Allar nánari upp- lýsingar um hátíðina má finna á www.reykholtshatid.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Þóra Einarsdóttir kemur fram í Reyk- holti um helgina. Ljósmynd/Hari. Þeir sem skrá sig á HRingin n eiga möguleika á því að vinna st órglæsi- legt lyklaborð frá ducky me ð ábrenndu íslensku letri and virði 24.900 DUCKY ZERO YFIR 500.000kr. Í VINNINGA SKRÁÐU ÞIG Á WWW.HRINGURINN.NET STRAX Í DAG! STÆRS TA LAN MÓT 2015 Á HRingn um mæta st helstu spilarar Í slands og keppa um íslan dsmeista ratitilinn í League of Legen ds, CS-GO og Hearth stone! Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Opið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16 Brúðargjafir og brúðargjafalistar F yrir svona þremur árum þá skrái ég mig inn á grúppu á Fa- cebook sem nefnist Íslensk raftónlist,“ segir Jón þegar hann er spurður út í tilurð samstarfsins. „Mig lang- aði á þessum tíma að kanna nýjar lendur í músíkinni á þessum tíma og þarna inni voru raftónlistarmenn sem mig langaði að fá tips frá um hvað maður ætti að hlusta á og spjalla um græjur og slíkt. Svo hef ég bara verið að kynna mér þetta og fara á Sónar tónlistarhátíðina og svo endaði þetta með því að ég kynnist Árna Grétari sem rekur Möller Records og gerir tónlist undir nafn- inu Futuregrapher, og við ákváðum að gera eitthvað saman,“ segir Jón. „Ég prufaði að setjast við píanóið og gera eitthvað sem ég gæti hugsað mér að slaka á við og Árni setti svo sinn hljóðheim ofan á það og við ákváðum að gera bara plötu. Úr þessu varð einhvers konar Ambient músík, eða Sveim eins og það kallast á íslensku“. Jón hefur verið iðinn við píanóleik og laga- smíðar undanfarin rúm 30 ár og þetta er því algerlega nýtt skref á hans ferli. Hann segir þó að hann hafi byrjað á vitlausum enda í tónlistar- bransanum. „Ég byrjaði 17 ára að spila gömlu dans- ana og er í dag að fara að spila á Airwaves, þegar ég ætti að vera að spila gömlu dansana,“ segir hann. „Mig langaði bara að gera eitt- hvað nýtt og ég er á því að íslenskir tónlistarmenn eigi að dýfa sér í eins marga polla og þeir geta. Annars staðnar maður bara,“ segir Jón. Þeir Árni og Jón hafa lokið upptökum á plötunni Eitt, og er hún í framleiðslu. Þeir hafa hafið fjáröflun fyrir verkefnið á karolina- fund til þess að fjármagna það. „Þetta er auðvitað bara heimilisiðnaður og ákveðin tilraun hjá okkur báðum. Við verðum að spila á Airwaves í haust og verðum með útgáfutónleika um svipað leyti í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar. Þetta er skemmtilegt ferli og ólíkt því að gera hljómsveitarplötur eins og ég er vanur. Til dæmis að vera ekki með neinn texta, sem leysir mörg vandamál,“ segir Jón Ólafsson sveimtónlistar- maður. Hægt er að styrkja verk- efnið á www.karolinafund. com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Sveim Úr gömlu dönsunum á Airwaves Futuregrapher og Jón Ólafsson rugla saman reitum á nýrri plötu. Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher og píanóleikarinn Jón Ólafsson hafa ruglað saman reitum sínum og tekið upp plötuna Eitt. Tónlistin á plötunni er af Sveim tegund og varð til upp úr spuna Jóns á píanó þar sem Árni Grétar Futuregrapher umvafði tónlistina umhverfishljóðum með hljóð- gervlum. Jón segir ferlið hafa verið skemmtilegt og er á því að tónlistarmenn eigi að dýfa litlu tánni í eins marga polla og þeir komist í. 42 menning Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.