Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 20
É g hef byrgt þetta ógeð inni í mér í langan tíma en allt í einu finnst mér vera kominn tími til að hleypa því út,“ segir Dýrfinna en í síðustu viku birti hún pistil á Facebook- síðu Druslugöngunnar um það ofbeldi sem hún hefur þurft að þola. „Ég las pistilinn hundrað sinnum yfir áður en ég ákvað að birta hann. Ég hef alltaf skrifað ljóð og teiknað mjög mikið, það er mín leið til að takast á við erfiðleika og vondar tilfinningar.“ Vildi ekki kæra vini sína Dýrfinna er í sumarfríi á Íslandi en síðan í fyrrahaust býr hún í Amsterdam þar sem hún stundar nám í myndlist. Hún segir Druslugönguna, umræðuna gegn þöggun og allt það sterka fólk sem stigið hefur fram og sagt sína sögu hafa hvatt sig áfram og orðið til þess að hún loksins ákvað að segja sjálf frá. „Mér var nauðgað fjórum sinnum á menntaskólaárunum. Í þremur tilvikum voru gerendurnir menn sem ég þekkti vel. Ég leit á þá sem vini mína og vildi þar af leiðandi ekki gera neitt, vildi ekki skapa vandræði. Þetta voru menn sem ég treysti og við áttum sameiginlega vini. Ég vildi ekki flækja líf þeirra og vina okkar með því að segja frá eða kæra. Ég var samt stöðugt með vand- ræðalega ógeðstilfinningu innan í mér sem ég áttaði mig ekki á hvaðan kom. Þegar ég svo fór að vinna í sjálfri mér og þegar ég ákvað að kæra eina nauðgunina, þá smátt og smátt áttaði ég mig á hvaðan tilfinningin kæmi. Hún var þarna af því að mér leið eins og ég væri einskis virði og hefði átt þetta skilið. Mér fannst ég vera ógeðsleg og að ég ætti rétt á því að svona væri komið fram við mig.“ „Í einni af nauðgununum þekkti ég ger- andann ekkert, hvorki hann né fjölskyldu hans og þess vegna fannst mér auðveld- ara að kæra,“ segir Dýrfinna. „Ég ætlaði samt ekki að kæra fyrst. Ég hafði grafið þetta lengst niður og reynt að gleyma þeg- ar vinkona vinar míns hringdi í mig. Hún hafði líka lent í manninum og var búin að ákveða að kæra og hvatti mig til að gera það líka. Og allt í einu fannst mér það eina rétta, til að styðja hana og vonandi til að koma í veg fyrir að þessi maður gæti farið illa með fleiri konur.“ „Fólk spyr hvort ég hafi verið drukkin og hvernig ég hafi verið klædd, eins og lögreglan gerði þegar ég ákvað að kæra. En auðvitað skiptir það engu máli, það er ekkert, hvorki klæðnaður né hegðun, sem nokkurn tímann afsakar ofbeldismann.“ Hlátur nauðgarans það versta „Ég lét lögregluna vita að ég var í mjög hyljandi fötum og að ég hefði ekki verið drukkin. Ég var á Prikinu að dansa með vinkonu minni þegar ég ákvað að rölta heim. Fyrir utan 10/11 í Austurstræti hitti ég mann sem fór að tala við mig. Hann sagðist vita hver ég væri, hann hefði séð mig módelast á Reykjavík Fashion Festival. Ég vissi líka hver hann var en skildi samt ekki alveg af hverju hann vildi tala við mig. Við settumst niður við Póst- húsið og hann fór að opna sig um sig og sínar tilfinningar og hann var greinilega á einhverju dópi. Ég ákvað að rölta heim og hann fylgdi mér því hann bjó í næsta húsi við mig í Vesturbænum. Fyrir utan húsið fór hann að tala um hvað sér liði illa, hann fengi oft sjálfsmorðshugsanir þegar honum liði svona, hvort ég vildi ekki koma aðeins inn og tala við hann. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég vildi ekki skilja við hann í svona ástandi, best væri að kíkja að- eins inn, fá okkur eina sígó og fara svo heim. Þessi maður er þekktur fyrir að vera siðblindingi og að vera góður í að snúa fólki um fingur sér og það er í raun alveg ótrúlegt hvað hann náði mér fljótt á sitt band. Hann fékk mig til að trúa öllu sem hann sagði og til að láta mig finna til með sér. Hann bara hafði mig í vasanum. Þegar við komum inn fór hann að reyna við mig og ég meikaði það engan veginn. Sagðist ekki geta þetta, ekki vilja þetta og að ég vildi fara heim. Hann hélt áfram, verður viðbjóðslegur og ógnandi og ég bara lamaðist af hræðslu. Svo gerði hann allt sem hann vildi við mig, alls konar ógeðslega hluti sem ég mundi aldrei í lífinu sam- þykkja að nokkur maður gerði við mig. Ég vissi að það væri engin leið fyrir mig að komast undan, ég hafði lent í þessu áður, og lét hann því ljúka sér af án þess að reyna að berjast um. Ég var í al- gjöru losti.“ „Þegar þessu lauk þá lá ég og beið eftir að hann sofnaði svo ég kæmist út. Ég hélt að hann væri sofn- aður og læddist, skríðandi eftir gólfinu, að herbergisdyrunum. Þegar ég opnaði dyrnar eins varlega og ég gat þá heyrði ég hann hlæja og leit við. Þá lá hann í rúminu, hafði verið að fylgjast með mér skríða í gólfinu, og hló að mér. Mér hefur aldrei á ævi minni liðið jafn illa. Ég held að þessi hlátur hafi verið það allra versta við þessa ömurlegu nótt. Hann var ennþá hlæjandi þegar ég hljóp út um dyrnar.“ Fékk ekki góðar móttökur á bráðamóttöku Það var sumarið 2012 sem Dýrfinna ákvað að kæra mann- Leið eins og ég skipti engu máli Dýrfinnu Benitu Garðarsdóttur var nauðgað fjórum sinnum áður en hún varð tvítug. Í þrjú skipti var um menn henni nákomna að ræða, sem hún taldi vera vini sína. Það gerði það að verkum að hún treysti sér ekki til að kæra. Fjórði maðurinn var ókunnugur, sem henni fannst auðvelda sér að kæra. Kæran var felld niður vegna skorts á sönnunum. Dýrfinnu finnst hún í fyrsta sinn tilbúin til að segja öllum frá því sem hún upplifði þegar henni var nauðgað og hvað hún þurfti að takast á við í kjölfarið. Hún þakkar öllu því sterka fólki sem stigið hefur fram til að losna við skömmina fyrir að gefa sér styrk og von um betra líf án ótta og skammar. Dýrfinna þjáðist af kvíða og átröskun í kjölfar nauðgunar. „Eftir að ég kærði fór svo allt til and- skotans í mínu lífi. Mér fannst allir dæma mig, meira að segja sambýlismaður minn gat ekki sýnt mér stuðning, honum fannst ég jafn ógeðsleg og sjálfri mér. Ég hætti að borða, eyddi öllum frítíma mínum í ræktinni og hætti alveg að umgangast fólk.“ Ljósmynd/Anton Brink Framhald á næstu opnu 20 viðtal Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.