Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 37
Helgin 24.-26. júlí 2015 matur & vín 37 Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is 2 0 1 5 PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL MIÐASALA HEFST 16. JÚNÍ KL. 10! Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins Ef þú ert byrjandi í ræktun er öruggasta leiðin að kaupa sér plöntu og setja hana annaðhvort í beð eða ker. Vökva hana reglulega og klippa. Hún lifir bæði í sól og skugga en vex betur í sól. Flestar mintur mynda jarðrenglur, sem eru eins og stöngull ofan í jörðinni sem vex langsum ofarlega í moldinni. Með þessum stöngli skríður myntan áfram og stækkar stundum hratt. Þess vegna er ekki sniðugt að planta henni við hliðina á uppáhalds plöntunni þinni því mintan gæti kæft hana. Ef mintan dreifir sér of mikið er best að rífa upp renglurnar og slíta af. Annars er hægt að fjölga mintu með afleggjurum, sem sé fá gefins plöntubút með rót. Eða taka stilk af og setja í vasa með vatni og bíða þar til að myndast rætur á stilkinn og þegar þær eru orðnar margar er tímabært að planta honum í mold í potti. Eins og aðrar kryddjurtir hefur minta gott að því að vera notuð og klippt reglulega þar sem ný og ný skot myndast við klippingu. Þegar eða ef hún blómstrar er hún mjög líklega orðin alltof sterk fyrir flesta að nota. Ræktun Appelsínu-mintu- vodka-mojito 1 sítróna, söxuð 1 lime, saxað 1 appelsína, söxuð 1 handfylli af ferskum myntulaufum 1 msk púðursykur eða hrásykur 4 ísmolar 50 ml vodka með gúrkubragði (eða venjulegt) sódavatn Setjið sítrusávextina, mintulaufin og sykurinn í krukku. Merjið saman og hrærið svo ísmola og vodka saman við. Setjið í glös og fyllið upp með sódavatni. Meðlæti á grillið, gulrætur með myntu 10 gulrætur hreinsaðar og skornar í jafn- stóra bita 1 msk smjör 1 tsk eplaedik Búnt minta (basilminta,hrokkinminta, grænminta), söxuð gróft Salt og pipar Allt sett inn í álpappírsböggul og grillað í 10 til 15 mín. Snúið einu sinni Heitt vatn og minta gerir gott te. Minta lífgar upp á vatnið.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.