Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 28
28 heilsutíminn Helgin 24.-26. júlí 2015 F lestir sem stunda hlaup finna fyrir stoðkerfis-einkennum á einhverjum tímapunkti. Algeng-ustu einkennin koma frá hné, nára og baki en allt að 75% þessara einkenna má rekja til álags. Þetta háa hlutfall er vegna þess að við hlaup er verið að endurtaka sömu hreyfinguna aftur og aftur í lengri tíma,“ segir Sigurður Sölvi. Spurður um góð ráð í hlaupaundirbúningnum segir hann að mikilvægt sé að byrja ekki of seint að undirbúa sig. „Sérstaklega ef þú ert ekki vanur því að hlaupa reglulega. Það er ekki nóg að fara bara út að hlaupa og hlaupa svo alltaf lengra og lengra þar til þú nærð 10 kílómetr- um.“ Ásamt því að starfa hjá Styrk sjúkraþjálfun er Sigurður Sölvi að vinna að verkefni ásamt tveimur öðrum sjúkraþjálfurum sem þeir nefna Max Mobil- ity þar sem meðal annars er lögð áhersla að fyrir- byggja meiðsli. Sigurður Sölvi deilir hér nokkrum atriðum sem gott er að hafa í huga til að fyrirbyggja hlaupameiðsli. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Hvernig á að forðast hlaupameiðsli? Stærsta hlaup sumarsins, Reykjuvíkurmara- þonið, nálgast óðfluga og eflaust eru margir í óða önn að undirbúa sig fyrir átökin. Í fyrra voru þátt- takendur rúmlega 15.000 og búast má við fleirum í ár. Það eru að mörgu að hyggja í undirbúningi fyrir hlaup, hvort sem um er að ræða 10 kílómetra, hálf- maraþon eða heilt maraþon. Fréttatíminn fékk sjúkraþjálfar- ann Sigurð Sölva Svavars- son til að fara yfir nauð- synleg atriði sem gott er að hafa í huga við hlaupa- þjálfun og hvernig fyrir- byggja má meiðsli. Upphitun: Ekki vanrækja rétta upphitun og skokka bara rólega af stað til að hita þig almennilega upp. Upphitun felst í því að undirbúa líkamann undir þá hreyfingu sem þú ert að fara að stunda. Ef þú ert stirður og stífur í ökklum eða mjöðmum (sem þú ert líklega) er gott er að fara í gengum nokkrar liðkandi æfingar til þess að undirbúa þig. Liðkaðu þig fyrir hlaupið í stað þess að eyða tveimur mínútum í einhverjar ómarkvissar teygjur að æfingu lokinni. Bakverkir: Ef þú þreytist í bakinu við að hlaupa skaltu athuga með að liðka á þér mjaðmirnar. Verkir í hnjám: Ef þú finnur til í hnjánum þarftu að athuga með mjaðmir og ökkla. Styrktarþjálfun: Taktu frá tíma fyrir styrktar- þjálfun, mikilvægt er að styrkja rass og læri, meðal annars með hnébeygjum, afturstigi og fleiri æfingum fyrir neðri hluta líkamans. Einnig þarf að huga að kvið- og bakvöðvum þar sem þeir eru mikilvægir fyrir hlaupara. Líkamsbeiting – nokkrir algengir veikleikar: — Of miklar mjaðmagrindar- hreyfingar þar sem einstaklingurinn er stífur í mjöðmum og hefur ekki góða stjórn á kvið- og bakvöðvum. — Fætur eða hné leita að miðju og krossast jafnvel. Þar vantar upp á styrk og stjórn á mjaðmavöðvum. — Að fóturinn lendi útskeifur þar sem vantar upp á styrk í kálfa og mjöðm sem leiðir til þess að fóturinn lendir skakkur. Fyrir lengri hlaup: Þeir sem eru að hlaupa lengri vegalendir í fyrsta skipti þurfa að huga að styrk í mjöðmum en ekki bara að bæta þol við hlaup. Hætta á meiðslum við lengri hlaup er oft komin til vegna þreytu. Þegar hlauparinn þreytist í mjöðmum og lærum getur hann ekki dempað höggið eins vel þegar hann lendir á fætinum. Hreyfistjórn minnkar og samhæfing versnar. Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari og meistaranemi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, fer yfir nokkur atriði sem hlaupara ættu að hafa í huga í þjálfun sinni. „Þessir punktar eru ekki bara til að fyrirbyggja meiðsli heldur einnig til þess að verða betri hlaupari. Ef þú vaggar fram og til baka í mjöðmum eða hnjám ert þú ekki bara að slíta þér út heldur tapar þú orku í hverju einasta skrefi sem færi annars í að spyrna þér fram í næsta skref og ná meiri hraða.“ Ljós- mynd/Hari. Newton skórnir fara sigurför um heiminn. Byltingarkenndir hlaupaskór á frábæru verði. Newton hlaupaskórnir henta öllum hlaupurum og eru gerðir fyrir hvers kyns hlaup, allt frá styttri vegalengdum upp í ultra maraþon. Newton skórnir gefa einstaklega góða dempun og um leið svörun í hverju skrefi. Þeir hjálpa þér við að samhæfa allar hlaupahreyfingar með lágmarks álagi og orkueyðslu og ósjálfrátt ferð þú að tileinka þér eðlilegan náttúrulegan hlaupastíl. Álagið á stoðkerfið minnkar um allt að 35% sem skiptir höfuðmáli fyrir hné, mjaðmir, bak og aðra líkamshluta sem hvað mest mæðir á í hlaupunum. Newton eru því byltingarkenndir og hreint út sagt frábærir skór fyrir hlaupara. Newton hlaupaskórnir geta losað þig við beinhimnubólgu, kálfa-, hásina-, bak- og hnjáavandamál. Newton skórnir fást aðeins í sérverslunum þar sem þú færð faglega ráðgjöf við val og mátun. Ath:Hlaupagreining er innifalin við kaup á öllum Newton skóm. Panta þarf tíma í síma: 553-1020 Newton Running skór eru hannaðar með lágmarks drop eða "fall" sem er hæðarmunur milli hæls og tábergs á sólanum. Lendingará- lagið í hverju skrefi dreifist jafnt á allan sólann sem gerir það að verkum að álagið minnkar og kemur beint upp í stoðkerfið með lág- marks álagi en ekki með miklum þunga á hnjám, mjöðmum og baki eins og á þungum og hælmiklum gamaldags hlunkaskóm. Fást aðeins í Afreksvörum Glæsibæ , Afrek.is og CraftSport Ísafirði Sérverslun hlauparans kynnir Afreksvörur Glæsibæ – Sími: 553-1020 – Heimasíða: www.afrek.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.