Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 4
GRJÓNAGRAUTUR alveg mátulegur Nú einnig í litlum umbúðum– fullkominn skammtur fyrir einn TILBÚINN TIL NEYSLU H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -1 3 9 7 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Norðlæg átt, eN hafgola S-til. Skyjað og dálítl væta a-laNdS eN Skúrir v-til. höfuðborgarSvæðið: Norðaustlæg átt og bjartviðri. Milt í veðri. hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og SíðdegiSSkúrir Sv-laNdS. höfuðborgarSvæðið: Hafgola og bjart Með köfluM. áfraM Milt. NorðauStaNátt og léttSkýjað víða v-laNdS. Skýjað eN þurrt a-laNdS höfuðborgarSvæðið: NorðaN gola og bjartviðri. hægviðri og síðdegisskúrir Það eru engar stórkostlegar breytingar á veðurlagi í nánd, en þó eru vísbend- ingar um að aðeins taki að draga úr vætu og kulda á austanverðu landinu næstu viku., útlit er fyrir norðangolu eða hafgolu, síðdegis- skúri um landið sunnan og vestanvert, en jafnvel brotnar skýjahulan upp og hleypir sólargeislum í gegn um landið austan- vert. Hitatölurnar eru enn í lægri kantinum, 8 til 15 stig yfir hádaginn. 15 7 7 8 13 13 8 9 8 12 15 7 8 9 13 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 12 mílur í land Færeyska fiskveiðiskipið Næraberg var stöðvað við tólf sjómílna línuna í vikunni og meinað að halda til hafnar á íslandi. sigla átti skipinu hingað til að sækja tólf grænlenska sjómenn áður en haldið yrði á veiðar. tæpt ár er liðið síðan meina átti skipinu að kaupa vistir og olíu í íslenskri höfn. Seðlum rignir yfir blatter blaðamannafundur sepps blatter forseta alþjóða knattspyrnusambandsins, tók óvænta stefnu áður en fundurinn sjálfur hófst í höfuðstöðvum fifa í Zürich. í þann mund sem blatter ætlaði að hefja fundinn stormaði enski grínleikarinn simon brodkin, í hlutverki lee Nelson, upp að blatter. Þegar blatter óskaði eftir því að öryggis- verðir fjarlægðu leikarann, grýtti brodkin seðlabúnti fullu af eftirlíkingu dollara, yfir blatter. blatter brást ókvæða við og töf varð á fundinum vegna uppákomunnar. Dunkin’ Donuts eldaðir í klettagörðum rekstraraðili Dunkin’ Donuts á íslandi ætlar að reka eldhús í klettagörðum 6 þar sem kleinuhringirnir verða gerðir tilbúnir til sölu á veitingahúsum fyrirtækisins. Þetta herma öruggar heimildir viðskipta- blaðsins. Á dögunum var sótt um leyfi hjá borgaryfirvöldum til að breyta innra skipu- lagi hússins þannig að matarframleiðsla geti farið þar fram. beiðnin var samþykkt. 93.226 manns í vikunni áttust við knattspyrnuliðin Barcelona og L.A. Galaxy í æfingaleik í bandaríkjunum. aðsóknarmet var slegið á leiknum, en 93.226 fylgdust með viður- eigninni. Maður elskar að hata strætó og hatar að elska hann.  neytendamál námsmönnum mismunað Nemakort Strætó eingöngu gild innan höfuðborgarsvæðisins Námsmenn sem búsettir eru á landsbyggðinni en stunda nám í höfuðborginni eiga eingöngu kost á að kaupa almenn kort en ekki sérstök nemakort þar sem þau gilda eingöngu á gjaldsvæði innan höfuðborgarsvæðisins. Nemi í Hí sem er búsettur í borgar- nesi segir það stóran bita að þurfa að greiða almennt verð, tæpar 230.000 krónur, fyrir 9 mánaða strætókort. fulltrúi hjá strætó segir það vera al- farið í höndum sveitarfélaga að semja um sérstök kjör fyrir námsmenn sem búsettir eru innan viðkomandi sveitarfé- lags. J ón Sigurður Snorri Bergsson stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Kærastan hans er að hefja nám í Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri í haust. Saman eiga þau eins árs gamla dóttur og ákváðu þau að setjast að í Borgarnesi. „Það hentar okkur best að búa í Borgarnesi upp á stað- setningu skólanna okkar, leigu og barnapössun að gera.“ Þegar Jón Sigurður kynnti sér verð á strætó- kortum komst hann að því að engin sérkjör eru í boði fyrir námsmenn sem búsettir eru á landsbyggðinni en stunda nám í Reykjavík. Þar sem Jón Sigurður þarf að ferðast milli gjaldsvæða þarf hann að greiða 227.600 krónur fyrir 9 mánaða kort, á meðan nemakortið kostar 46.700 krónur, en það gildir eingöngu inn- an höfuðborgarsvæðisins. „Það er vissulega stór biti að greiða tæpar 230.000 krónur í heilu lagi fyrir strætókort, en þetta er alltaf ódýr- ara en að keyra,“ segir Jón Sigurður. Hann segir það þó óásættanlegt að nemar á landsbyggðinni hafi ekki möguleika á að kaupa kort á ódýr- ari kjörum. „Maður elskar að hata strætó og hatar að elska hann. En við sitjum uppi með þetta fyrirtæki og ég verð bara að kaupa kortið. Þetta er samt dýrt og grautfúlt,“ segir Jón Sigurður, sem vonast eftir að gefin verði út sérstök nemakort fyrir námsmenn búsetta á lands- byggðinni. Strandar hjá sveitarfélögunum Samkvæmt upplýsingum frá þjón- ustuveri Strætó er það í höndum sveitarfélaganna að koma til móts við nemendur sem eru búsettir innan viðkomandi sveitarfélags en stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustufulltrúi Strætó segir þó að fyrirtækið sé opið fyrir samstarfi við sveitarfélög þegar kemur að sérkjörum fyrir nemendur. Dæmi um slíkt samstarf sé nemakort fyr- ir nemendur búsetta á Suðurnesj- um. Strætó framleiðir kortin en öll greiðsla fer fram í gegnum Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það hafi hins vegar ekki komið til tals að bjóða upp á nemakort sem gilda á fleiri en einu gjaldsvæði. erla maría markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Nemakort strætó gilda einungis innan höfuðborgarsvæðisins og nýtast því ekki nemendum sem eru búsettir á landsbyggðinni en stunda nám í höfuðborginni. ekki stendur til hjá Strætó bs að gefa út nemakort sem ná yfir fleiri en eitt gjaldsvæði. Mynd/Getty Nemakort: höfuðborgarsvæðið Nemakort 18 + 46.700 kr.* Nemakort 12-17 ára 19.900 kr.* * gilda í eitt ár frá útgáfu almenn kort: höfuðborgarsvæðið 1 mánuður (græna kortið) 10.900 kr. 3 mánuðir (rauða kortið) 23.900 kr. 9 mánuðir (bláa kortið) 56.900 kr. almenn kort: akranes/borgarnes 1 mánuður (græna kortið) 21.800kr. / 43.600 kr. 3 mánuðir (rauða kortið) 47.800 kr. / 95.600 kr. 9 mánuðir (bláa kortið) 113.800 kr. / 227.600 kr. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Nemakort: 82.000 kr. önnin. kortið er aðgengilegt nemendum búsettum á reykjanessvæðinu og gildir innan svæðis og á höfuðborgarsvæðinu. borgarbyggð: ekki er boðið upp á sérstök nemakort sem tengja saman borgarbyggð og höfuðborgarsvæðið. Hins vegar er boðið upp á tómstundaferðir innan sveitarfélagsins. akranes: ekki er boðið upp á sérstök nemakort sem tengja saman akranes og höfuðborgarsvæðið, en strætóferðir innan bæjarfélagsins eru gjaldfrjálsar. ferðir á milli akraneskaupstaðar og höfuðborgarinnar eru samkvæmt verðskrá strætó bs en niðurgreiðsla á ársgrundvelli af hálfu akraneskaupstaðar er um 13 milljónir króna. ekki eru sérstök afsláttarkjör fyrir námsmenn umfram þessa niðurgreiðslu. árborg: Námsmenn, með lögheimili í sveitarfélaginu árborg, sem skráðir eru í nám við háskóla eða framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fá 15% afslátt af fargjöldum með strætó, kaupi þeir persónubundin íbúakort. aðgangur námsmanna að strætókortum eftir búsetu: 4 fréttir Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.