Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 6
ÚTSALA REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 20-50%AFSLÁTTUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 25% AFSLÁTTUR GOLD – HEILSU- RÚM GOLD heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 114.675 Með Classic botni 180x200 cm. ÚTSÖLUVERÐ KR. 123.675 Gafl ekki innifalinn í verði Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR Fáanlegt 90x200 cm 120x200 cm 140x200 cm 160x200 cm 180x200 cm Ragnar Atli Tómasson og Sindri Hansen ætla að kynna ekta wasabi fyrir íslenskum neytendum með því að rækta það sjálfir í há- tæknigróðurhúsum og nýta til þess hreint vatn og endurnýjanlega orku. Græna kúlan sem er borin fram með sushi hér á landi er yfirleitt ekki úr wasabi-plöntunni, heldur eftirlíking úr piparrót og grænum matarlit. Mynd/Anton Brink.  NýsköpuN: VerkfræðiNgar Nýta ísleNskt VatN til wasabi-ræktuNar Verkfræðingar í Wasabistússi Wasabi Iceland er eitt tíu fyrirtækja sem taka þátt í Startup Reykjavík viðskipta- hraðlinum í ár. Á bakvið fyrirtækið standa tveir nýútskrifaðir verkfræðingar og er markmið þeirra að rækta hágæða wasabi á Íslandi með því að nýta hreint vatn og endurnýjanlega orku. O kk ur langaði að komast í nýsköpun þar sem við gæt-um nýtt okkur þekkinguna úr verkfræðinni en á sama tíma gert glænýja og spennandi hluti,“ segir Sindri Hansen, einn stofn- enda Wasabi Iceland. „Okkur var bent á tækifæri sem liggja í gróður- húsum á Íslandi og við könnuðum marga kosti og með hjálp ótal ex- cel-skjala varð wasa bi-rækt un fyrir valinu.“ Sindri segir þá félaga vera mikla sushi menn, sem hafi einnig auðveldað val á viðfangsefni. „Þeg- ar við komumst að því að wasabi sem er fáanlegt hér á landi er ekki ekta þá vorum við sannfærðir um að þetta væri verkefni fyrir okkur og við ákváðum að taka slaginn.“ Það eru eflaust ekki margir sem vita að flest wasabi sem er fáanlegt hér á landi er í raun bara eftirlík- ing. Ekki er um ekta wasabi-rót að ræða heldur ódýra blöndu af pipar- rót, kryddum, sinnepi og grænum matarlit. „Ástæðan er aðallega sú að ekta wasabi er erfitt í ræktun, en það er unnið úr fágætri rót wa- sabi-jurtarinnar sem seld er dýrum dómum á fínustu veitingastöðum,“ segir Sindri. Verkfræðingar með græna fingur Sindri stofnaði Wasabi Iceland ásamt Ragnari Atla Tómassyni og hafa þeir sett sér það markmið að framleiða alvöru hágæða wasabi þar sem fullkomnasta tækni er notuð til að auðvelda ræktunina og hreinleiki íslenskrar náttúru nýttur til að gefa vörunni sérstöðu. Það er kannski ekki beint hægt að setja samasem- merki á milli þess að vera verk- fræðingur og að vera með græna fingur, en Sindri segir að verk- fræðiþekkingin nýtist vel í gróður- húsinu. „Þetta eru hátæknigróður- hús þar sem notast er við sjálfvirk stýrikerfi. Við erum ekki að róta í moldinni heldur er um jarðvegs- lausa ræktun að ræða. Plantan er ræktuð í vatni þannig að við getum stjórnað allri næringu sem fer í plöntuna.“ Það er einmitt íslenska vatnið sem gerir Ísland að tilvöldum ræktunarstað fyrir wasabi, að sögn Sindra og Ragnars. „Ísland á 20-25% af ferskvatnsauðlindum í Evrópu og það er því eiginlega skylda okkar að stunda ræktun af þessu tagi,“ segir Sindri. Tilrauna- ræktun hafin Fyrsta t il raun a r - ækt un in er far in af stað og seg ir Sindri að það taki plönt una um það bil eitt ár að ná fullri stærð. „Íslendingar munu vonandi fá að kynnast því á næstu árum hvernig það er að borða al- vöru wasabi. Veitingastaðir hér á landi hafa sýnt ræktuninni mikinn áhuga.“ Auk þess stefna Sindri og Ragnar á evrópskan og bandarísk- an markað. „Wasabi er ofurfæða framtíðarinnar. Rótin er uppfull af góðum bætiefnum og hróður henn- ar er að breiðast hratt út. Fólk er einnig farið að neyta wasabi með fjölbreyttari fæðu, ekki einungis sushi,“ segir Sindri, sem telur því að wasabi sé bæði nýtanlegt innan matvælageirans og líftæknigeirans. Kynna starfsemina fyrir fjár- festum Wasabi Iceland er eitt tíu fyrirtækja sem taka þátt í Startup Reykjavík í sumar, en um er að ræða 10 vikur þar sem þeir fá þálfun og ráðgjöf frá tugum mentora, sem eru úr hópi stjórnenda og sér- fræðinga, innlendra sem erlendra. Sindri og Ragnar segja að öll umgjörð í kringum Start- up Reykjavík sé til fyrirmyndar. „Við hvetjum alla verðandi og verandi frumkvöðla til að kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram,“ segir Ragnar. „Þetta er eins og að fara í express- nám í viðskipta- f r æði ,“ bæt i r Sindri við. Í lok sum- ars munu þeir svo fá tæki- færi til að kynna starfsemi Wasabi Iceland fyrir fjárfestum. Fjórtán af þeim tuttugu fyrirtækjum sem hafa tekið þátt í Startup Raykjavík á árunum 2012 og 2013 eru enn starfandi í dag og vonast Sindri og Ragnar til að vera í þeirra hópi eftir sumarið. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is 6 fréttir Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.