Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 7

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 7
5% 10% 15% Frjálsi 1 Frjálsi ÁhættaFrjálsi 2 Frjálsi 3 14,7% 10,6% 11,5% 8,4% 10,6% 15,0% 6,6% 6,8% Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 1 4 5 Margverðlaunaður lífeyrissjóður Frjálsi lífeyrissjóðurinn Frjálsi lífeyrissjóðurinn var á síðasta ári valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki í samkeppni á vegum fagtímaritsins Investment Pension Europe. Sjóðurinn var einnig valinn besti lífeyrissjóður Evrópulanda með færri en eina milljón íbúa annað árið í röð. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun sem endurspegla sterka stöðu sjóðsins og árangur hans. Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringu þá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótar- lífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þú færð ítarlegar upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á frjalsi.is, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða í síma 444 7000. Nafnávöxtun 30.06.2014 – 30.06.2015 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2010 – 30.06.2015 Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun fyrir tímabilið 30.06.2010-30.06.2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, samþykktir sjóðsins o.fl., má nálgast á frjalsi.is. Arion banki er rekstraraðili Frjálsa lífeyrissjóðsins. Tollalækkanir rétt skref Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óttast að fataverslun á Íslandi sé deyjandi atvinnugrein. Hún fagnar fyrirhuguðu afnámi tolla og segir það skref í rétta átt. Í byrjun júlí greindi fjármálaráðherra frá afnámi tolla á fatnaði og skóm um næstu áramót. Margrét segir ekki víst að tollalækkunin dugi til að rífa upp fataverslun hér á landi. Aðrir þættir, eins og lækkun virðisaukaskatts, þurfi að fylgja í kjölfarið. Fataverslun sé næstum því deyjandi atvinnugrein hér á landi. „Það sem við höfum áhyggjur af er að á hverju einasta ári er verslun að minnka hérna heima. Kannanir hafa sýnt okkur að hún hefur minnkað töluvert. Þessi verslun er að aukast almennt en við erum ekki að sjá hana og það þarf meira til ef hún á ekki að minnka enn frekar,” segir Margrét. Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum við ráðherraráðið í Brussel til að taka á móti 50 flótta- mönnum samtals á þessu og næsta ári. Ísland verður þannig þátttakandi í sam- vinnu Evrópuþjóða um móttöku kvótaflóttafólks. Yfirlýsingin er birt með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir fjármögnun verkefnisins. Móttaka fólksins verður ákveðin í samráði við Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna, eins og ávallt er gert þegar tekið er á móti kvótaflóttafólki, en vilji stendur til þess að létta á miklum straumi flótta- manna til Grikklands og Ítalíu. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismála- ráðherra, segir bæði rétt og skylt að Íslendingar leggi lóð á vogarskálarnar: „Vandi þessa fólks kemur okkur öllum við. Þær þjóðir sem geta verða að axla ábyrgð og gera sitt til að létta á vandanum.“ Hér á landi annast flótta- mannanefnd undirbúning að móttöku kvótaflóttafólks í samvinnu við einstök sveitarfélög hverju sinni, auk þess sem Rauði kross Íslands hefur hlutverki að gegna. Sýrlensk börn í flóttamanna- búðum í norðurhluta landsins. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Atvinnuleysi Atvinnuleysi í júní mældist 2,9 prósent samkvæmt Vinnumarkaðs rannsókn Hagstofu Íslands. Horfa þarf aftur til júní 2008 til að finna hærra hlutfall starfandi fólks en það mældist 84,1 prósent. Atvinnu- þátttaka jókst um 1,3 prósentustig frá því í maí. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Alls voru 5.900 atvinnulausir í júní - 3.800 karlar og 2.100 konur. Um 13,4 prósent eru utan vinnumarkaðar, 11.900 karlar en 19.400 konur. 2,9% ATVinnUleySi Í júnÍ 2015 Vinnumarkaðs- rannsókn Hagstofa íslands Fáir í bíó Aðsókn á íslenskar kvikmyndir hefur verið heldur dræm það sem af er ári og þarf kraftaverk til að ná aðsókn síðasta árs. Verðlaunamyndirnar Fúsi og Hrútar hafa ekki náð að rjúfa 20 þúsund gesta múrinn. Sjö íslenskar kvikmyndir hafa verið frum- sýndar fyrstu sex mánuði ársins. Þetta eru kvikmyndirnar Hrútar, Fúsi, Albat- ross, Webcam, Bakk, Austur og Blóðberg. Hrútar var valin besta myndin í Un Certain Regard-flokknum á Cannes og Fúsi sópaði til sínum verðlaunum á Tribeca-kvikmynda- hátíðinni í new york. nýr kjarasamningur hjá Alcoa Fjarðaáli Nýr kjarasamningur til fimm ára var undir- ritaður hjá Alcoa Fjarðaáli 17. júlí á milli AFls starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls. Samningurinn gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 að telja. Fram kemur í tilkynningu að helstu breytingar í nýjum samningi felist í breyttu vinnutímafyrir komulagi. Þannig mun t.d. vinnustundum vaktavinnufólks á mánuði fækka, tekinn verður upp fæðingarstyrkur til starfsmanna í fæðingar- og foreldraorlofi og grunnlaun munu hækka. einnig er í samn- ingnum kveðið á um viðbætur og hækkanir á launatöflum, árlega hækkun desember- og orlofsuppbóta á samningstímanum og samið er um eingreiðslu til starfsmanna.  FlóttaFólk viljayFirlýsing stjórnvalda 50 flóttamenn á tveimur árum fréttir 7 Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.