Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 22
Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð inn, sem hún frétti nýlega að hefði fjórum sinnum verið kærður fyrir nauðgun. Tveimur árum eftir að hún lagði inn kæruna fékk hún að vita að málið væri fellt niður vegna skorts á sönnunum. „Það var ömur- legt að heyra það. Mér leið eins og ég skipti engu helvítis máli, væri bara einhver drusla sem öllum væri sama um. Ég ætlaði bara að gleyma þessu og láta lífið halda áfram og fór ekki á bráðamóttökuna fyrr en tveimur dögum síðar, þegar vinur minn ráðlagði mér að gera það. En þar sem ég kom ekki strax þá var ekkert að skoða, engar sannanir eða áverkar. Ég hugsaði strax að kannski hefði verið betra að vera lamin líka, til að hafa sannanir. Mér leið eins og nauðgunin hefði þurft að gerast á gólfinu hjá lög- reglunni til að einhver tryði mér. Ég skil ekki afhverju það er ekki sér- stakur staður fyrir konur að koma á sé þeim nauðgað. Mér finnst ekki lagi hvernig móttökur ég fékk. Ég mætti engu nema efasemdum og mér var ráðið frá því að kæra af fólkinu sem skoðaði mig, það myndi ekki hafa neitt upp á sig. Ég veit samt um aðra stelpu, sem lenti líka í honum, sem var með svo mikla áverka að hún gat ekki látið sjá sig í skólanum í marga daga á eftir. En hennar kæru var líka vísað frá.“ Kvíðinn yfirtók lífið Dýrfinna segir kvíða alltaf hafa verið hluta af sínu lífi. Hún hafi alltaf upplifað sig öðruvísi og utan- gátta. Hún ólst upp með móður sinni þangað til hún var tíu ára en þá fluttist hún til föður síns eftir erfiða forræðisdeilu. Í Fellaskóla upplifði hún mikið einelti sem hætti ekki fyrr en hún byrjaði í mennta- skóla. Á unglingsárunum ágerðist kvíðinn og hún þjáðist af átröskun. „Það eina sem ég réð yfir var útlitið, það eina sem ég náði að hafa stjórn á var hvað ég setti ofan í mig. Ég var samt á góðri leið og komin í ágætis jafnvægi þegar mér var nauðgað fyrst en smátt og smátt fór kvíðinn aftur að taka líf mitt yfir. Eftir að ég kærði fór svo allt til andskotans í lífi mínu. Mér fannst allir dæma mig, meira að segja sambýlismaður minn gat ekki sýnt mér stuðning, honum fannst ég jafn ógeðsleg og sjálfri mér. Ég hætti að borða, eyddi öllum frítíma mínum í ræktinni og hætti alveg að umgang- ast fólk. Ég lenti einu sinni í því að brotna saman og gráta því ég gat ekki svarað einfaldri spurningu í vinnunni. Ég var hætt að getað talað og bara skalf og titraði af ótta allan daginn. Ég hugsaði með mér að kannski hefði ég bara átt að halda þessu öllu fyrir sjálfa mig og ekki átt að kæra.“ Vill hjálpa öðrum með því að segja frá Þegar Dýrfinna ákvað að koma fram og segja frá reynslu sinni hafði hún engum sagt frá nema bestu vinum sínum. Hún hafði ekki sagt neinum í fjölskyldunni frá, ekki einu sinni móður sinni en þær eru mjög nánar. „Það var ekki auðvelt að segja mömmu þetta, mig langaði ekki til að íþyngja henni með þessu því hún á nóg með sig sjálfa. En ég hef aldrei verið mikið fyrir að tala um mín vandamál við aðra, finnst það vera algjört væl. En ég þarf að losa mig við þetta og ég vil segja frá þessu opinberlega því ég vonast til að hjálpa þannig öðrum. Stundum sit ég róleg einhvers staðar þegar vondu minningarnar allt í einu hellast yfir mig. Þá er ég ósjálfrátt og án þess að vilja það farin að hugsa um eitthvað ógeðs- legt sem einhver þessara manna gerði við mig. Ég fæ líka oft mar- traðir sem rífa sárin stöðugt upp. En á sama tíma hugsa ég um mig sem sterka konu og hef reynt að vera virk í umræðunni og styðja allt það sem hefur verið að gerast í málefnum kvenna. Ég dáist að fólki sem stígur fram og þorir að berjast gegn þöggun. Um daginn sat ég heima, ein og leið ömurlega, skjálf- andi á beinunum af hræðslu við for- tíðina, þegar ég hugsaði; „Af hverju geri ég þetta ekki sjálf fyrst að þær geta það? Ég veit að mér á eftir að líða betur ef ég segi frá.““ Hvatning og hrós gefur styrk Það eru ekki bara sterkar fyrir- myndir sem hafa veitt Dýrfinnu styrk til að segja frá ofbeldinu. Í fyrrahaust komst hún inn í virtan myndlistarskóla, Gerrit Rietweld Akademíuna í Amsterdam, sem hefur veitt henni styrk og sjálfs- traust. „Að komast frá Íslandi og í nýtt umhverfi var mjög gott. Ég hef verið að fá mikla hvatningu og hrós frá kennurunum, það hefur gefið mér styrk. Ég hef verið að sýna og selja verkin mín og loksins get ég haft skoðanir án þess að þær séu rakkaðar niður. Ég hefði aldrei birt þennan pistil ef ekki hefði verið fyr- ir þetta ár í skólanum úti. Að standa mig vel í skólanum er að hjálpa mér og að tala opinskátt er að lækna mig. Mér líður strax betur og þó ég viti að ég þurfi meiri hjálp þá er ég í fyrsta skipti í langan tíma bjartsýn á framtíðina.“ „Mig langar að segja við fólk að ef einhver treystir þér fyrir svona hryllilegri sögu, frá upplifun á ein- hvers konar ofbeldi, þá verður þú að passa þig að brjóta manneskj- una ekki niður. Það er aldrei þér að kenna ef einhver er vondur við þig. Þetta kom fyrir mig en þetta er ekki ég.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Að komast frá Íslandi og í nýtt umhverfi var mjög gott. Ég hef verið að fá mikla hvatningu og hrós frá kennurunum, það hefur gefið mér styrk. Ég hef verið að sýna og selja verkin mín og loksins get ég haft skoð- anir án þess að þær séu rakkaðar niður. Ég hefði aldrei birt þennan pistil ef ekki hefði verið fyrir þetta ár í skólanum úti. 22 viðtal Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.