Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 24.07.2015, Blaðsíða 24
Ég á, ég má Þ Hannes Friðbjarnarson hannes@fret- tatiminn.is HELGARPISTILL Þarf maður að eiga allt? Í sum- arfríinu mínu þá keyrði ég um landið okkar góða. Það er alltaf jafn merkilegt finnst mér að keyra um og skoða þetta blessaða land. Ég skil alla þessa ferðamenn svo vel á sumrin sem koma hingað til lands og labba, hlaupa, hjóla eða keyra um landið. Svo eru það allir Íslendingarnir, ekki má gleyma þeim. Við erum partur af öllu þessu fólki sem ferðast um landið, þó við séum kannski ekki að kúka á það, eða hvað? Ég held að það séu fullt af Íslendingum sem kúka á landið í neyð, en það er önnur saga og ég nenni ekki að tala um það. Ég var staddur á stórglæsilegu tjaldstæði í sumarfríinu mínu á Norðurlandi og lenti þar á spjalli við mann sem ég þekkti ekki neitt. Hann bara byrjaði að tala, eins og við Íslendingar gerum. Hann var þarna ásamt konu sinni í hjólhýsi sem var betur tækjum búið en mitt eigið heimili. Hann var líka á bíl sem kostaði meira en mitt eigið heimili, þannig. Ég fór því að velta því fyrir mér hvað við Íslendingar lítum eignastöðu alvarlegum augum. Maðurinn sem ég talaði við var hreykinn af þessum eignum sínum, og spurði mig hvort ég ætti ekki hjólhýsi? Ég hef aldrei átt hjól- hýsi og mér hefur aldrei dottið það til hugar að fá mér slíkt. Ég er bara ekki þar, hvorki á áhugasviðinu né á fjármálasviðinu. Ég svaraði því nei, en fann um leið einhverja tilfinningu eins og ég væri ekki alvöru. Ég væri ekki alvöru þátt- takandi í samfélagi mannanna. Honum fannst það mjög skrýtið. „Maður verður að fá sér hjólhýsi,“ sagði hann. „Já er það?“ sagði ég. Stuttu seinna forðaði ég mér því ég fann að honum fannst ég glataður og kannski fannst mér það smá líka. Af hverju? Það er ótrúleg árátta okkar að verða að eiga allt. Hvaðan kemur þetta? Ekki er þetta svona í ná- grannalöndunum þar sem hægt er að búa í leiguhúsnæði allt sitt líf og leigja bíla og hjólhýsi ef maður er í stuði. Á Íslandi er það talið merki um að hlutirnir séu ekki að ganga upp hjá manni ef maður Á ekki allt sem maður hefur. Ég hef átt íbúðir og bíla ásamt bankanum mínum og það var ekkert spes samband. Eins og hjá svo mörgum. Bank- inn vildi alltaf eiga meira en ég í þessum hlutum án þess að hafa nokkurn tímann komið í heimsókn. Í hruninu svokallaða fór ég að hitta bankann minn sem átti íbúðina með mér og ég ætlaði að finna lausn á hækkandi húsnæðisláninu með þessum sameiganda mínum. Eina sem hann sagði var það að ég þyrfti að vinna meira. Bankinn ætlaði samt ekki að vinna meira, þó hann ætti þetta allt með mér. Í dag er ég að leigja og leigi með konunni minni. Við vinnum jafn mikið, og gerum þetta saman. Í hvert sinn sem ég er spurður hvort ég eigi eða ekki þá skammast maður sín alltaf smá þegar maður segir „Ég leigi.“ Af hverju? Lífsgæðakapphlaupið er enda- laust. Þannig er lífið bara. Við flytjum að heiman og menntum okkur til þess að geta keypt hús, bíl og hjólhýsi fyrir okkur og börnin okkar. Ég hef samt ekki hitt neinn sem er eitthvað hamingjusamari í stóru húsi, ekki þannig. Og alls ekki í hjólhýsinu. Ég er ekki að gagnrýna það að fá sér hjólhýsi, alls ekki. Það þurfa samt ekkert allir að fá sér slíkt. Það þurfa ekkert allir að fara í þannig frí. Það sem vantar í þetta hjá okkur er fjölbreytni og fordómaleysi. Við megum ekki gefa okkur það að þeir sem eiga ekki hjólhýsi geti ekki notið þess að vera í fríi. Þeir sem leigja geta líka búið til gott heimili. Auðvitað eru þetta alhæfingar, en alhæfingarnar eru líka í hina áttina. Setningar eins og „Áttu ekki einbýlishús?“ „Áttu ekki jeppa?“ Gleymum því ekki að maður verð- ur að kunna að njóta líka. Félagi minn á tjaldstæðinu hann var þarna með konunni sinni og allan tímann sem ég var í námunda við þau þá sá ég þau aldrei tala saman. Það fannst mér leiðinlegt. Hann átti jeppann og hjólhýsið, en það var eins og þau hefðu ekkert gaman af sam- veru hvors annars, né af því að vera þarna í fríi saman yfirhöfuð. Voru þau kannski að gera þetta fyrir einhvern annan? Voru þau að gera þetta fyrir samfélagið? Eða kannski bara fyrir bankann, sem átti þetta allt með þeim? Þau voru knúin áfram af eignastöðu sinni, eins og svo margir Íslendingar. Höfðu það gott á pappírum en gleymdu að njóta. Allt of algengt ennþá, því miður. Á öðrum stað var fjölskylda með lítið tjald, á venjulegum bíl og maturinn þeirra var í Bónuspokum. Krakkarnir voru algerlega í sínum eigin heimi og enginn að trufla þau. Þau voru saman öllum stundum og börnin hlupu um og hlógu. Maður sá að þau elskuðu að vera saman í fríi og nutu lífsins. Þau voru ekkert að spá í það að hvað einnota grillin voru lengi að hitna og borðuðu bara þegar þeim sýndist. Þegar hjónin í hjólhýsinu slökktu á grillinu og fóru að sofa var litla fjölskyldan ennþá úti að leika, og var ekkert að fara að sofa. Þau áttu sig sjálf, án hjálpar frá bönkunum. 24 viðhorf Helgin 24.-26. júlí 2015 DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.