Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 2

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Síða 2
Úr bréfi frá Ólafsfirði. J.G. skrifar langt bréf og kem- ur víða við. Vegna þess, hvað þesc- ir dálkar lesenda eru litlir, reynist ekki mögulegt að birta bréfið í heild. Við þökkum J. G. kærlega fyrir tilskrifið og vonum, að hann og æska Ólafsfjarðar haldi áfram á sömu braut á sviði íþróttanna. J.G. endar bréf sitt á því að spyrja um árangur B-júníora í Reykjavík í stökkum? Eftir því scm við kom- umst næst á Baldvin Árnason bezt í stangarstökki, 3.15 m., Kristinn Ketilsson í langstökki, 5.94 m., og Jafet Sigurðsson í hástökki, 1.65 m. Siggi segist hafa mikinn áhuga á frjálsíþróttum og þó sérstaklega stökkunum. Hann langar til að vita eftirfarandi: 1. Hvað stökk Skúli Guðmunds- son hátt, þegar hann var 16 ára? 2. Hvað eru þriðjaflokksmet í stökkum? 3. Hve gamall er og hvenær stökk Jóh. Benediktsson 1.72 m. í hástökki á s.l. sumri, tók hann þátt í DMl, og ef s'vo er, hvað stökk hann þá? Svör: 1. Hann stökk 1.63 m. 2. Það eru ekki til nein staðfest met fyrir B-júníora, en við vísum til fyrsta bréfsins frá Ólafsfirðingi, þar sem sagt er frá bezta árangri í fyrra. 3. Um aldur Jóhanns Benedikts- sonar vitum við ekki nákvæm- lega, en hann mun vera um tvítugt. Hann stökk 1.72 s.l. haust á móti í Keflavík. Hr. ritstjóri. Ég ætla að skrifa ykkur örfáar línur og spyrja 3 spurninga. Ég er 9 ára og hef mikinn áhuga á íþróttum. „Silakeppur". 1. Hvað er heimsmetið í 200 m. grindahlaupi? 2. Hvar og hvenær fæddist Ás- mundur Bjarnason og hvenær byrjaði hann að æfa? 3. Hvar og hvenær fæddist Pét- ur Einarsson? Svör: 1. Bandaríkjamaðurinn Fred Walcott á heimsmetið í 200 m. grhl. og er það 22.3 sek. sett 1940. Harrison Dillard hljóp reyndar 220 yds á 22.3 sek. vorið 1947, sem samsvarar 22.2 á 200 m. Það met er þó aðeins staðfest á 220 yds. 2. Ásmundur er fæddur á Akur- eyri 17. febr. 1927 og byrjaði að æfa frjálsíþróttir 1943. Hann æfði fyrst spjótkast og átti um tíma drengjametið í því. Ásmundur náði aðeins 12.6 sek., þegar hann hljóp 100 m. í fyrsta sinn. 3. Pétur Einarsson er fæddur á Hjalteyri 6. júlí 1926. 38 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.