Allt um íþróttir - 01.02.1951, Side 5

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Side 5
ALLTUM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR DG ERLENDAR ÍÞRDTTIR RITSTJDRAR : RAGNAR INGDLFSSDN □ G □ RN EIÐSSDN ÁBYRGÐARMAÐUR: GÍSLI ÁSMUNDSSDN 2. HEFTI FEBRÚAR II. ÁRG. UTANÁSKRIFT: TÍMARITIÐ TþrÓTTIR, VÍÐIMEL 31 SÍMI: 5D55 - KL. 9-11 ARD. Við megum ekki sofna á verðinum. Eftir rúma fjóra mánuði fer fram í Osló landskeppni í frjáls- íþróttum milli Norðmanna, íslend- inga og Dana. Þetta kemur til með að verða þriðja landskeppni okk- ar í þessari vinsælu íþróttagrein, og sú fyrsta á erlendum vettvangi. Áður höfum við keppt við þessar frændþjóðir okkar sitt í hvoru lagi. Við töpuðum fyrir Norðmönnum 1948 (73:92), en unnum Dani í fyrrasumar (108:90), eins og flest- um er ennþá í fersku minni. Þjálfun og undirbúningur fyrir þessar keppnir, sem báðar fóru fram í Reykjavík, var allur í bezta lagi, og þeim, sem um það sáu, til hins mesta sóma. Keppnin í Osló kemur til með að verða mjög hörð, sérstaklega milli okkar og Norðmanna. Dani ættum við að ráða við, þó ekki með neinum yfirburðum. En hvað er nú að segja um und- irbúninginn fyrir þessa keppni, er hann eins góður og 1948 og í fyrra? Það er leitt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að svara þessu játandi. Það var ekki fyrr en rétt fyrir síðustu mánaðamót, að FRÍ kom af stað innanhússæfingum, og þá aðeins einu sinni í viku. Að vísu hafa félögin sínar æfingar, en það er engin afsökun fyrir því, að landslið sé ekki æft sérstaklega. Nei, við megum ekki sofna á verðinum, þó að vel hafi gengið í fyrrasumar. Framundan er miklu erfiðari keppni, sem krefst mikils og margþætts undirbúnings. Eng- inn má slá slöku við, hvorki íþróttamennimir sjálfir né for- ystumenn íþróttasamtakanna. Ef þannig verður í pottinn búið, mun okkur takast að sigra í Osló á sumri komanda. IÞRÓTTIR 39

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.