Allt um íþróttir - 01.02.1951, Qupperneq 6

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Qupperneq 6
STEFÁNS-MÓTH): Reykvískir skíðamenn aldrei betri en nú Ásgeir Eyjólfsson fyrstur í A-flokki. Á Stefáns-mótinu, sem fór fram sunnudaginn 28. janúar s.l., kom berlega í ljós, að reykvískt skíða- fólk hefur enn tekið framförum í uppáhaldsgrein sinni, sviginu. Það er ekki ofsagt, að það sé betra en nokkru sinni fyrr. Keppt var eingöngu í svigi í öll- um flokkum karla og kvenna, en til þessarar keppni er efnt árlega til minningar um Stefán heitinn Gíslason, sem var einn af forvígis- mönnum reykvískra skíðamála. Keppnin fór fram á mjög ákjósan- legum stað, Hamragili við Kolvið- arhól, og var færi sæmilegt; ný- fallinn snjór, en grunnt ofan á hjam. Byrjað var á C-flokki karla, því næst kvennaflokkum og drengjaflokki. Gekk keppnin all- greiðlega og var fróðlegt að bera saman á þessu fyrsta móti vetrar- ins getu skíðafólksins nú og i fyrra. Það er því miður ekki hægt að segja um t. d. C-flokk karla, að hann sé betri en nokkru sinni fyrr, því hann er öllu lakari en oft áð- ur. Kvenna- og drengjaflokkur eru á sama stigi og í fyrra og eigin- lega kom þar ekkert nýtt fram, sem orð er á gerandi. Þó má geta þess, að Ingibjörg Ámadóttir bar af keppinautum sínum, sem áður, en vonandi tekst Karólínu Guð- mundsdóttur að veita henni keppni í vetur. Það var ekki fyrr en keppnin í B-flokki karla hófst, að örla tók á framför. Að svo stöddu verður ekkert sagt um það, hver muni vera beztur, en þeir, sem fyrstir urðu, sýndu mikla leikni. Senni- lega hefði þó Ingólfur Ámason sigrað, ef hann hefði ekki orðið fyrir óhappi, sem honum verður ekki kennt um. Jónas Guðmunds- son og hann hlutu jafnan tíma eftir báðar ferðir, en Ingólfur náði langbezta tíma í brautinni í ann- arri umferðinni. í þessum flokki vom alls 18 keppendur, og er það óvenjulegur fjöldi og gleðilegur vitnisburður um almennari áhuga, og meðal þessara keppenda voru margir bráðefnilegir menn. Margir áhorfendur biðu A-flokks keppninnar með óþreyju, en af einhverjum ástæðum dróst hún á langinn, og um það leyti, sem hún loks hófst, var komin hríðarmugga, er ágerðist, þegar á leið keppnina og jafnframt hvessti mjög. Var bagalegt, að þannig skyldi takast til, enda ófært að keppni skuli yf- irleitt fara fram við slæmar að- stæður. Eftir fyrri umferð átti 40 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.