Allt um íþróttir - 01.02.1951, Page 10

Allt um íþróttir - 01.02.1951, Page 10
ekki lengi, því að Hoff bætti það strax í sinni næstu keppni í 4.27. Charles Hoff var mjög fjölhæfur íþróttamaður, hann tók t. d. þátt í 400 og 800 m. í París, þegar hann gat ekki keppt í stangarstökkinu, og komst í úrslit í síðamefndu greininni. Torfi Bryngeirsson. í kringum og upp úr 1930 fór að bera á Japönum í stangarstökk- inu. Þeir beztu voru Nishida, sem óvænt varð 2. á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 á 4.30, og jap- anski methafinn Suoe Oe, er stökk 4.35 árið 1939. Á Ólympíuleikjun- um í Berlín 1936 var stangarstökk- ið hreint einvígi milli Bandaríkja- manna og Japana, keppnin stóð langt fram á kvöld og þótti einhver sú skemmtilegasta á leikjunum. Nishida varð einnig 2. í Berlín. Heimsmethafinn í stangar- stökki, Cornelius Warmerdam, hef- ur mikla yfirburði yfir næstu menn í heimsafrekaskránni, líklega meiri en nokkur annar heimsmethafi í frjálsíþróttum. Því hefur verið haldið fram, að þetta met muni standa lengi, en í sumar var því þó spáð, að hægt verði að stökkva allt að 5.50 m., en úr því mun fram- tíðin ein skera. Hér á landi sem annarstaðar er stangarstökkið vinsælt, en sumir vilja þó halda því fram, að það sé aðallega Torfi, sem gerir það eins vinsælt og það er. Torfi hefur nefnilega alla hæfileika, sem stang- arstökkvari þarf að hafa, og haldi hann áfram í nokkur ár enn, munu 4.50 m. koma áður en lýkur, það skaltu vera viss um, Torfi! Beztir í heimi: C. Warmerdam, USA, 1942 ... 4.77 B. Richards, USA, 1950 ...... 4.56 W. Sefton, USA, 1937 ........ 4.547 E. Meadows, USA, 1937 ....... 4.547 B. Morcom, USA, 1948 ........ 4.473 G. Smith, USA, 1948 ......... 4.473 K. Dills, USA, 1940 ........ 4.47 G. Varoff, USA, 1937 ........ 4.461 J. Montgomery, USA, 1949 .... 4.45 L. Day, USA, 1938 .......... 4.445 W. Schaeffer, USA, 1941....... 4.42 A. Sunsery, USA, 1942 ....... 4.42 Rasmussen, USA, 1949 ......... 4.42 W. Graber, USA, 1935 ......... 4.41 R. Lundberg, Svíþjóð, 1950 ... 4.40 Ólympíusigurvegarar frá upphafi: 1896 N. H. Hoydt, USA ....... 3.30 1900 I. K. Baxter, USA ...... 3.30 1904 C. E. Dvorak, USA ...... 3.505 1906 F. Conder, Frakkl........ 3.40 1908 E.Cooke og A.Gilbert, USA 3.71 1912 H. S. Babcock, USA ..... 3.95 1920 F. Foss, USA ........... 4.09 1924 L. Barnes, USA ......... 3.95 Frh. á síðu 25 44 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.